Uppsetning Ljósnets og ADSL með Technicolor TG589vn V2

Staðsetning beinis

Best er að staðsetja beininn sem næst símainntaki. Því styttri sem símasnúra milli símainntaks og beinis er, því minni líkur eru á truflunum eða skertum Internethraða. Ef tölva eða myndlykill er staðsett langt frá símainntaki notið þá frekar lengri Ethernetkapal frá beini í tölvu í heldur en lengri símasnúru.

Fyrir þráðlaust samband við beini skal hafa eftirfarandi í huga

Best er að staðsetja beininn sem næst símainntaki. Því styttri sem símasnúra milli símainntaks og beinis er, því minni líkur eru á truflunum eða skertum Internethraða. Ef tölva eða myndlykill er staðsett langt frá símainntaki notið þá frekar lengri Ethernetkapal frá beini í tölvu heldur en lengri símasnúru.

Fyrir þráðlaust samband við beini skal hafa eftirfarandi í huga

 • Æskilegt er að beininum sé komið fyrir sem næst miðju þess rýmis þar sem tölvur sem tengjast þráðlaust eru staðsettar.
 • Varist að koma búnaði fyrir nálægt stórum hlutum úr málmi, svo sem járnsúlum, tengiskápum úr járni eða á bak við járnbundna veggi (t.d. í steinsteyptum bílskúr).
 • Tölvur sem styðja þráðlausa n-staðalinn geta dregið mun lengra og náð betri hraða en eldri tölvur sem einungis styðja g-staðalinn.

Tenging beinis og símtækja

Nauðsynlegt er að nota splitter sem aðskilur beininn frá öllum símtækjum heimilisins (sjá mynd).

 • Staðsetjið splitter sem næst símainntaki.
 • Við símainntak;, aftengið línu sem liggur að öllum símatengjum og símtækjum og tengið við Phone á splitter.
 • Tengið símainntak við Line á splitter.
 • Tengið nýja símasnúru við Modem á splitter og tengið við gráa DSL tengið á beini (A).
 • Netsnúra skal tengd milli nettengis í tölvu og nettengis í beini (B).
 • Næst er straumbreytirinn settur í samband við rafmagn og tengdur við beininn (D). Rafsegulbylgjur frá öðrum tækjum geta truflað Internet og sjónvarpsumferð. Óæskilegt er að tengja spennubreyti beinis nálægt öðrum tækjum, t.d. í fjöltengi þar sem myndlykill eða sjónvarp er tengt.
 • Að lokum er kveikt á beininum (E).

Uppsetning á Internetaðgangi

Notaðar eru tvennskonar auðkenningaraðferðir fyrir Internetaðgang hjá Símanum:

 • VDSL tengingar notast við DHCP Internet-auðkenningu
 • ADSL og GPON notast við PPP Internet-auðkenningu
Undantekning frá þessu er að þeir VDSL-notendur sem hafa óskað eftir fastri IP-tölu nota PPP auðkenningu.

Technicolor TG589vn V2 styður

 • ADSL og VDSL
 • Bæði DHCP Internet-auðkenningu og PPP Internet-auðkenningu

DHCP:
Engra stillinga er þörf þegar DHCP er notað.
Þegar beinir hefur verið tengdur við símalínu blikkar Broadband ljósið á beininum. Þegar ljósið hættir að blikka og logar stöðugt fær beinirinn úthlutað IP-tölu og Internetljósið kveiknar.
Þar með er komið Internetsamband.

PPP:
Til þess að setja upp Internetsamband með PPP þarf að opna heimasíðu beinisins og slá inn PPP-notandanafn og PPP-lykilorð sem Síminn hefur úthlutað viðskiptavini.

1. Þegar símasnúra hefur verið tengd, kveikt hefur verið á beininum, og Broadband ljósið logar skal nota netsnúru til að tengja tölvu við port 1 eða 2 á beininum.
Þegar ljós merkt Ethernet er byrjað að loga skal ræsa vafra (t.d. Internet Explorer) og slá inn http://192.168.1.254/.
Þá opnast eftirfarandi síða:

Hér skal slá inn:
Userame: admin
Password: admin

2. Þegar smellt hefur verið á OK, opnast vefsíða beinisins.
Undir Broadband Connection skal velja ppp_Internet.

3. Þá opnast ný síða þar sem slegið er inn notandanafn sem Síminn hefur úthlutað notanda, ásamt lykilorði. Connect er valið til að ljúka uppsetningu.
Þegar Internetljósið lýsir logar er komið á Internetsamband.

