Farsími

Vantar þig aðstoð?

Hér færðu aðstoð og leiðbeiningar fyrir farsímaþjónustu Símans. Ef þig vantar frekari upplýsingar, hafðu þá samband og við leysum málið með þér.

Úrlausn mála

Ef þig grunar að símanum þínum hafi verið stolið eða að hann hafi glatast, þá skaltu hafa samband við þjónustuver Símans og tilkynna það. Þá lokum við á allar hringingar úr símanum til að koma í veg fyrir að hann sé notaður af öðrum aðila.

Stuld á símtækinu sjálfu þarftu síðan að tilkynna til lögreglunnar á viðkomandi svæði.

Síminn beinir öllum ábendingum er varða símaónæði til lögreglunnar á viðkomandi svæði.

Ýmislegt getur gert það að verkum að símtækið þitt missi samband. Þú þarft að byrja á því að kanna hvort aðrir símar missi samband á sama stað. Ef svo er þá skaltu endilega tilkynna það til þjónustuvers Símans 8007000 og gefa nákvæmlega upp á hvaða stað símtölin slitna. Hlutir í umhverfinu geta haft mikið um það að segja hversu gott samband er á hverjum stað. Venjulegur sendir drífur 35 km radíus í beinni sjónlínu. Þetta þýðir að t.d. fjöll, háhýsi og annað slíkt getur haft áhrif á langdrægni sendanna.

Ef þú ert staddur/stödd innandyra getur járn í húsinu haft mikið að segja um gæði sambandsins. Þess vegna getur Síminn ekki borið ábyrgð á því hvernig sambandið er innanhúss hjá þér.

Allar ábendingar varðandi dreifikerfi Símans eru vel þegnar. Vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver í síma 800 7000 eða 8007000@siminn.is. Nauðsynlegt er að gefa upp nákvæma staðsetningu á því hvar sambandið er lélegt til að hægt sé að skoða málið frekar.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.