Internet

Getum við aðstoðað?

Hér færðu aðstoð og leiðbeiningar fyrir internetþjónustu Símans. Ef þig vantar frekari upplýsingar, hafðu þá samband og við leysum málið með þér.

Úrlausn mála

Ef þú ert með nettengingu hjá Símanum og ert að flytja þá geturðu beðið um flutning á tengingunni á þjónustuvefnum, hringt í 800 7000 eða komið í næstu verslun Símans. Það tekur 3-5 virka daga að flytja símanúmer (ef þú ert með númerið sem var tengt fyrir í íbúðinni), en 5 til 7 daga að flytja internettengingu. Passa verður upp á að tengja smásíur með sama hætti og á gamla staðnum.

Til þess að vernda öryggi lykilorðs þíns getur þú ekki fengið það uppgefið í gegnum síma. Þú getur hins vegar nálgast það inni á þjónustuvefnum, fengið það sent í bréfapósti á heimili rétthafa, eða komið í verslun Símans og fengið lykilorðið uppgefið gegn framvísun skilríkja.

Ef ADSL-beinirinn (e. router) er búin að vera í gangi í marga daga er gott að endurræsa hann. Það sama á við um sjónvarpsmyndlykil, en allur tölvubúnaður hefur gott af því að vera endurræstur af og til.

Beinirinn (e. router) þarf að vera búinn nýjustu uppfærslunni. Uppfærslur eru mikilvægar þar sem þær eru sérstaklega gerðar til að bæta þjónustu og auka stöðugleika kerfisins.

Ethernet-snúrur (einnig nefndar tölvukapall, Cat5 og lan-snúra) eru oft gerðar á staðnum. Stundum eru tengin framan á snúrunni (glæru kubbarnir, RJ-45) ekki nógu vel hert og eiga vírarnir því til að renna úr tenginu.

  • Byrja á því að ýta snúrunni betur upp í tengin.
  • Til að ganga úr skugga um hvort vandamálið tengist snúrunni er gott að skipta um snúru ef mögulegt er.

Algengasta lausnin er að endurræsa beini og tölvu og athuga hvort samband komist ekki á við það. Ef um nýja tengingu er að ræða þarf að athuga hvort smásía sé tengd við beini. Smásíur eiga aðeins að tengjast við síma og beinir á að fá hreint samband við inntakið.

Athugið einnig hvaða ljós eru í gangi á beininum:

  • Ekkert ljós - Athuga hvort hann sé rétt tengdur við rafmagn eða hvort hann sé að fá nóg rafmagn.
  • Rautt/Appelsínugult Power-ljós (SpeedTouch 585) - Prufa að slökkva á honum í smá stund og kveikja svo aftur.
  • Sync/DSL ljós úti eða blikkandi - Athuga þarf hvort beinir sé rétt tengdur við inntak, prufa að taka alla síma úr sambandi og aðeins hafa beininn í sambandi (hann má ekki tengjast í gegnum smásíu).

Þetta kemur fyrir þegar rafmagnið við beininn dettur út í skamma stund. Það ætti að vera nóg að slökkva á honum og kveikja síðan aftur eftir nokkrar mínútur. Athugaðu að getur tekið beininn rúma mínútu að komast í gang aftur. Ef vandræðin eru viðvarandi skaltu hafa samband við Þjónustuver Símans í síma 800 7000.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.