Með nýju heimasímakerfi (e. VoIP) verður heimasíminn tengdur yfir netið þ.e.a.s. símtalið verður flutt yfir internettengingu í stað hefðbundinnar línutengingar. Allir viðskiptavinir sem eru á gamla kerfinu okkar (e. PSTN) og vilja halda sínu heimasíma geta valið:
Ef þú ert með fyrirtæki eru nokkrar leiðir í boði eða:
Ef þú hefur fengið bréf um að það eigi að loka númerinu þínu er mikilvægt að hafa strax samband við okkur í Netspjalli, í síma 800 7000 (fyrirtæki hringja í 800 4000) eða koma í næstu verslun og við aðstoðum þig við að finna leiðina sem hentar best.
Búið er að loka fyrir allar nýskráningar og hófst vinnan við að loka ákveðnum símstöðvum 1. október 2020. Hérna má sjá nánar um áfangaskiptingu og tímasetningar.
Við látum alla viðskiptavini okkar vita áður en lokað er fyrir heimasímann með bréfi.
Hérna getur þú skoðað myndband af uppsetningunni.
Þú byrjar á því að tengja símasnúru í heimasímann þinn og hinn endann í græna hólfið lengst til vinstri aftan á beininum.
Hringdu í 800 5550 til að virkja heimasímann. Síminn ætti nú að vera virkur.
Í heimasíma eru ýmsar áskriftir í boði hvort sem þú vilt tengjast með hefðbundinni símtengingu eða yfir internetið (e. VoIP). Hægt er að fá ráðgjöf hvaða áskrift hentar þér best Netspjallinu. Hægt að skoða áskriftarleiðir í verðskrá.
Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu: í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.
Hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma öðrum en hjá Símanum fellur aldrei undir innifalda notkun í áskriftarleið sem dæmi: Hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma (ekki hjá Símanum) kostar alltaf upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað. Það kostar 0 kr. að flytja símtöl á milli farsíma þegar bæði númerin eru hjá Símanum. Sjá nánar í verðskrá.
Númeraleynd er sett á þjónustuvefnum.
Nánar á þjónustuvefnum
Þú getur notað skammtíma númerabirtingu í stökum hringingum og þá birtist númerið þitt hjá þeim sem þú hringir í: #31# og símanúmerið.
Ef þú ert með leyninúmer, þá er númerið þitt hvorki skráð í símaskrá, né gefið upp hjá þeim sem veit upplýsingar um símanúmer. Jafnframt þá sést númerið þitt ekki á númerabirtinum hjá þeim sem þú hringir í.
Að setja á hringiflutning
Á þjónustuvefnum getur þú valið um eftirfarandi símtalsflutninga:
Þú getur einnig sett á hringiflutning í símanum sjálfum:
Kostnaður
Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu: í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.
Hringiflutningur úr heimasíma fellur aldrei undir innifalda notkun í áskriftarleið sem dæmi: Hringiflutningur úr heimasíma í heimasíma eða í farsíma kostar alltaf upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað.
Ef þú færð ekki són
Ef þú færð ekki són er ráðlegt að byrja á því að athuga eftirfarandi:
Oft og tíðum eru símtæki mjög viðkvæm fyrir rafmagnstruflunum. Ef allt rafmagn slær út getur oft myndast spenna á símtækinu þegar rafmagnið kemst aftur á sem veldur því að tækið hættir að virka. Þú getur prófað að stinga öðru símtæki í sama símatengil til að athuga hvort það á við.
Ef þú ert með skruðninga á línunni.
Byrjaðu á því að athuga hvort símtækið er bilað. Ef þú ert með fleiri en eitt símtæki skaltu kanna hvort skruðningur sé í öllum tækjum. Ef svo er skaltu prófa að taka eitt símtæki úr sambandi og athuga hvort skruðningurinn hverfi. Kannaðu þannig öll símtækin svo hægt sé að útiloka að bilunin stafi frá þeim.
Símtæki geta verið mjög viðkvæm fyrir rafmagnstruflunum. Ef allt rafmagn slær út getur oft myndast spenna á símtækinu þegar rafmagnið kemst aftur á sem veldur því að tækið hættir að virka eða skruðningar heyrast á línunni. Þú getur prófað að stinga öðru símtæki í sama símatengil til að athuga hvort það á við.
Þú getur haft samband við Símann til þess að skrá bannmerkingu, breyta heimilisfangi eða eyða út upplýsingum úr upplýsingaveitugrunni. Einnig er hægt að hafa samband við viðeigandi upplýsingaveitu ef um sérstakar fyrirspurnir eru að ræða t.d. skrá starfsheiti eða opnunartíma fyrirtækis.
Það hafa allir aðgang að þjónustuvefnum. Við mælum með rafrænum skilríkjum því þá þarftu ekki að fara í nýskráningu.
Á þjónustuvefnum getur þú sótt um Netsímann. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.
Sækja um Netsímann
Á þjónustuvefnum getur þú fengið nýtt lykilorð fyrir Netsímann. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.
Sækja nýtt lykilorð
Á þjónustuvefnum getur þú fengið nýjan PIN kóða fyrir Netsímann. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.
Fá nýtt lykilorð
Á þjónustuvefnum getur þú sagt upp Netsímanum. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.
Segja upp Netsímanum
Hérna getur þú skoðað myndband af uppsetningunni.
Þú byrjar á því að tengja símasnúru í heimasímann þinn og hinn endann í græna hólfið lengst til vinstri aftan á beininum.
Hringdu í 800 5550 til að virkja heimasímann. Síminn ætti nú að vera virkur.
Flestir símar eru þráðlausir og eru með hleðslustöð sem getur verið hvar sem er í húsinu.
Við mælum því með því að færa einfaldlega hleðslustöðina frá gamla staðnum og tengja hana beint við beininn þinn.