Frelsi

Getum við aðstoðað?

Hér er að finna aðstoð og leiðbeiningar fyrir þá sem eru með Frelsisþjónustu Símans. Ef þig vantar frekari upplýsingar, hafðu þá samband og við leysum málið með þér.

Almennt

  1. Settu kortið í GSM símann og kveiktu á honum.
  2. Þegar þú hefur kveikt á símanum þarftu að slá inn fjögurra stafa PIN númer sem er undir skafröndinni á GSM kortinu.
  3. Hinkraðu smástund á meðan símtækið er að tengist GSM kerfi Símans.
  4. Hringdu í númerið 1441 til að virkja Frelsisnúmerið. Þú færð 100 kr. inneign sem gildir í sex mánuði. Ef þú keyptir startpakka með 2.000 kr. inneign virkjast hún um leið og Frelsisnúmerið.
  5. Við mælum með því að þú skráir Frelsisnúmerið þitt. Ef þú þarft að hringja í 112 er betra að hafa númerið skráð. Þegar þú skráir númerið færðu jafnframt 500 kr. inneign.
Skrá Frelsisnúmer

Ef þú þarft að hringja í 112 er betra að hafa númerið skráð. Með því að skrá númerið eykur þú öryggi þitt ef eitthvað kemur upp á. Skráðu númerið þitt á þjónustuvefnum eða hringdu í 800 7000.

Þegar þú skráir númerið færðu jafnframt 500 kr. inneign og við getum jafnframt látið þig vita þegar breytingar eiga sér stað á verði eða skilmálum.

Skrá Frelsisnúmer

Á ferðalögum erlendis

Ertu á leið til útlanda?

Til þess að geta notað Frelsisnúmer erlendis þarftu að skrá þig í Frelsi í útlöndum, en eftir það er þetta frágengið. Símanotkun erlendis er greidd eftirá. Þú færð reglulega send SMS-skilaboð um kostnað frá erlendum farsímafyrirtækjum.

Skrá númer í Frelsi í útlöndum

Ertu yngri en 18 ára ?

Ef þú ert yngri en 18 ára þarft að fá aðila sem er 18 ára eða eldri til að gangast í ábyrgð fyrir notkun þinni erlendis. Ábyrgðarmenn fá tölvupóst með upplýsingum um notkun í útlöndum þegar þær berast frá erlendum farsímafyrirtækjum. Ábyrgðarmaður getur óskað eftir því að þjónustan verði aftengd fyrir það Frelsisnúmer sem hann er í ábyrgð fyrir.

Inneign

Margvíslegar leiðir

Það eru fjölmargar leiðir til að fylla á frelsi í boði

Nánar

Þægileg leið til að vita stöðuna er að nota Símaappið sem er í boði fyrir bæði Android og iPhone. Auk þess getur þú nálgast notkunaryfirlit á þjónustuvefnum eða hringt í 1441, valið 1 og staðan er lesin upp.

Sækja Símaappið

Virk

Inneign er virk í 6 mánuði eftir að síðast var bætt við hana. Þú getur hringt fyrir verðmæti inneignar þinnar í 6 mánuði að meðtöldum kaupdegi. Þú getur móttekið símtöl út þetta tímabil þótt engin inneign sé eftir. Ef þú kaupir aðra inneign og fyllir á innan þessara 6 mánaða er þeirri upphæð bætt ofan á eftirstöðvar af fyrri inneign, ef einhverjar eru, og nýtt 6 mánaða tímabil hefst.

Óvirk

Ef 6 mánuðir hafa liðið frá síðustu áfyllingu verður inneignin óvirk og þú getur hvorki hringt né móttekið símtöl. Þú getur þó hringt í Málsvarann 1441, þjónustunúmer Frelsis 800 7000 og 112. Þú getur fyllt á Frelsi hvenær sem er á þessu 6 mánaða tímabili. Þá bætist sú upphæð við eftirstöðvarnar af fyrri inneign, ef einhverjar eru, og nýtt 6 mánaða tímabil hefst.

Útrunnin

Eftir að óvirka tímabilinu lýkur, ári eftir síðustu áfyllingu, fyrnist inneignin, ef einhver er. Einnig áskiljum við okkur rétt til að aftengja þjónustuna.

Þjónusta

Þarftu að ná í einhvern?

Sendu skilaboðin: Hringdu og símanúmer þess sem á að hringja (t.d. Hringdu 8009999) í 1441. Viðkomandi fær þá SMS skilaboð um að þú óskir eftir símtali. Einungis í boði fyrir þá sem eru með Frelsi Símans.

Bjóddu öðrum að borga símtalið með *888*

Ef þú ert með GSM númer hjá Símanum geturðu boðið öðrum aðila, sem einnig er hjá Símanum að greiða fyrir símtal ykkar á milli. Veldu *888* á undan númerinu sem þú vilt hringja í og þú færð að vita hvort viðkomandi, samþykkir að greiða fyrir símtalið eða ekki.

Kollekt símtal ekki samþykkt

Ef þú nærð ekki að hringja Kollekt er líklegt að sá sem þú vilt ná í hafi hafnað beiðni þinni eða hafi látið loka fyrir þennan möguleika hjá sér. Einnig er mögulegt að viðtakandi sé hjá öðru símafyrirtæki en Símanum, enda aðeins hægt að hringja Kollekt símtöl innan Símans. Ekki er hægt að hringja Kollekt símtal í útlöndum.

Loka fyrir Kollekt símtöl

Þú getur látið loka fyrir að aðrir hringi Kollekt í þig, og þú sért þar með að greiða fyrir símtalið. Þú einfaldlega hringir í þjónustuverið okkar, 800 7000, og biður um að láta loka fyrir þennan möguleika.

Hver hringdi

Þú veist alltaf hver hringdi í þig á meðan slökkt var á farsímanum þínum eða hann utan þjónustusvæðis ef þú notar Hver hringdi.

Nánar

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.

Sjálfsafgreiðsla

Upplýsingar

Leiðbeiningar