Netvarinn

Aukið netöryggi

Netvarinn er öflugt tæki sem útilokar óæskilegt efni á netinu og er góð viðbót við vírusvarnir og öryggisforrit. Ef þú ert með GSM áskrift, Frelsi og/eða Internetáskrift hjá okkur, býðst þér Netvarinn án aukagjalds.

Hér má finna svör við algengum spurningum varðandi Netvarann.

Spurt og svarað

Netvarinn kostar ekkert aukalega og býðst öllum viðskiptavinum okkar með GSM áskrift, Frelsi og/eða Internetáskrift.

Hægt er að virkja Netvarann á þjónustusíðum, Þjónustuvef Símans eða Mínu Frelsi.

Til að afvirkja Netvarann eða minnka síu:

  • Frelsi: Slá þarf inn lykilnúmer aðalgreiðslumiðils á Mínu Frelsi
  • Áskrift – Einstaklingar: Í boði á Þjónustuvef einstaklinga
  • Áskrift – Fyrirtæki: Í boði á Þjónustuvef fyrirtækja

Þú virkjar Netvarann á Þjónustuvef Símans eða Mínu Frelsi.

Netvarinn virkar miðlægt á allan búnað sem tengist neti heimilisins eða í gegnum t.d. 3G/4G netbeini. Svarið er því nei, ef tölvurnar tengjast sama neti.

Við erum að vinna í því að bæta þessari þjónustu við. Eins og sakir standa er það hins vegar ekki hægt.

Sendu póst á 8007000@siminn.is og við komum óskum þínum á framfæri. Við erum mjög ánægð með það þegar viðskiptavinir okkar senda ábendingar um slíkar síður.

Nei, Netvarinn virkar miðlægt, rétt eins og Netvarinn fyrir fastlínu.

Netvarinn virkar miðlægt, sem þýðir að hann virkar óháð endabúnaði. Hafirðu virkjað Netvarann á tiltekinni nettengingu (farsíma eða fastlínu), virkar hann á öll þau tæki sem nýta umrædda tengingu til að fara á netið.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.