Þráðlaust net

Notkun þráðlausra neta

Hér má finna leiðbeiningar fyrir uppsetningu á þráðlausu neti og svör við helstu spurningum vegna vandamála sem geta komið upp vegna þeirra. Við hvetjum einnig notendur til að kynna sér góð ráð um notkun þráðlausra neta.

Uppsetning fyrir stýrikerfi

Að tengjast þráðlausu neti

Til að geta tengst þráðlausu neti þarftu þráðlaust netkort og beini sem styður þráðlaust samband.

Allir þráðlausir beinar senda frá sér svokallað SSID sem er einkennismerki þess beinis sem við á. Hægt er að sjá hvaða einkennismerki þinn beinir hefur með því að skoða undir hann. Beinar frá Símanum eru læstir með svokölluðum WEP-öryggislykli. Hægt er að finna hann undir beininum við reit sem heitir WEP (hex). WEP-lykill er í flestum tilfellum 10 stafir og inniheldur ávallt tölustafi frá 0 til 9 og bókstafi frá A til F.

Sambandsleysi

Þráðlaust samband er háð því að lítil eða engin truflun sé á þeirri tíðni sem sambandið vinnur á. Dæmi um það sem getur truflað sambandið:

  • Þráðlausir símar
  • Önnur þráðlaus net
  • Örbylgjuofnar (meðan þeir eru í gangi)
  • Hreyfiskynjarar

Einnig getur staðsetning beinis og tölvu átt hlut í sambandsleysinu. Þráðlaust net er hannað fyrir beina sjónlínu og það er erfitt að ná sambandi á milli hæða eða þegar eitthvað er fyrir, t.d. veggur, sófi eða aðrir hlutir sem geta deyft merkið.

Leiðbeiningar um notkun á þráðlausum netum

Breyta nafni á þráðlausu neti

Hér er sýnt hvernig nafni er breytt á þráðlausu neti.

Skipt um rás á þráðlausu neti

Farið yfir hvernig skipt er um rás á þráðlausu neti.

Breyta lykilorði á þráðlausu neti

Farið yfir hvernig breyta á lykilorði á þráðlausu neti.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.