Rafræn skilríki

Þægileg leið og meira öryggi

Rafræn skilríki auðvelda notendum að auðkenna sig og undirrita skjöl rafrænt. Öll SIM kort sem Síminn hefur gefið út frá janúar 2014 styðja rafræn skilríki. Þú notar rafræn skilríki hér á þjónustuvef Símans og hjá 70 stofnunum og fyrirtækjum.

Ef að viðskiptavinir skipta um SIM kort þá falla rafrænu skilríkin úr gildi. Þetta gerist til dæmis ef að viðskiptavinur skiptir um farsímaþjónustufyrirtæki

Viðskiptavinur greiðir kostnað vegna notkunar Rafrænna skilríkja í farsíma séu þau notuð erlendis, líkt og þegar um aðra reikiþjónustu er að ræða.

Afhverju?

Rafræn skilríki eru talin öruggasta auðkenningin sem hægt er að nota á netinu. Það er einfalt og þægilegt að nota skilríkin þar sem þú þarft ekki að muna mismunandi notendanöfn og lykilorð heldur velur eitt PIN-númer.

Rétt SIM kort?

Ef SIM kortið styður ekki rafræn skilríki skaltu koma í næstu verslun Símans eða til endursöluaðila okkar og við skiptum því fyrir þig.

Athuga SIM kort

Velja PIN

Við mælum með því að þú sért búin að velja 4-8 stafa PIN áður en þú kemur á skráningarstaði. Einnig er gott að kynna sér samning sem skrifað er undir í tengslum við ný skilríki.

Hvernig sæki ég um rafræn skilríki?

Rafræn skilríki í farsíma

Fyrsta skrefið er að tryggja að þú hafir SIM kort sem styður rafræn skilríki.
Þessu er hægt að komast að með því að smella á „Kanna SIM kort“ á vef Auðkennis. Ef SIM kortið þitt styður ekki rafræn skilríki þá skaltu koma í næstu verslun Símans eða endursöluaðila okkar og við skiptum því út fyrir þig.

Virkjaðu skilríkið á einum af afgreiðslustöðum fyrir rafræn skilríki í farsíma.
Þegar þú kemur til að virkja rafræna skilríkið, mundu þá að hafa með þér ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini.

Þú kemur til með að þurfa að velja þér 4-8 stafa PIN númer á staðnum, auk þess sem þú skrifar undir samning í tengslum við ný skilríki.

Afgreiðslustaðir rafrænna skilríkja á farsímum

Afgreiðslustaðir Afgreiðslutími
Arion Banki
Öll útibú Arion banka
Almennur afgreiðslutími útibúa er frá kl. 9.00 til 16.00 mánudaga til föstudaga.
Sjá nákvæmar upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma á vef Arion banka
Íslandsbanki
Öll útibú Íslandsbanka
Almennur afgreiðslutími útibúa er frá kl. 9.00 til 16.00 mánudaga til föstudaga.
Sjá nákvæmar upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma á vef Íslandsbanka
Landsbankinn
Öll útibú Landsbankans
Almennur afgreiðslutími útibúa er frá kl. 9.00 til 16.00 mánudaga til föstudaga.
Sjá nákvæmar upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma á vef Landsbankans
Sparisjóðir
Sparisjóðir um land allt
Afgreiðslutími Sparisjóða er kynntur hjá viðkomandi Sparisjóð.
Sjá nákvæmar upplýsingar um staðsetningu á Spar.is
Skrifstofa Auðkennis
Borgartúni 31, 105 Reykjavík 3.hæð.
Mánudaga - föstudaga 9 - 16

Einfaldari nýskráning

Með rafrænu skilríki er samstundis hægt að staðfesta auðkenni sitt á þjónustuvef Símans í stað þess að þurfa að sækja rafrænt skjal í heimabanka sinn eða í verslun okkar.

Þægilegri innskráning

Með því að nota rafræn skilríki þarf hvorki að muna notandanafn né lykilorð til að komast inn á þjónustuvefinn. Aðeins þarf að slá inn PIN númer kortsins.

Aukið öryggi

Rafrænu skilríkin fyrir þjónustuvef Símans eru útgefin af Auðkenni fyrir hönd Íslandsrótar. Þau veita hæsta stig öryggis sem völ er á og eru öruggari en að nota notendanafn og lykilorð.