Stæði

Hvar get ég nýtt mér Stæði?

Gjaldsvæði 1 til 4.

Hvernig legg ég bíl í stæði?
 1. Velur P-merkið niðri í vinstra horninu.
 2. Velur skráðan bíl, sjá mynd.
 3. Velur viðeigandi gjaldsvæði.
 4. Velur með hvaða korti þú ætlar að greiða, sjá mynd.
 5. Þá hefst tíminn og bíllinn er skráður í stæði.
 6. Eftir að þú skráir bíl í stæði færðu kvittun.

Hvernig skrái ég bíl í Stæði?
 1. Í aðalvalmynd velur þú P-merkið niðri í vinstra horninu.
 2. Velur plúsinn uppi í hægra horninu.
 3. Skráir bílnúmer.
 4. Velur Skrá ökutæki.
 5. Ökutækið er þá tilbúið til að leggja í stæði.

Hvað er Stæði?

Í Síminn Pay appinu getur þú valið að leggja í Stæði á gjaldsvæðum Bílastæðasjóðs Reykjavíkur.

Greitt er þjónustugjald og í stæði skv. gjaldskrá Bílastæðasjóðs.