Það tekur aðeins fimm mínútur að uppfæra UC-One.
Cisco Webex er nýjung í þjónustuframboði Símavistar. Forritið sem er í boði fyrir bæði tölvur og snjallsíma, sameinar símtöl, skilaboð, fundi, samnýtingu skjala, töflu, samvinnutóla og fleira - í einu glæsilegu appi. Webex er fersk og heildstæð samstarfslausn og geta viðskiptavinir valið úr sveigjanlegum pökkum sem hentar þeirra rekstri, en Símavist hentar fyrir allar stærðir fyrirtækja.
Athugaðu hvort rétt notandanafn og lykilorð sé rétt slegið inn. Við innskráningu þarf að nota notandanafn (símanúmer)@simavist.is. Smelltu hérna til að fá lykilorð og notandanafn.
Frábært! Byrjaðu að leita að samstarfsfólki í forritinu til að senda þeim skilaboð eða hringja í þau. Hafðu í huga að til þess að eiga samskipti við samstarfsmenn þína þurfa þeir einnig að nota Webex.
Allar upplýsingar um virkni má finna hérna á heimasíðu Cisco Webex.
Þarftu að halda fund með aðilum sem eru ekki með UC-One? Það er ekkert mál. Með gestaaðgangi í UC-One er mögulegt að bjóða utanaðkomandi aðilum að taka þátt í fundinum.
Þennan tengil getur þú sent á viðkomandi aðila sem eiga að taka þátt í fundinum.
Viðkomandi verður leiðbeint að smella á tengil þar sem þeir geta halað niður UC-One fundarforritinu. Allt sem þeir þurfa að gera er að slá inn nafnið sitt til að taka þátt í fundinum. Þeir hafa aðgang að sömu frábæru eiginleikum og þú gerir, svo sem hljóð, mynd og samnýtingu skjáa.
Þegar þú sóttir Webex þá fluttust tengiliðirnir þínir ekki sjálfkrafa með. Eina sem þú þarft að gera er að leita eftir tengiliðunum í leitarglugganum í Webex.
Ef þú finnur ekki tengiliðina þína í leitarglugganum í Webex er líklegt að tengiliðurinn sem þú ert að leita að sé ekki búin/n að sækja Webex.
Þjónustuvefurinn er frábært tól fyrir fyrirtæki til að fá yfirsýn yfir kostnað og notkun hjá Símanum. Framsetning er bæði einföld og myndræn. Einnig er hægt að panta margvíslega þjónustu og gera breytingar á þjónustuleiðum.
Gott utanumhald á reikningum
Allar upplýsingar um reikninga og hreyfingayfirlit. Einnig er hægt að merkja þjónustu og færa á milli reikninga.
Auðvelt að fylgjast með kostnaði
Myndræn framsetning á skiptingu og þróun kostnaðar. Samantekt á áskriftum og yfirlit á reikningum.
Færð góða yfirsýn
Getur skoðað notkun, breytt áskrift og bætt við aukaþjónustu. Einnig hægt að virkja GSM númer og gera kortaskipti.
Einfalt að panta búnað
Pantaðu síma, spjaldtölvur, aukahluti eða netbúnað. Getur bæði sótt eða fengið sent.
Fara á Þjónustuvefinn
Athugaðu hvort rétt notandanafn og lykilorð sé rétt slegið inn. Við innskráningu þarf að nota notandanafn og lykilorð. Smelltu hérna til að fá notendanafn og lykilorð.
Ef þú hefur ekki notað þjónustuvefinn áður þarftu að byrja á því að velja nýskráningu og síðan sækja um aðgang að fyrirtækinu. Ef þú ert með rafræn skilríki þarftu ekki að velja nýskráningu heldur ferð beint í Aðgangur fyrir fyrirtæki og skráir þig inn.
Aðalnotendur hafa aðgang að öllum upplýsingum og aðgerðum og geta úthlutað aðgangi til aukanotenda. Aukanotendur geta verið með takmarkaðan aðgang. Til að stofna aðal- og aukanotanda þarf að skrá sig inn á Þjónustuvefinn.
Þeir notendur sem ekki hafa Admin réttindi að tölvum sínum eiga samt sem áður að geta framkvæmt uppfærsluna. Í einhverjum tilfellum gæti þó verið að þörf á aðstoð frá viðkomandi rekstraraðila tölvukerfis fyrirtækisins. Hér má finna uppsetningarskránna sé hennar þörf.
