Örugg netnotkun

Öryggi þráðlausra nettenginga

Síminn vill kappkosta að upplýsa viðskiptavini sína um helstu leiðir til að auka öryggi gagna og hvernig megi verjast tölvuþrjótum. Hér má finna leiðbeiningar um hvernig megi stuðla að öruggari notkun þráðlausra neta og hvetjum við þig til að kynna þér þau.

Slökkt á beini

Ef slökkt er á beini þegar hann er ekki í notkun kemur það í veg fyrir að utanaðkomandi geti hakkað sig inn á beininn. Takkinn er aftan á beininum.

Aðgangsorð og heiti

Fyrirframstilling beinis er SSID (Service Set identifier) og aðgangsorð Encryption key. SSID og Encryption Key verður að breyta inn á beininum.

 1. Tengdu tölvuna með snúru við beini
 2. Sláðu inn slóðina 192.168.1.254
 3. Skráðu þig inn á beininn með notandanafninu admin og lykilorði admin
 4. Smelltu Home Network
 5. Smelltu WLAN
 6. Efst uppi hægra meginn skaltu velja Configure
 7. Undir SSID skrifarðu nafnið sem þú vilt að birtist á þráðlausa netinu. Athugið að það má ekki innihalda íslenska stafi.
 8. Undir WEP encryption skal rita þann lykil sem nota á þegar tengst er þráðlausa netinu. Lykillinn verður að vera 10 stafir. Athugið að einungis bókstafirnir A til F og tölustafir koma til greina.

Breyta úr WEP í WPA / WPA2

Einnig er mögulegt að breyta öryggislykli til að auka öryggi. Nota má WEP (beinir er forstilltur á það) WPA eða WPA2 (aðeins tölvur og netkort sem komu út eftir árið 2006 styðja WPA2).

 1. Til að breyta í WPA eða WPA2 lykil er smellt á WPA-PSK Encryption.
 2. Þegar þú ert búin að hakka við WPA þá getur þú notað flettigluggann til að velja hvort stillt verði á WPA eða WPA2.
 3. WPA lykill má vera frá 8 stöfum upp í 64. Ekki skal nota séríslenska stafi í WPA lykil.

Slökkva á auðkenni

Til að auka öryggi þráðlausa netsins er mögulegt að slökkva á auðkenni þráðlausa netsins. Þetta er gert með eftirfarandi aðgerðum í þessari röð:

 1. Tengja tölvuna með snúru við beini
 2. Slá inn slóðina 192.168.1.254
 3. Skrá tölvuna inn á beini með notandanafninu admin og lykilorði admin
 4. Smella á Home Network
 5. Smella á WLAN
 6. Efst uppi hægra meginn er smellt á Configure
 7. Taka hakið úr Broadcast Network Name
 8. Smella á Apply


Þegar tengja á á þráðlausa netið aftur eftir þessa aðgerð þarf að tengja það handvirkt með því að smella á Setup á Wireless Network og setja þar handvirkt inn SSID og aðgangsorðið að tengingunni.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.