Heimasími

Vantar þig aðstoð?

Hér færðu aðstoð og leiðbeiningar fyrir heimasímaþjónustu Símans. Ef þig vantar frekari upplýsingar, hafðu þá samband og við leysum málið með þér.

Úrlausn mála

Þjónustuver Símans og verslanir taka við öllum beiðnum um flutning á heimasíma. Einnig er hægt að ganga frá flutningi á heimasíma í gegnum þjónustuvefnum okkar.

Upplýsingar fyrir flutning.

Þú þarft að vita hvaða símanúmer var í húsinu eða íbúðinni áður en þú fluttir inn. Ástæðan er sú að tæknimenn okkar þurfa að vita hvar þeir eiga að tengja heimasímann og það geta þeir séð út frá fyrra númeri húsnæðis.

Allar breytingar á skráningu í Símaskrá fara fram hjá þeim aðilum sem veita slíka þjónustu.

Ef þú vilt fá númerið þitt skráð sem leyninúmer hjá Símanum þá getur þú haft samband við þjónustuver Símans 800 7000 eða komið við í verslunum okkur. Með leyninúmeri er komið í veg fyrir að símanúmerið sé skráð í Símaskrá og upplýsingar veittar um það af þjónustuaðilum á borð við 1800, 1818, 1819 osfrv.

Færð ekki són á símann

Ef þú færð ekki són er ráðlegt að byrja á því að athuga eftirfarandi:

  • Er veggtengillinn örugglega í sambandi?
  • Virka önnur símtæki á heimilinu ef þau eru fyrir hendi?
  • Hefur síminn virkað á þessum stað áður?

Oft og tíðum eru símtæki mjög viðkvæm fyrir rafmagnstruflunum. Ef allt rafmagn slær t.d. út getur oft myndast spenna á símtækinu þegar rafmagnið kemst aftur á sem veldur því að tækið hættir að virka. Þess vegna er kjörið að kanna hvort símtækið hafi bilað með því að prófa annað símtæki í sama símatengli ef sá valkostur er fyrir hendi.

Skruðningar á línunni

Ef skruðningar eru á línunni hjá þér er ráðlegt að byrja á því að athuga eftirfarandi: Ef fleiri en eitt símtæki eru á heimilinu skaltu kanna hvort skruðningur er í öllum símtækjunum. Ef svo er geturðu prófað að taka eitt símtæki úr sambandi og athuga hvort skruðningurinn hverfi. Kannaðu þannig öll símtækin svo þú getir útilokað að bilunin stafi frá einhverju þeirra.

Símtæki geta verið mjög viðkvæm fyrir rafmagnstruflunum. Ef allt rafmagn slær t.d. út getur oft myndast spenna á símtækinu þegar rafmagnið kemst aftur á sem veldur því að tækið hættir að virka eða skruðningar heyrast á línunni. Þess vegna er kjörið að kanna hvort símtækið hafi bilað með því að prófa annað símtæki í sama símatengli ef sá valkostur er fyrir hendi. Þetta getur sparað mikinn tíma og fyrirhöfn.

Síminn beinir öllum ábendingum er varða símaónæði til lögreglunnar á viðkomandi svæði.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.