Aðstoðarsíður / Heimasími

Hér færðu aðstoð og leiðbeiningar fyrir heimasíma.
Veldu undirflokk
+
Velja
+

Nýtt heimasímakerfi, hvað þýðir það?

PSTN

Með nýju heimasímakerfi (e. VoIP) verður heimasíminn tengdur yfir netið þ.e.a.s. símtalið verður flutt yfir internettengingu í stað hefðbundinnar línutengingar. Allir viðskiptavinir sem eru á gamla kerfinu okkar (e. PSTN) og vilja halda sínu heimasíma geta valið:

 • Heimasíma tengdan við hefðbundinn netbeini.
 • Heimasíma með föstum hringiflutning í farsíma.
 • Farsíma.

Ef þú ert með fyrirtæki eru nokkrar leiðir í boði eða:

 • Símavist, IP kerfi Símans, a) á IP tengingu eða xDSL b) yfir 4G netbeini.
 • Borðsími tengdur við hefðbundinn netbeini.
 • Borðsími með föstum hringiflutning í farsíma.  
 • Farsími.

Ef þú hefur fengið bréf um að það eigi að loka númerinu þínu er mikilvægt að hafa strax samband við okkur í Netspjalli, í síma 800 7000 (fyrirtæki hringja í 800 4000) eða koma í næstu verslun og við aðstoðum þig við að finna leiðina sem hentar best.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvaða leiðir eru í boði ef ég er með öryggiskerfi, öryggisnúmer, neyðarsíma, lyftusíma, mæla og/eða nema á gamla kerfinu (e. PSTN) ?

PSTN

Hægt er að færa tenginguna yfir á nýja kerfið (e. VoIP) eða á farsímasamband. Nauðsynlegt er að finna bestu leiðina með viðkomandi þjónustuaðila.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvenær lokar á heimasímann/hefðbundna línur ef ég er á gamla kerfinu (e. PSTN)?

PSTN

Búið er að loka fyrir allar nýskráningar og hófst vinnan við að loka ákveðnum símstöðvum 1. október 2020.  Hérna má sjá nánar um áfangaskiptingu og tímasetningar.  

Við látum alla viðskiptavini okkar vita áður en lokað er fyrir heimasímann með bréfi.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég er með nettengingu hjá Símanum, hvað þarf ég að gera?

PSTN

Breytingin hefur enga áhrif á nettenginguna þína en þú þarft að hafa samband við okkur og við aðstoðum þig við að færa heimasímann úr símatenglinum úr vegg yfir í beini (e.router).

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig tengi ég VoIP heimasíma við beini?

PSTN

Hérna getur þú skoðað myndband af uppsetningunni.

Þú byrjar á því að tengja símasnúru í heimasímann þinn og hinn endann í græna hólfið lengst til vinstri aftan á beininum.

Hringdu í 800 5550 til að virkja heimasímann. Síminn ætti nú að vera virkur.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað kostar símtalsflutningur?

Algengar spurningar

Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu: í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.

Hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma öðrum en hjá Símanum fellur aldrei undir innifalda notkun í áskriftarleið sem dæmi: Hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma (ekki hjá Símanum) kostar alltaf upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað. Það kostar 0 kr. að flytja símtöl á milli farsíma þegar bæði númerin eru hjá Símanum. Sjá nánar í verðskrá.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig set ég á númeraleynd?

Algengar spurningar

Númeraleynd er sett á þjónustuvefnum.

Nánar á þjónustuvefnum

Þú getur notað skammtíma númerabirtingu í stökum hringingum og þá birtist númerið þitt hjá þeim sem þú hringir í: #31# og símanúmerið.

Ef þú ert með leyninúmer, þá er númerið þitt hvorki skráð í símaskrá, né gefið upp hjá þeim sem veit upplýsingar um símanúmer. Jafnframt þá sést númerið þitt ekki á númerabirtinum hjá þeim sem þú hringir í.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar get ég sett á hringiflutning úr heimasíma og hvað kostar það?

Algengar spurningar

Að setja á hringiflutning

Á þjónustuvefnum getur þú valið um eftirfarandi símtalsflutninga:

 • Flutningur strax
 • Flutningur ekki svarað
 • Flutningur ef á tali

Fara á þjónustuvefinn

Þú getur einnig sett á hringiflutning í símanum sjálfum:

 • Hringiflutningur, allar hringingar. Sláðu inn *21*símanúmer#  - afvirkjun #21#
 • Hringiflutningur, ef ekki er svarað. Sláðu inn *61*símanúmer# - afvirkjun #61#
 • Hringiflutningur, frá síma sem er á tali. Sláðu inn  *69*símanúmer# - afvirkjun #69#
 • Ekki svarað eftir ákveðinn tíma. Sláðu inn  *61*símanúmer*tími#  - afvirkjun #61# - Tími eru þá eftir hversu margar sekúndur símtalið flyst.

Kostnaður

Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu: í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.

Hringiflutningur úr heimasíma fellur aldrei undir innifalda notkun í áskriftarleið sem dæmi: Hringiflutningur úr heimasíma í heimasíma eða í farsíma kostar alltaf upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Færðu ekki són í símann? eða eru skruðningar á línunni?

