Öryggispakkinn

Uppsetning á Öryggispakkanum

Öryggispakki Símans (Trend Micro) inniheldur vírusvörn, ruslpóstsíu, eldvegg og gerir þér kleift að setja upp mismunandi aðgangsstýringar að ákveðnu efni á netinu. Hér geturðu fengið leiðbeiningar um uppsetningu á honum.

Sækja uppsetningarskrána

Þegar þú hefur sótt Öryggispakkann opnast innskráningarsíðan.

 1. Skráðu notandanafnið þitt og lykilorð, sama notandanafn og lykilorð og þú notar sem auðkenningu fyrir internettenginguna þína. Oftast er þetta sama netfang og fyrir simnet.is netfangið þitt.
 2. Smelltu á Kaupa til að fá lykilinn þinn (Serial Number).
 3. Síðan þarftu að smella á Ná í forrit og hlaða uppsetningarforritinu niður.

Uppsetning

 1. Smelltu á skrána sem þú varst að hlaða niður til að hefja uppsetningarferlið.
 2. Smelltu á Next. Þá er spurt hvar þú viljir setja forritið upp í tölvunni. Svaraðu því og smelltu á Next.
 3. Þá ertu boðin(n) velkomin(n) í uppsetninguna á Trend Micro 14. Smelltu á Next.
 4. Skilmálar birtast. Hakaðu við I accept the terms in the license agreement og smelltu á Next.


Nú ætti að birtast gluggi sem á stendur Scanning. Trend Micro skannar hvort einhverjir vírusar finnast á tölvunni áður en uppsetningu lýkur. Ef vírusar finnast þá er þeim eytt út.

Þegar Trend hefur lokið við að skanna tölvuna er beðið um Serial Number. Það er númerið sem þú fékkst í lið eitt í þessum leiðbeiningum. Smelltu á Next þegar þú ert búin(n) að gefa upp númerið.

Lokið við uppsetning

Núna birtist gluggi sem sýnir þér hvar Trend Micro kemur til með að vera á tölvunni þinni. Ekki breyta neinu þarna. Smelltu á Next. Þá birtist þessi gluggi:

 • Gakktu úr skugga um að græni punkturinn sé í Full og smelltu svo á Next.
 • Smelltu síðan á Install.

Þegar uppsetningunni er lokið birtist þessi gluggi:

Gakktu úr skugga um að hakað sé við Restart og smelltu síðan á Finish.

Stillingar á Trend Micro

Þegar tölvan hefur keyrt sig upp aftur birtist þessi gluggi (hann miðast við XP, skilaboðin eru svipuð í öðrum Windows útgáfum).

Þetta er eldveggurinn sem fylgir með forritinu. Notendur eru spurðir hvort þjónustan megi hafa samband út á netið. Spurt er einu sinni fyrir hverja þjónustu, t.d. netleiki, vafra, póstforrit o.s.frv. og þarf að smella á Allow Connection eða Deny Connection eftir því hvort á við. Í tilfellinu hér að ofan á að smella á Allow Connection þar sem þetta er Windows sem er að reyna að hafa samband út á netið.

Næst skal keyra upp forritið. (Það á að vera lítil blá og hvít píla neðst í hægra horni tölvunnar þar sem klukkan er.) Hægt er að smella á hana eða opna Start > All programs og finna þar Trend Micro möppuna.

 • Þá birtist gluggi sem segir
 • Hakaðu í Do not remind me again og veldu síðan Ok.

Hér skal velja Register Now. Þá birtist þessi gluggi:

Hér skal fylla út reitina sem merktir eru með stjörnu. Taka svo hökin úr þremur neðstu kössunum og haka við I agree with the Legal notice and privacy statement. Smella síðan á Preview.

 • Hérna skal fara yfir upplýsingarnar og smella svo á Submit.
 • Smelltu á OK og bíddu eftir næsta glugga. Ekki smella aftur á Submit.
 • Nú er búið að skrá öryggispakkann. Lokaðu glugganum.

Opnaðu aftur aðalvalmynd öryggispakkans.

 • Hér skal smella á Update Now.
 • Þá opnast gluggi þar sem þú smellir á Yes.
 • Eftir að uppfærslu er lokið biður Trend þig um að endurræsa tölvuna. Smelltu á Yes.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.