Android

Uppsetning á netfangi fyrir Android símtæki

1. Hafist handa

Hafa þarf eftirfarandi upplýsingar við hendina áður en uppsetning hefst:

2. Opna Mail

Í valmynd símans velur þú skjátáknið fyrir Mail, og því næst tegund pósthólfsins sem á að setja upp. Í þessu tilviki notum við @simnet.is netfang, þannig að við veljum Other.

3. Stillingar

Sláðu netfangið þitt inn í Email address reitinn og lykilorðið í Password og veldu því næst Manual Setup til að setja inn stillingar. Byrjaðu á því að finna efsta valmöguleikann, POP, og breyttu honum í IMAP.

4. Upplýsingar um póstþjón

Fylltu formið út á eftirfarandi hátt:

  • Incoming mail server = postur.simnet.is
  • User = Netfangið þitt
  • Password = Lykilorðið að pósthólfinu þínu

Svo skaltu velja Next.Nú þarftu að fylla út Outgoing server settings. Í Android er default stilling fyrir Port Number 25, en fyrir Simnets netföng er Outgoing Port Number 587. Í SMTP server skaltu setja postur.simnet.is og velja því næst Next.

5. Lokið við uppsetningu

Í reitinn Account Name skaltu slá inn það heiti sem þú vilt gefa pósthólfinu þínu og nafið sem þú vilt að birtist þegar þú sendir póst undir Your name. Smelltu svo á Finish Setup.

Nú ætti pósthólfið hjá þér að opnast ef allar stillingar hafa verið rétt uppsettar.

6. Pósthólfið opnað

Til að opna pósthólfið er smellt á skjátáknið á forsíðu símtækisins.

Að lokum

Ef þú vilt hafa fleiri netföng uppsett á símtækinu endurtekur þú ferlið hér að ofan.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.