Fundarsíminn er einföld og þægileg lausn til fundarhalda, þar sem notendur hringja í 755 7755 og slá inn fundarnúmerið. Staðsetning notenda og gerð símtækja hafa ekki áhrif á möguleika til þáttöku í símafundi. Sjá nánar verðskrá.
Hægt er að boða allt að fjórtán gesti til símafundar og jafnframt tengja saman mismunandi fundi. Hámarkslengd símafundar er 180 mínútur og fá fundarmenn tilkynningu fimm mínútum áður en fundinum lýkur.
Þú getur komið á þriggja manna samtali. Viðmælendur heyra hver í öðrum og geta verið hvar sem er á landinu eða jafnvel hvor í sínu landi. Tvö símtöl eru gjaldfærð og sá sem hringir greiðir fyrir þau. Veldu fyrra númerið og þegar svarar velurðu R. Veldu seinna númerið og þegar svarar í því velurðu R3 og talar við báða.