Vefpóstur

Leiðbeiningar fyrir vefpóst

Vefpóstur Símans er hentug leið fyrir þá sem vilja komast í póstinn án þess að binda aðganginn við ákveðna tölvu. Allir þeir sem eru með internetþjónustu hjá Símanum fá úthlutað netfangi og þar með aðgang að Vefpósti Símans.

Innskráning

Þegar veffang vefpóst Símans, postur.simnet.is er valið opnast gluggi með innskráningu, þar sem þú slærð inn netfangið þitt og lykilorð að pósthólfinu.

Innhólf

Í innhólf fer allur tölvupóstur sem sendur er til þín. Til að opna póst smellir þú einfaldlega á hann. Til að eyða pósti úr pósthólfinu skal smella á póstinn og velja hnappinn Eyða sem er staðsettur fyrir ofan pósthólfið. Einnig er hægt að hægri-smella á viðkomandi póst og velja Eyða. Athugaðu að pósthólfið þitt hefur takmarkaða stærð (venjulega 1 GB) og því er gott að eyða pósti með reglulegu millibili.

skýringarmynd 1 fyrir vefpóst

Vefpósthúsið skiptir skeytunum niður á síður með 25 skeyti á hverri síðu. Til þess að fara á milli síðna eru notaðar örvarnar sem staðsettar eru ofarlega í hægra horni vefpósthússins.

skýringarmynd 2 fyrir vefpóst

Búa til nýjan póst

Til að skrifa nýjan tölvupóst skal smella á hnappinn Nýtt og velja Nýr póstur. Þegar skeyti er sent fer það í möppu í pósthólfinu þínu sem heitir Sent. Með því að opna þá möppu geturðu skoðað þau skeyti sem þú hefur sent úr vefpóstinum.

Hægt er að vista tölvupóst án þess að senda hann. Það er gert með því að velja Vista drög. Eftir það er tölvupósturinn aðgengilegur í möppunni Drög, og hægt að nálgast hann til að breyta og/eða senda síðar.

skýringarmynd 3 fyrir vefpóst

Viðhengi

Til þess að festa skjöl við skeyti sem á að senda skal smella á Bæta viðhengi við í valstikunni.

skýringarmynd 4 fyrir vefpóst

Eftir að smellt er á Bæta við viðhengi birtist sprettigluggi þar sem velja á hvaða skrá eða skrár á að festa við póstinn.

Þegar smellt er á Browse birtist gluggi þar sem velja á skrá til að festa við skeytið. Finnið skránna sem að senda á og smellið á OK þá birtist slóð í reitnum Hengja við sem segir vefpósthúsinu hvaða skrá á að senda. Endurtakið þetta skref fyrir öll skjöl sem á að senda með póstinum og ljúkið með því að smella á Hengja við. Hafa ber í huga að því stærri sem skráin er því lengri tíma tekur það vefpósthúsið að festa skránna við skeytið og senda það.

skýringarmynd 5 fyrir vefpóst

Síur

Vefpósturinn býður upp á póstsíu. Til þess að búa til nýja póstsíu skal velja Stillingar > Síur. Því næst skal smella á Ný Sía (takkinn með græna plúsinum fyrir framan), þá sprettur upp nýr gluggi.

skýringarmynd 6 fyrir vefpóst

Í þessum glugga getur þú valið marga möguleika á síum.

skýringarmynd 7 fyrir vefpóst

Netfangaskrá

Vefpósturinn býður upp á fullkomna netfangaskrá. Til að komast í netfangaskrána smellir þú á flipann Netfangaskrá efst.

Til að búa til nýjan tengilið er smellt á hnappinn Nýtt > Nýr tengiliður. Fornafn, eftirnafn og miðnafn er sett inn ásamt netfangi. Að lokum er vistað. Einnig er hægt að hægri-smella á tölvupóst í innhólfi og velja Bæta við tengiliði þá er nafn og netfang útfyllt. Að lokum er vistað.

skýringarmynd 8 fyrir vefpóst

Dagatal

Vefpóstinum fylgir dagatal. Dagatalið er hægt að nýta sér til þess að halda utan um fundi, klippingu og afmælis daga, svo eitthvað sé nefnt, með því að smella á viðeigandi dagsetningu og tíma í dagatalinu og skrá í viðeigandi upplýsinga reiti.

Ef áminning er sett á ber að hafa í huga að hún virkar bara ef notandi er skráður inn á vefpóstinn sinn á þeim tíma sem áminningin verður virk.

skýringarmynd 9 fyrir vefpóst

Verkefni

Hér er möguleiki á að halda utan um verkefni sem verið er að vinna. Verkefni er skráð með því að smella á Nýtt, fyllt er í þá valmöguleika sem á að nota og smellt á Vista til að loka. Hægt er að bæta viðhengjum við verkefnið, t.d. Excelskjali, myndbroti, hljóðskrá o.s.frv.

skýringarmynd 10 fyrir vefpóst

Minnisblöð

Hér er hægt að punkta niður allt sem ekki á heima í verkefnum eða á dagatalinu. Þegar smellt er á Nýtt kemur upp viðmót sem svipar mjög til viðmóts flestra ritvinnslu forrita.

Innihald minnisblaðsins er skrifað þar inn og svo er smellt á Vista. Vefpósthúsið heldur svo utan um öll minnisblöð og hægt er að bæta við, eyða eða breyta þeim eftir á. Ef breytingar eru gerðar á skjali og það vistað mun vefpósthúsið merkja skjalið með dagsetningunni þegar breytingin átti sér stað og sýna talningu yfir það hversu oft er búið að breyta og vista skjalið.

skýringarmynd 11 fyrir vefpóst

Skjalataska

Hér er hægt að geyma skrár af öllum gerðum. Þetta er sérstaklega þægilegt ef geyma á viðkvæm skjöl sem ekki meiga glatast t.d. ef að harður diskur í tölvu eyðileggst.

Skrám er hlaðið upp með því að smella á Nýtt eða Hlaða upp skrá smellt er á Browse og skráin fundin. Síðan er smellt á OK. Gott er að hafa í huga að því stærri sem skráin er því lengur getur tekið að hlaða henni upp.

Einnig ber að vara sig á því að þær skrár sem fara inn á vefpósthúsið taka pláss beint af pósthólfinu. Sé pósthólfið t.d. tómt og hlaðið er upp skrá sem er 1GB að stærð þá fyllist pósthólfið og tekur ekki lengur við pósti.

skýringarmynd 11a fyrir vefpóst

Breyta tungumáli

Vefpósturinn getur verið á nokkrum tungumálum. Sjálfvalið tungumál er íslenska. Til að breyta tungumáli vefpóstsins er farið í Stillingar og flipinn Almennt valinn. Valmöguleikar eru sýndir í flettiglugganum Tungumál. Breytingin verður sýnileg næst þegar þú skráir þig inn.

skýringarmynd 12 fyrir vefpóst

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.