Hér getur þú leitað að lausum farsíma- og talsímanúmerum. Þegar þú hefur fundið rétta númerið skaltu snúa þér að næstu verslun eða endursöluaðila Símans til að ganga frá málunum. Því miður getum við ekki boðið að taka númer frá hér á vefnum.
Hægt er að slá inn * til að sjá öll laus númer og líka til að leita eftir ákveðinni seríu t.d. 899*
Skeyti send sem SMS Magnsending geta lengst verið 540 stafir.
Ef venjulegt SMS skeyti verður lengra en 160 stafir þá sendist það sem mörg skeyti og er hægt að senda allt að 306 stafi í tveimur skeytum og 459 stafi í þremur skeytum og svo framvegis fyrir lengri skeyti (153 stafir komast í hvert undirliggjandi samsett SMS).
Ef SMS skeyti er sent með íslenskum stöfum (sent með unicode stafasetti) sem er lengra en 70 stafir þá komast 134 stafir í tvö skeyti og 201 stafir í þrjú skeyti og svo framvegis fyrir lengri skeyti (67 stafir komast í hvert undirliggjandi samsett unicode SMS).
Hægt er að velja um tvær leiðir til að nota þjónustuna. Annars vegar að nota vefsíðu sem Síminn leggur til og hins vegar að forrita á móti kerfinu. Með því að forrita á móti kerfinu geta fyrirtæki látið sín eigin kerfi senda sms skeyti og notað sms sendingar beint í innri ferlum í innviðum fyrirtækisins.
Notandinn nálgast þjónustuna með sérstöku notendanafni og lykilorði. Hægt er að senda SMS Magnsendingar frá hvaða tölvu sem er að því skilyrði uppfylltu að hún sé tengd Internetinu.
Magnsendingar er hægt að senda á hvaða GSM númer sem er, þ.e. hvort sem það er til viðskiptavina Símans, eða annarra símafyrirtækja (innlendra sem erlendra).
Innskráning fyrir SMS Magnsendingar
Flestir fólksbílar framleiddir eftir 1996 eru með svokölluðu OBD II porti sem gefur aðgang að upplýsingum um bifreiðina. Athugaðu að kanna hjá þínu bílaumboði hvort að þinn bíll (þín bíltegund) styðji stöðluð OBDII samskipti.
Athugaðu OBDII kubburinn les mismiklar upplýsingar frá ólíkum tegundum bifreiða.
Nýir notendur fá tölvupóst þar sem þeim er boðið að skrá sig inn og stofna nýtt lykilorð
Fylgdu eftirfarandi skrefum til að klára uppsetningu
Þá getur þú skráð þig inn á vefaðganginn til að setja upp stillingar. Athugaðu að þú þarft að samþykkja skilmála þjónustunnar í lokaskrefi.
1. skref - skrá notanda
2. skref - skrá lykilorð
3. skref - sækja appið
Ef þú ert með fleiri en einn bíl tengdan við kerfið, gæti hentað að setja inn frekari upplýsingar.
Aðgangur fyrir bílstjóra
Þú getur stofnað aðgang fyrir hvern bíl /bílstjóra sem tengist þjónustunni. Hver bílstjóri getur þá eingöngu séð upplýsingar um sinn bíl.
Aðgangur fyrir aukanotendur
Aukanotandi hefur yfirsýn yfir alla bíla sem tengjast kerfinu og hefur réttindi til að breyta stillingum.
Hægt er að skilgreina ákveðin aksturs-mörk fyrir hvern ökumann/bíl.
Þú getur til dæmis fengið tilkynningar ef:
Fyrir marga bíla
Hægt er að setja upp stillingar fyrir akstursmörk á marga bíla í einu:
Fundarsíminn er einföld og þægileg lausn til fundarhalda, þar sem notendur hringja í 755 7755 og slá inn fundarnúmerið. Staðsetning notenda og gerð símtækja hafa ekki áhrif á möguleika til þáttöku í símafundi. Sjá nánar verðskrá.
Hægt er að boða allt að fjórtán gesti til símafundar og jafnframt tengja saman mismunandi fundi. Hámarkslengd símafundar er 180 mínútur og fá fundarmenn tilkynningu fimm mínútum áður en fundinum lýkur.
Þú getur komið á þriggja manna samtali. Viðmælendur heyra hver í öðrum og geta verið hvar sem er á landinu eða jafnvel hvor í sínu landi. Tvö símtöl eru gjaldfærð og sá sem hringir greiðir fyrir þau. Veldu fyrra númerið og þegar svarar velurðu R. Veldu seinna númerið og þegar svarar í því velurðu R3 og talar við báða.