Símtalsflutningur

Að flytja símtöl

Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu: í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.

Aðgerðir*

Tengjast Aftengjast Lýsing
Hringiflutningur, allar hringingar *21* símanúmer# #21#
Þú getur vísað öllum hringingum í númerið, í annað númer
Hringiflutningur, ef ekki er svarað. *61* símanúmer# #61#
Þú getur vísað hringingum í númerið í annað númer ef ekki er svarað.*
Hringiflutningur, frá síma sem er á tali *69* símanúmer# #69#
Þú getur vísað öllum hringingum í númerið í annað númer ef það er á tali

* Þú ræður hversu langur tími (5, 10, 15, 20, 25, 30 eða 35 sek.) líður áður en hringing flyst: *61*símanúmer*tími# Veljir þú ekki tíma stillist sjálfkrafa á 15 sek.

Lokað fyrir hringiflutning*

Lokað er fyrir að hringingar séu fluttar í viðkomandi númer.
Lokað er fyrir hringingar frá leyninúmeri.
Lokað er fyrir að hringt sé í viðkomandi númer úr leyninúmeri.
*Ekki í boði fyrir síma í beini (voip).

  • Tenging *15#
  • Aftenging #15#

Veldu *#15# til að kanna stöðu.

Lokað fyrir hringingar í / úr númeri

Rétthafi getur látið loka fyrir hringingar úr símanúmeri (eða númerum) sem hann er skráður fyrir. Einnig lokast fyrir hringingar í 112.

Rétthafi getur látið loka fyrir hringingar í símanúmer sem hann er skráður fyrir.

Sérþjónusta ISDN sem þarf ekki að panta

Hringiflutningur Tenging Aftenging
Allar hringingar *21*símanúmer*0#
#21*0#
Frá síma á tali *67*símanúmer*0#
#67*0#
Er ekki svarað *61*símanúmer*0#
#61*0#

Sérþjónusta ISDN sem þarf að panta og er gegn greiðslu

Þjónusta Tenging Aftenging
Símtal flutt í fyrirfram ákveðið númer *22*0#
#22*0#
Hringingin flyst í fyrirfram ákveðið númer ef ekki svarað *63*0#
#63*0#
Hringingin flyst í fyrirfram ákveðið númer sé á tali *65*0#
#65*0#
Læsingar með lykilnúmeri *33*lykilnúmer*0#
#33*lykilnúmer*0#

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.