Hringiþjónusta

Þjónusta í boði fyrir heimasíma

Hér færðu aðstoð og leiðbeiningar vegna ýmiskonar hringiþjónustu fyrir heimasíma. Ef þig vantar frekari upplýsingar, hafðu þá samband og við reynum að leysa málið með þér.

Hringiþjónusta

Panta verður áminningu úr símanum sem hringja á í. Hringiflutningur hefur ekki áhrif á áminningu. *Áminningar eru ekki í boði fyrir síma í beini (voip).

Lýsing Tengjast Aftengjast Útskýring
Áminning tímabundin *56*tími* fjöldi daga# #56#
Síminn vekur þig eða minnir á áríðandi fund á hverjum degi í allt að 99 daga í röð
Áminning kerfisbundin *57*tími*kerfi# #57#
Síminn vekur þig eða minnir á áríðandi fund eftir ákveðnu kerfi *
Áminning stök *55*tími# #55*tími#
Samskonar þjónusta og kynnt er hér fyrir ofan nema hvað aðeins er hægt að stilla eina vakningu í einu. Dæmi: vakning stillt á fimm mínútur fyrir sjö: *55*0655#

* 1 = alla mánudaga, 2 = alla þriðjudaga, 3 = alla miðvikudaga, 4 = alla fimmtudaga, 5 = alla föstudaga, 6 = alla laugardaga, 7 = alla sunnudaga, 8 = alla virka daga 9 = alla daga.

Síminn hringir sjálfkrafa í fyrirfram ákveðið númer þegar símtólið er tekið upp. Mikið öryggi getur falist í þessu, t.d. fyrir þá sem skyndilega þurfa hjálp en eiga erfitt með að hringja. *Bein lína er ekki í boði fyrir síma í beini (voip).

Lýsinga Útskýring
Bein lína strax
Síminn hringir í fyrirfram ákveðið númer um leið og símtólið er tekið upp. Starfsmenn Símans tengja og aftengja þjónustuna.
Bein lína eftir 6 sekúndur
Síminn hringir í fyrirfram ákveðið númer 6 sekúndum eftir að símtólið er tekið upp. Hægt er að hringja í hvaða númer sem er innan þess tíma.

Símtal bíður

Þú heyrir tvo stutta tóna ef hringt er á meðan þú ert í símanum. Þá getur þú lokið símtalinu og svarað þeim sem er að hringja eða geymt viðmælanda þinn á meðan þú svarar. Með símtalavíxl er hægt að tala við viðmælendur til skiptis.

Notkun: Veldu R2 til að skipta á milli viðmælenda.

 • Tenging: *43#
 • Aftenging: #43#

Hafðu í huga að þú þarft að tengja þjónustuna ef þú vilt vera var við þegar hringt er í þig meðan þú ert að tala.

Viðmælandi geymdur

Þú getur geymt viðmælandann á meðan þú hringir annað. Sá sem bíður heyrir ekki hitt símtalið.

Veldu R og númer seinni viðmælanda. Veldu R1 og samband fæst aftur við fyrri viðmælanda en slitnar um leið við þann seinni. Veldu R3 til að tala við báða samtímis.

Símtalavíxl

Þú getur skipt milli tveggja viðmælenda eins oft og þú vilt með því að ýta á tvo takka. Sá sem bíður hverju sinni heyrir ekki hitt símtalið.

Notkun:

 • Veldu R. Veldu númer seinni viðmælanda.
 • Veldu R2 í hvert sinn sem þú skiptir á milli viðmælenda.
 • Veldu R3 til að tala við báða samtímis.

Þriggja manna tal

Þú getur komið á þriggja manna samtali. Viðmælendur heyra hver í öðrum og geta verið hvar sem er á landinu eða jafnvel hvor í sínu landi. Tvö símtöl eru gjaldfærð og sá sem hringir greiðir fyrir þau.

Notkun:

 • Veldu fyrra númerið og þegar svarar velurðu R.
 • Veldu seinna númerið. Þegar svarar velurðu R3 og talar við báða.

Þegar R-skipanir eru notaðar er gott að hafa eftirfarandi í huga:

 • * R1 slítur sambandi.
 • * R2 skiptir á milli tveggja viðmælenda.
 • * R3 tengir þriðja viðmælanda við símtal.

Símtal pantað í númer á tali. Hægt er að eiga pantað símtal í allt að fimm númer í einu. Notkun: Þegar númerið losnar hringir síminn hjá þér og þegar þú tekur upp símtólið hringir sjálfkrafa í númerið sem þú pantaðir símtal í og áður var á tali. *Símtalspöntun er ekki í boði fyrir síma í beini (voip).

Lýsing Aðgerð
Tenging
Ýttu á 5 og bíddu eftir staðfestingu (frá talvél)
Athuga hvort þjónustan sé virk
Allar pantanir: *#37#
Ákveðið númer: *#37# símanúmerið #
Aftenging
Allar pantanir: #37#
Ákveðið númer: #37*
símanúmerið #
 • Símtalspöntun virkar ekki ef sá sem hringt er í hringir aftur innan 5 sekúndna
 • Eigir þú átt pantað símtal og svarar ekki innan 10 sek. þegar hringir hjá þér er reynt aftur eftir 3 mín. Svarir þú ekki þá eyðist pöntunin.
 • Ef þú átt pantað símtal og það er á tali hjá þér þegar númerið losnar er beðið í 3 mín. og síðan reynt aftur. Ef enn er á tali hjá þér þá er pöntuninni eytt.
 • Ef þú pantar símtal og viðkomandi leggur ekki á innan 45 mín. eyðist pöntunin.
 • Ekki er hægt að panta símtal í eða frá númerum sem eru í GSM-kerfinu, NMT-kerfinu, í útlöndum eða innan PBX-símstöðva.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.