Aðstoðarsíður

Heimasími

Hér færðu aðstoð og leiðbeiningar fyrir heimasíma.
Veldu undirflokk
Velja
+

Fyrir hvað stendur VoIP?

PSTN

VoIP stendur fyrir “Voice over Internet Protocol”. Með VoIP er talmáli breytt í gagnaflutningspakka sem sendir eru út á internetið. Ólíkt gamla kerfinu eru upphafsstaður og endastaður símtals ekki skilgreindir sem heimilisfang heldur sem vistfang (IP tala).

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvenær mun PSTN talsímakerfið loka?

PSTN

Síminn mun á þessu ári loka PSTN heimasímakerfinu. Fyrsti áfangi lokana mun hefjast þann 1. maí 2020.
Við látum alla vita áður en lokað er fyrir tenginguna en lokað var fyrir nýskráningar og flutning milli staða 1. júní 2019.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hverju er verið að breyta?

PSTN

Síminn mun á árinu, loka PSTN talsímakerfinu sem er yfir kopar. Lokað var fyrir nýskráningar og flutning milli staða í talsímakerfinu 1.júní 2019.

Sjá nánar hérna.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Af hverju þessi breyting?

PSTN

PSTN talsímakerfið hefur þjónað landsmönnum í yfir 35 ár og er því komið fram yfir líftíma sinn. Við tekur fjórða kynslóð talsímakerfa sem felur í sér möguleika sem ekki hafa verið í boði áður.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Mun þessi breyting hafa áhrif á internettenginguna mína?

PSTN

Aðeins er um að ræða lokun á heimasímanum og því hefur þessi breyting engin áhrif á gagnaflutningstengingar yfir koparkerfið eins og ADSL, VDSL, ISDN stofntengingar eða heimasíma sem fer yfir net (VoIP).

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég er með öryggiskerfi, hefur þetta áhrif á það?

PSTN

Já, ef núverandi fyrirkomulag er að símkerfið sé tengt yfir hefðbundinn heimasíma á koparlínu. Við mælum haft sé samband við þjónustuaðila öryggiskerfisins og það fært yfir á gagnaflutningstengingar eða farsímasamband.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Fyrir hvaða tíma þarf ég að vera búin/n að bregðast við?

PSTN
+

Hvað þýðir að tengja heimasímann yfir netið (e.VoIP)?

PSTN

VoIP sími nýtir internetið. Þegar símtæki er flutt af hefðbundinni símtengingu (e. POTS) yfir á símtengingu yfir internet (e. VoIP) er verið að nota aðra tækni til þess að eiga símtöl. Það er þess vegna sem þú tengir síma í beinir (e. router) í stað þess að stinga í hefðbundið símatengi. Þú ættir ekki að verða var við neinn mun á gæðum þjónustunnar og þessi tækni snýr fyrst og fremst að því að símtalið er flutt yfir internet tengingu í stað hefðbundinnar línutengingar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað er PSTN talsímakerfið?

PSTN

PSTN kerfið (e. Public switched Telephone Network) er hefðbundið rásaskipt símkerfi þar sem símtali er breytt í rafræn boð sem fara eftir fyrirfram ákveðnum rásaskiptum leiðum. Notendur tengjast með koparþræði og nær kerfið til yfir 99% heimila í landinu. Merkjasendingar sem setja upp símtalið ákveða hvaða leið er farin milli tveggja notanda í talsímaþjónustunni. Símanúmer er auðkenni hvers áskrifanda og tengjast ákveðinni staðsetningu eða heimilisfangi.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvaða leiðir eru í boði fyrir öryggis- og neyðarsíma?

PSTN

Öryggis- og neyðarsímar munu nota farsímasambandið eða síminn tengdur yfir netið (e. VoIP).

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig set ég á númeraleynd?

Algengar spurningar

Númeraleynd er sett á þjónustuvefnum.

Nánar á þjónustuvefnum

Þú getur notað skammtíma númerabirtingu í stökum hringingum og þá birtist númerið þitt hjá þeim sem þú hringir í: #31# og símanúmerið.

Ef þú ert með leyninúmer, þá er númerið þitt hvorki skráð í símaskrá, né gefið upp hjá þeim sem veit upplýsingar um símanúmer. Jafnframt þá sést númerið þitt ekki á númerabirtinum hjá þeim sem þú hringir í.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað kostar símtalsflutningur?

Algengar spurningar

Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu: í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.

Hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma öðrum en hjá Símanum fellur aldrei undir innifalda notkun í áskriftarleið sem dæmi: Hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma (ekki hjá Símanum) kostar alltaf upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað. Það kostar 0 kr. að flytja símtöl á milli farsíma þegar bæði númerin eru hjá Símanum. Sjá nánar í verðskrá.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar breyti ég skráningu í símaskrá?

Algengar spurningar

Breyting á skráningu í símaskrá er gerð af þínum þjónustuaðila með heimasíma eða farsíma.

Ef þú vilt skrá þig í símaskrá, breyta upplýsingum um þig (eins og að setja þig bannmerkingu við símtölum frá söluaðilum, breyta heimilisfangi og slíkt) eða eyða upplýsingum um þig úr símaskrám hafðu endilega samband við okkur á netspjallinu.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Færðu ekki són í símann? eða eru skruðningar á línunni?

Algengar spurningar

Ef þú færð ekki són

Ef þú færð ekki són er ráðlegt að byrja á því að athuga eftirfarandi:

 • Er símasnúran örugglega í sambandi við veggtengilinn og símtækið?
 • Virka önnur símtæki á heimilinu ef þau eru fyrir hendi?
 • Hefur síminn virkað á þessum stað áður?