Uppsetning á þráðlausu neti

Technicolor TG589vn V2 styður bæði eldri þráðlausa staðla (802.11 b/g) en einnig nýjasta n-staðalinn, sem er bæði hraðari og langdrægari. Besti staðall sem tengdar tölvur styðja verður sjálfkrafa fyrir valinu.
Technicolor TG589vn V2 er stilltur til að nota WPA2 öryggi, sem er öflugasti öryggisstaðallinn sem er í almennri notkun í dag. Hægt er að skipta um öryggisstaðal á heimasíðu beinisins, en ekki er mælt með því.
Hægt er að kveikja og slökkva á þráðlausa netinu með því að halda neðsta hnappnum á hlið beinisins inni í 5 til 10 sekúndur.
Wireless ljósið á beininum hættir að loga þegar slökkt hefur verið á þráðlausa netinu.

Aftan á beininum er miði með upplýsingum sem nota skal þegar þráðlaust net er sett upp:

 • Nafn þráðlausa netsins (Network Name): SiminnXXXXXX
 • Öryggislykill (Wireless Key): 10 stafa öryggiskóði

Misjafnt er hvernig þráðlaust net er sett upp í mismunandi tölvum.

Í sumum Windows vélum er valið Start -> Control Panel -> Network and Internet Connections. Þá er hægri-smellt á Wireless Network Connection og valið View Available Wireless Networks. Í Wireless Network connections glugganum ætti að finnast þráðlaust net með sama nafni og á miðanum aftan á beininum (SiminnXXXXXX).
Í reitina Network key og Confirm Network key skal slá inn 10 stafa öryggislykilinn (Wireless key).
Connect er valið til að ljúka uppsetningu.
Þar með ætti þráðlaust samband að vera komið.

Hægt er að hringja í 8007000 og fá aðstoð við uppsetningu á þráðlausri tengingu.

Hugbúnaðaruppfærslur

Þegar nýr og betri hugbúnaður berst frá framleiðanda er beinirinn uppfærður sjálfkrafa.

Sjónvarpsport

Technicolor TG589vn V2 er afhentur með Ethernetport 3 og 4 stillt fyrir Sjónvarp Símans. Með því að hringja í 8007000 er hægt að óska eftir því að breyta portum í Internetport eða sjónvarpsport frá miðlægu stjórnborði.
Notendur geta ekki breytt þessum stillingum sjálfir.

Opna port fyrir leiki og önnur forrit

Í flestum tilfellum opnast port sjálfkrafa fyrir þá leiki og forrit sem hafa þörf á því. Þessi sjálfvirkni byggir á UPnP staðlinum (Universal Plug and Play) sem Technicolor TG589vn V2 styður. Flestar tölvur og forrit sem þurfa á portopnun að halda styðja líka UPnP.

Ef þörf er á að opna port handvirkt er hægt að hringja í 8007000 og óska eftir að fá tæknimann á staðinn til að aðstoða gegn gjaldi. Einnig er hægt að fá hjálp á vefnum www.portforward.com.

Handvirk portopnun á Technicolor beinum gerist í tveimur meginskrefum:

 • Búa til nýjan leik (Create a new game or application)
 • Tengja leikinn við tölvu (Assign a game or application to a local network device)

Leiðbeiningar fyrir handvirka opnun á portum

1. Farið inn á heimasíðu beinis með því að ræsa vafra (t.d. Internet Explorer) og slá inn http://192.168.1.254/.
Þá opnast eftirfarandi síða:

Hér skal slá inn:
Notandanafn (User Name): admin
Lykilorð (Password): admin

2. Veljið Game & Application Sharing undir Toolbox.

3. Veljið Create a new game or application neðst á síðunni.

4. Gefið leiknum nafn og veljið Manual Entry of Port Maps.
Veljið Next.

5. Næst skal velja hvaða port eða röð porta á að opna og hvort um UDP eða TCP eða hvort tveggja er að ræða.
Veljið Add fyrir hverja portaröð sem opna á fyrir þennan leik.

6. Þegar búið er að skilgreina öll port sem opna þarf fyrir leikinn skal velja Assign a game or application to a local network device neðst á síðunni.
Þar skal velja viðeigandi leik og tölvu og svo Add.

7. Að lokum er best að tryggja að viðkomandi tölvu sé alltaf úthlutað sömu IP-tölu. Veljið Home Network -> Devices og veljið svo viðkomandi tölvu.
Þá skal valið Configure efst í hægra horni.
Að lokum skal haka við Always use the same IP address og velja Apply.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.