Algengar spurningar

Ef þú færð ekki són

Ef þú færð ekki són er ráðlegt að byrja á því að athuga eftirfarandi:

 • Er símasnúran örugglega í sambandi við veggtengilinn og símtækið?
 • Virka önnur símtæki á heimilinu ef þau eru fyrir hendi?
 • Hefur síminn virkað á þessum stað áður?

Oft og tíðum eru símtæki mjög viðkvæm fyrir rafmagnstruflunum. Ef allt rafmagn slær út getur oft myndast spenna á símtækinu þegar rafmagnið kemst aftur á sem veldur því að tækið hættir að virka.  Þú getur prófað að stinga öðru símtæki í sama símatengil til að athuga hvort það á við.

Ef þú ert með skruðninga á línunni.

Byrjaðu á því að athuga hvort símtækið er bilað. Ef þú ert með fleiri en eitt símtæki skaltu kanna hvort skruðningur sé í öllum tækjum. Ef svo er skaltu prófa að taka eitt símtæki úr sambandi og athuga hvort skruðningurinn hverfi. Kannaðu þannig öll símtækin svo hægt sé að útiloka að bilunin stafi frá þeim.

Símtæki geta verið mjög viðkvæm fyrir rafmagnstruflunum. Ef allt rafmagn slær út getur oft myndast spenna á símtækinu þegar rafmagnið kemst aftur á sem veldur því að tækið hættir að virka eða skruðningar heyrast á línunni. Þú getur prófað að stinga öðru símtæki í sama símatengil til að athuga hvort það á við.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar breyti ég skráningu í símaskrá?

Algengar spurningar

Þú getur haft samband við Símann til þess að skrá bannmerkingu, breyta heimilisfangi eða eyða út upplýsingum úr upplýsingaveitugrunni. Einnig er hægt að hafa samband við viðeigandi upplýsingaveitu ef um sérstakar fyrirspurnir eru að ræða  t.d. skrá starfsheiti eða opnunartíma fyrirtækis.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Get ég sett símanúmerið mitt í geymslu?

Algengar spurningar

Nei, þegar númeri er sagt upp þá fer það í 3 mánaða sóttkví og svo aftur í úthlutun.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar get ég skoðað notkun, sett á númeraleynd eða læst símtölum?

Algengar spurningar

Það hafa allir aðgang að þjónustuvefnum. Við mælum með rafrænum skilríkjum því þá þarftu ekki að fara í nýskráningu.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað er Netsími?

Netsími

Með Netsímanum færðu íslenskt símanúmer og hringir í alla heima- og farsíma á Íslandi fyrir 0 kr. Vinir og vandamenn geta einnig hringt í þig og borga einungis fyrir venjulegt innanlands símtal. Netsíminn virkar bæði fyrir heimasíma og farsíma. Þú getur sótt um Netsímann hérna.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar sæki ég um Netsímann?

Netsími

Á þjónustuvefnum getur þú sótt um Netsímann. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.

Sækja um Netsímann

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar get ég fengið nýtt lykilorð?

Netsími

Á þjónustuvefnum getur þú fengið nýtt lykilorð fyrir Netsímann. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.

Sækja nýtt lykilorð

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar get ég fengið nýjan PIN kóða?

Netsími

Á þjónustuvefnum getur þú fengið nýjan PIN kóða fyrir Netsímann. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.

Fá nýtt lykilorð

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar get ég sagt upp Netsímanum?

Netsími

Á þjónustuvefnum getur þú sagt upp Netsímanum. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.

Segja upp Netsímanum

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig tengi ég VoIP heimasíma við beini?

Algengar spurningar

Hérna getur þú skoðað myndband af uppsetningunni.

Þú byrjar á því að tengja símasnúru í heimasímann þinn og hinn endann í græna hólfið lengst til vinstri aftan á beininum.

Hringdu í 800 5550 til að virkja heimasímann. Síminn ætti nú að vera virkur.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ertu með öryggiskerfi og ert að skipta yfir í VoIP heimasíma?

Algengar spurningar

Þá þarftu að hafa samband við öryggisfyrirtækið þitt áður en útskipting á beininum(e.router) á sér stað og fá nánari leiðbeiningar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er VoIP heimasíminn á öðrum stað en beinirinn?

Algengar spurningar

Flestir símar eru þráðlausir og eru með hleðslustöð sem getur verið hvar sem er í húsinu.

Við mælum því með því að færa einfaldlega hleðslustöðina frá gamla staðnum og tengja hana beint við beininn þinn.

     
 • Ef þú getur ekki fært símtækið að beini þarf að framlengja símtengilinn við heimasímann yfir í símtengil við beininn þinn.    
 •    
 • Það þarf í flestum tilfellum að fá símvirkja eða rafvirkja til að láta setja þessa uppsetningu hjá þér. Hægt er að finna lista af slíkum verktökum á heimasíðu Samtaka Rafverktaka.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig set ég upp Netsímabox fyrir tölvu?

Netsími

Hérna má finna uppsetningu á Netsímanum fyrir Grandstream- og Linksys ATA box

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig set ég Netsímann upp í snjallsímanum?

Netsími

Sjá skjal með uppsetningu á Netsímanum fyrir snjallsíma.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
Ekkert efni til að sýna...