Grandstream

Uppsetning á ATA boxi

Hægt er að nota Tölvusímann með hefðbundnu POTS símtæki en til þess þarf að nota svokölluð ATA Box. Hér eru leiðbeiningar um hvernig Grandstream boxið er sett upp svo að hægt sé að nota hefðbundið POTS símtæki við tölvusímann.

Í upphafi

Pakkningin utan um tölvusímaboxið á að innihalda eftirfarandi:

 • ATA boxið
 • Spennubreytir, 100 - 240 volt
 • Netsnúru (bláa)

Að auki þarftu POTS símtæki og símasnúru (gráa).

Tengingar

Byrja skal á því að tengja boxið við rafmagn með spennubreytinum. Því næst skal tengja netsnúruna í boxið (merkt Internet) og hinn endann við beini (router) eða í nettengil sem tengdur er við internetið. Að lokum þarf að tengja hefðbundið símtæki í boxið (merkt Phone) með símasnúru.

Til þess að geta sett boxið upp verður tölva að vera tengd sama beini eða neti (með snúru eða þráðlaust) og boxið er tengt við.

Leiðbeiningar

 1. Til að komast inn á boxið þarf að slá inn 3 stjörnur, *** á takkaborði símans sem er tengdur við boxið.
 2. Því næst heyrist rödd sem biður um að valin sé aðgerð (röddin talar ensku). Þá á að slá inn á takkaborði símans eftirfarandi skipun: 02 (hægt er að endurtaka aðgerðina til að hlusta aftur).
 3. Við þetta les röddin upp IP-tölu sem notuð er til að tengjast boxinu (gott er að skrifa töluna niður). Dæmi um IP-tölu: 192.168.10.1
 4. Nú þarf að fara í tölvuna sem er tengd við sama net og boxið og opna vafra, t.d. Internet Explorer eða Firefox.
 5. Næst er IP-talan sem lesin var upp slegin inn í vafrann. Fyrir framan IP-töluna á að standa http://
 6. Ef rétt IP-tala var valin og tölvan er tengd sama neti og boxið (í sambandi við sama router (beini), þá ætti að opnast vefsíða fyrir uppsetningu á boxinu.
 7. Sláðu inn lykilorðið: admin
 8. Veldu flipann FXS Port.
 9. Fylltu út í formið eftirfarandi upplýsingar:
  • Primary SIP Server: tolvusiminn.siminn.is
  • SIP User ID: Símanúmerið þitt
  • Authenticate ID: Símanúmerið þitt
  • Authenticate Password: Lykilorðið þitt
 10. Athugið að mikilvægt er að þessi stilling sé virk.
 11. Neðst á síðunni skal velja Update.
 12. Þá ættu stillingarnar að vistast og skal að lokum velja Reboot.

Númerabirting

Til að virkja númerabirtingu þarf fara í FXS PORT möguleikann og stilla eftirfarandi:

 • SLIC Setting: EUROPEAN CTR21
 • Caller ID Scheme: DTMF Denmark prior to ringing no DTAS no LR

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.