Tengdur í beini

Undirbúningur

Hér er að finna leiðbeiningar um hvernig tengja skal heimasíma í gegnum beini (router). Tvær mögulegar uppsetningar á búnaði eru sýndar, skoðaðu vel hvernig aðstæður eru á þínu heimili áður en þú velur viðeigandi leið.

Eftirfarandi þarf að vera til staðar svo að þú getir tengt heimasímann þinn:

1. Beinir sem styður sjálfvirka auðkenningu, t.d.

Technicolor 789vac beinir

Thomson 789vn1 beinir

2. Símasnúra með réttu tengi.

3. Símtæki sem styður tengingu í gegnum beini.

Ef þú ert ekki með rétta gerð af snúru eða beini (router) getur þú kíkt í næstu verslun Símans eða til endursöluaðila, eða haft samband við þjónustuver Símans í síma 8007000 og við leysum málið.

Ef þú þarft að uppfæra símtækið getur þú kíkt á vefverslun Símans og skoðað úrvalið af heimasímum

Ath. Ef öryggiskerfi er til staðar á heimilinu þarftu að hafa samband við öryggisfyrirtækið áður en útskipting á beini á sér stað og fá nánari leiðbeiningar.

Ef splitter er tengdur við netbeininn skal ekki fjarlægja hann.

Uppsetning 1

Beinirinn minn er staðsettur við símatengil í íbúðinni. (Algengt fyrirkomulag í fjölbýlishúsum).

Með splitter Taktu snúruna sem tengist símtækinu úr sambandi við splitterinn (í tengi merkt Phone) og tengdu í annað af tveimur grænu portunum á beininum.

Án splitter Tengdu símtækið við beininn eins og sýnt er á skýringarmyndinni.

  • Endurræstu beininn (ON/OFF rofinn er aftan á beininum).
  • Hinkraðu þar til beinirinn hefur ræst sig (getur tekið allt að 15 mínútur).
  • Til þess að virkja heimasímann þarf að hringja úr honum í númerið 800 5550.
Ef þú lendir í vandræðum hringirðu í Tæknilega aðstoð í síma 800 7000.

Uppsetning 2

Beinirinn minn er staðsettur við inntak.(Algengt fyrirkomulag í einbýlishúsum).

Með splitter Taktu snúruna úr tenginu sem er merkt Phone á splitternum og færðu í annað af tveimur grænu portunum á beininum.

Án splitter Tengdu símtækið við beininn eins og sýnt er á skýringarmyndinni.

  • Endurræstu beininn (ON/OFF rofinn er aftan á beininum).
  • Hinkraðu þar til beinirinn hefur ræst sig (getur tekið allt að 15 mínútur).
  • Til þess að virkja heimasímann þarf að hringja úr honum í númerið 800 5550.
Ef þú lendir í vandræðum hringirðu í Tæknilega aðstoð í síma 800 7000.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.