Oft og tíðum eru símtæki mjög viðkvæm fyrir rafmagnstruflunum. Ef allt rafmagn slær út getur oft myndast spenna á símtækinu þegar rafmagnið kemst aftur á sem veldur því að tækið hættir að virka.  Þú getur prófað að stinga öðru símtæki í sama símatengil til að athuga hvort það á við.

Ef þú ert með skruðninga á línunni.

Byrjaðu á því að athuga hvort símtækið er bilað. Ef þú ert með fleiri en eitt símtæki skaltu kanna hvort skruðningur sé í öllum tækjum. Ef svo er skaltu prófa að taka eitt símtæki úr sambandi og athuga hvort skruðningurinn hverfi. Kannaðu þannig öll símtækin svo hægt sé að útiloka að bilunin stafi frá þeim.

Símtæki geta verið mjög viðkvæm fyrir rafmagnstruflunum. Ef allt rafmagn slær út getur oft myndast spenna á símtækinu þegar rafmagnið kemst aftur á sem veldur því að tækið hættir að virka eða skruðningar heyrast á línunni. Þú getur prófað að stinga öðru símtæki í sama símatengil til að athuga hvort það á við.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Get ég sett símanúmerið mitt í geymslu?

Algengar spurningar

Nei, þegar númeri er sagt upp þá fer það í 3 mánaða sóttkví og svo aftur í úthlutun.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar get ég sett á hringiflutning úr heimasíma og hvað kostar það?

Algengar spurningar

Að setja á hringiflutning

Á þjónustuvefnum getur þú valið um eftirfarandi símtalsflutninga:

 • Flutningur strax
 • Flutningur ekki svarað
 • Flutningur ef á tali

Fara á þjónustuvefinn

Kostnaður

Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu: í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.

Hringiflutningur úr heimasíma fellur aldrei undir innifalda notkun í áskriftarleið sem dæmi: Hringiflutningur úr heimasíma í heimasíma eða í farsíma kostar alltaf upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað.Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar get ég skoðað notkun, sett á númeraleynd eða læst símtölum?

Algengar spurningar

Það hafa allir aðgang að þjónustuvefnum. Við mælum með rafrænum skilríkjum því þá þarftu ekki að fara í nýskráningu.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar sæki ég um Netsímann?

Netsími

Á þjónustuvefnum getur þú sótt um Netsímann. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.

Sækja um Netsímann

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar get ég fengið nýjan PIN kóða?

Netsími

Á þjónustuvefnum getur þú fengið nýjan PIN kóða fyrir Netsímann. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.

Fá nýtt lykilorð

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar get ég fengið nýtt lykilorð?

Netsími

Á þjónustuvefnum getur þú fengið nýtt lykilorð fyrir Netsímann. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.

Sækja nýtt lykilorð

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig set ég Netsímann upp í snjallsímanum?

Netsími

Sjá skjal með uppsetningu á Netsímanum fyrir snjallsíma.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað er Netsími?

Netsími

Með Netsímanum færðu íslenskt símanúmer og hringir í alla heima- og farsíma á Íslandi fyrir 0 kr. Vinir og vandamenn geta einnig hringt í þig og borga einungis fyrir venjulegt innanlands símtal. Netsíminn virkar bæði fyrir heimasíma og farsíma. Þú getur sótt um Netsímann hérna.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar get ég sagt upp Netsímanum?

Netsími

Á þjónustuvefnum getur þú sagt upp Netsímanum. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.

Segja upp Netsímanum

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig set ég upp Netsímabox fyrir tölvu?

Netsími

Hérna má finna uppsetningu á Netsímanum fyrir Grandstream- og Linksys ATA box

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er VoIP heimasíminn á öðrum stað en beinirinn?

Algengar spurningar

Flestir símar eru þráðlausir og eru með hleðslustöð sem getur verið hvar sem er í húsinu.

Við mælum því með því að færa einfaldlega hleðslustöðina frá gamla staðnum og tengja hana beint við beininn þinn.

     
 • Ef þú getur ekki fært símtækið að beini þarf að framlengja símtengilinn við heimasímann yfir í símtengil við beininn þinn.    
 •    
 • Það þarf í flestum tilfellum að fá símvirkja eða rafvirkja til að láta setja þessa uppsetningu hjá þér. Hægt er að finna lista af slíkum verktökum á heimasíðu Samtaka Rafverktaka.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig tengi ég VoIP heimasíma við beini?

Algengar spurningar

Hérna getur þú skoðað myndband af uppsetningunni.

Þú byrjar á því að tengja símasnúru í heimasímann þinn og hinn endann í græna hólfið lengst til vinstri aftan á beininum.

Hringdu í 800 5550 til að virkja heimasímann. Síminn ætti nú að vera virkur.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ertu með öryggiskerfi og ert að skipta yfir í VoIP heimasíma?

Algengar spurningar

Þá þarftu að hafa samband við öryggisfyrirtækið þitt áður en útskipting á beininum(e.router) á sér stað og fá nánari leiðbeiningar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig tengi ég VoIP heimasíma við beini?

PSTN

Hérna getur þú skoðað myndband af uppsetningunni.

Þú byrjar á því að tengja símasnúru í heimasímann þinn og hinn endann í græna hólfið lengst til vinstri aftan á beininum.

Hringdu í 800 5550 til að virkja heimasímann. Síminn ætti nú að vera virkur.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég er nú þegar með internetþjónustu hjá Símanum, hvað þarf ég að gera?

PSTN

Þá er aðgerðin frekar einföld. Þú þarft að hafa samband við okkur í síma 800 7000 og við aðstoðum þig við að klára þessa yfirfærslu. Það sem þú þarft að gera eftir að þú heyrir í okkur er að færa heimasímann úr símatengli úr vegg yfir í beini (e. router).

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
Ekkert efni til að sýna...