Aukakort

Spurt og svarað um aukakort

Ef þú ert í farsímaáskriftinni Endalaust getur þú skráð börnin þín fyrir Krakkakorti. Krakkakort er hugsað fyrir börn yngri en 18 ára og kosta ekkert aukalega. Börnin geta hringt og sent SMS endalaust innanlands og fá 1 GB en auðvelt er að bæta við gagnamagni.

Ef barnið þitt er nú þegar með Frelsiskort hjá Símanum getur þú klárað skráningu á Krakkakorti á þjónustuvefnum. Hafðu samband við okkur í 800 7000 ef þig vantar Frelsisnúmer frá Símanum eða vilt flytja númerið þitt yfir til okkar.

Til að virkja Krakkakortið þarftu að skrá það í Núllið. Það er gert á þínum aðgangi á þjónustuvefnum. Bæta við Krakkakorti

Athugið að Frelsisnúmerið verður að vera skráð á barnið þitt áður þú skráir númerið sem Krakkakort.

Ef barnið þitt (18 ára og yngri) er ekki skráð fyrir Frelsisnúmerinu er hægt að fara á þjónustuvefinn og skrá númerið. Í þessu tilfelli verður þú að fara inn á þjónustuvefinn með Frelsisnúmerinu (s.s. ekki inn á þinn aðgang) og færðu þá lykilorðið sent sem SMS í númerið.

Skrá Frelsisnúmer

Bæði foreldri og barn geta fylgst með notkuninni á Krakkakortinu. Barnið getur náð í Símaappið og skráð sig inn með sínu símanúmeri. Foreldrar geta farið inn á sinn þjónustuvef og tengt númerið við sinn aðgang. Þannig geta foreldrar fylgst með notkuninni og fyllt á númerið til dæmis auka gagnamagn. Athugaðu að hafa símann með Frelsisnúmerinu við höndina þar sem SMS verður sent í símann með staðfestingarnúmeri.

Tengja frelsisnúmer við innskráðan notanda

Sum börn nota meira en 1 GB í mánuði. Þú getur alltaf keypt aukagagnamagn á þjónustuvefnum, Stillt reglulegar eða sjálfvirkar áfyllingar.

Kaupa gagnamagn
Reglulegar áfyllingar Dæmi, ef valið er 5 GB, þá fyllast 5 GB aukalega í hverjum mánuði.
Sjálfvirkar áfyllingar virka þannig að þegar einungis 200 MB eru eftir af gagnamagninu, þá er fyllt á.

Foreldrar geta farið inn á sinn þjónustuvef og tengt númerið við sinn aðgang. Þannig er hægt að fylgjast með notkuninni og fyllt á númerið t.d. keypt auka gagnamagn. Athugaðu að hafa símann með Frelsisnúmerinu við höndina þar sem SMS verður sent í símann með staðfestingarnúmeri.

Tengja frelsisnúmer við innskráðan notanda

Fjölskyldukort deila gagnamagni með Endalausum. Viðskiptavinir sem eru með Fjölskyldukort hafa því mun meira gagnamagn. Krakkakort eru Frelsiskort með endalausum mín og sms um. Í hverjum mánuði er svo fyllt á frelsið með 1 GB áfyllingu. Um Krakkakort gilda almennir skilmálar fyrir Frelsi.

Hægt er að nota Krakkakort og Frelsi erlendis. Það er gert með því að fara inn á Þjónustuvef og skrá Krakkakortið í áskriftarleiðina „Frelsi í útlöndum“. Það sem gerist þá er að erlenda notkunin er gjaldfærð á foreldrið sem er skráð fyrir aðalnúmerinu, Endalaust Snjall. Eftir að hafa skráð Krakkakortið í Frelsi í útlöndum er hægt að skrá símanúmer Krakkakortsins í Ferðapakkann.

Lokað er fyrir hringingar í þjónustunúmer.

Þar sem Krakkakort er Frelsiskort er hægt að fylla á gagnamagnið með hefðbundinni Netfrelsis áfyllingu og þannig stýra hversu mikið gagnamagn fylgir Krakkakortinu.

Krakkakort er án endurgjalds fyrir alla þá sem eru í Endalaus Snjall, Fjölskyldukort eru á 2.000 krónur á mánuði og Gagnakort eru á 600 krónur á mánuði.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.