Aðgerðir fyrir heimasíma

Þjónusta í boði fyrir heimasíma

Hér færðu aðstoð og leiðbeiningar fyrir heimasímaþjónustu Símans. Ef þig vantar frekari upplýsingar, hafðu þá samband og við reynum að leysa málið með þér.

Lásar og skammvalsminni

Lýsing Aðgerð
Gera kóðalásinn virkan
*33* lykilnúmer#
Gera kóðalásinn óvirkan
#33* lykilnúmer#

Ef rangt lykilnúmer hefur verið stimplað inn þrisvar sinnum eða oftar er ekki hægt að taka lásinn af. Þá þarf að hringja í þjónustuver Símans 8007000 og biðja um að taka lásinn af þannig þú getir aftur reynt að stimpla kóðann inn.

Ef þú hefur gleymt lykilnúmerinu fyrir kóðalás og ert rétthafi númersins, þá geturðu komið í verslun Símans og fengið það uppgefið.

Til hvers læsingar?

Þar sem margir notendur eru um sama síma kann að vera hentugt fyrir rétthafa símanúmers að geta takmarkað hringingar með læsingu. Læsing hindrar ákveðnar tegundir símtala og auðveldar rétthafa að stýra símanotkun, t.d. að læsa fyrir símtöl til útlanda eða í 900-númer sem eru dýrari en símtöl í heimilissíma.

Tegundir læsinga

Föst læsing. Rétthafi símans getur læst ákveðnum flokki númera. Læsingum þarf að segja upp skriflega í verslunum eða á Þjónustuvef.

Læsing með lykilnúmeri. Rétthafi símanúmers velur fjögurra stafa lykilnúmer og getur með því stýrt læsingum. Tíu númera skammvalsminni fylgir læsingu með lykilnúmeri og er hægt að hafa tíu númer opin. Þetta hentar t.d. þeim sem vilja læsa fyrir hringingar í farsíma almennt en vilja geta hringt í ákveðin farsímanúmer, t.d. vina og ættingja. Til að tengja skammval þarf að opna læsingu, setja inn skammvalið og læsa aftur.

Aðgerð Lýsing
Tenging
*33* lykilnúmer#
Aftenging
#33* lykilnúmer#

Með skammvalsminni getur þú sett númer í minni, t.d. þau sem þú hringir oftast í, og þarft þá aðeins að ýta á 3-4 takka til að hringja í þau. Hægt er að hafa læst símanúmer í skammvalsminni ef það er sett í skammval áður en læsing er framkvæmd.

Aðgerð Lýsing
Til að tengjast
*51* skammvalsnúmer * símanúmer#
Til að aftengjast
#51* skammvalsnúmer #
Til að hringja
**skammvalsnúmer

Númeraþjónusta

Þú getur endurvalið síðasta númer sem hringt var í með því einu að ýta á tvo takka. Notkun: Ýttu á *0 til að endurvelja síðasta númer.

Númer þess sem hringir sést á númerabirti hjá þeim sem hringt er í. Þú getur notað skammtíma númeraleynd í stökum hringingum og þá birtist númerið þitt ekki hjá þeim sem þú hringir í: *31* og símanúmerið sem hringt er í.

Til að númerabirting virki þarftu að sækja um þjónustuna hjá Símanum og vera með símtæki sem er með númerabirti eða annað númerabirtingartæki sem tengist við símtækið. Hægt er að virkja númerabirtingu á þjónustuvefnum.

Virkja númerabirtingu

Númerið sem hringt er úr sést ekki á númerabirti hjá þeim sem hringt er í. Þú getur notað skammtíma númerabirtingu í stökum hringingum og þá birtist númerið þitt hjá þeim sem þú hringir í: *31* og símanúmerið.

Ef þú ert með leyninúmer, þá er númerið þitt hvorki skráð í símaskrá, né gefið upp hjá þeim sem veit upplýsingar um símanúmer. Jafnframt þá sést númerið þitt ekki á númerabirtinum hjá þeim sem þú hringir í.

Virkja númeraleynd

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.