Reikningar

Reikningaþjónusta Símans

Reikningar geta verið flóknir og því höfum við tekið saman nokkrar algengar spurningar um reikningamál og svör við þeim. Einnig er hægt að skoða myndbandið hér til hliðar sem útskýrir helstu atriði sem geta komið fram á reikningum.

Reikningaþjónusta Símans veitir upplýsingar og ráðgjöf um reikninga ásamt móttöku á greiðslum alla virka daga frá kl. 9-17.

Við mælum með þjónustuvefnum til að skoða sundurliðun á reikningum, prenta út hreyfingar og fara yfir notkun. Allir viðskiptavinir hafa aðgang!

Fara á þjónustuvefinn

Hvað á ég að gera ef reikningurinn er hærri en ég átti von á?

Ástæðan fyrir hærri reikningum er oftast sú að viðskiptavinir hafa fengið sér nýja þjónustu í mánuðinum eða notkun þeirra aukist. Ef þú ert nýr viðskiptavinur og hefur byrjað hjá okkur í miðjum mánuði þá færðu reikning fyrir mánaðargjöldum frá og með þeim degi sem þjónustan er stofnuð ásamt mánuðinum sem fer á eftir (alltaf fullur mánuður).

Þú getur farið yfir notkun og skoðað sundurliðun á reikningnum inn á þjónustuvefnum.

Það er krafa frá ykkur í heimabankanum, fyrir hverju ?

Þú getur skoðað sundurliðun á reikningum í heimabankanum undir rafræn skjöl eða á þjónustuvefnum.

Ég sagði upp þjónustu í byrjun mánaðarins, hvers vegna fæ ég rukkun?

Reikningakeyrsla hefst í byrjun hvers mánaðar og ef þjónustu er sagt upp eftir mánaðarmót þá berst reikningur fyrir heilum mánuði. Á næsta reikning kemur síðan endurgreiðsla frá þeim degi sem lokað var á þjónustuna. Hægt er að hafa samband til að fá endurgreitt.

Hvar finn ég hreyfingayfirlit?

Á þjónustuvefnum getur þú skoðað og prentað út hreyfingayfirlit reikninga.

Hvar get ég séð hvert ég hringdi?

Hægt er að nálgast sundurliðun símtala á þjónustuvefnum. Einnig er hægt að fá sundurliðun senda með símareikningum í hverjum mánuði.

Hvert tilkynni ég breytt heimilisfang?

Þú breytir heimilisfangi á reikningum inn á þjónustuvefnum. Allir viðskiptavinir okkar hafa aðgang að þjónustuvefnum.

Hvers vegna er rukkað fyrir leigugjald beinis?

Greitt er þjónustugjald fyrir beina sem eru í eigu Símans. Innifalið í þessu þjónustugjaldi er ábyrgð sem Síminn tekur á sig ef að búnaðurinn bilar.

Hvað er dagpakki ?

Dagpakki gerir þér kleift að fara á netið í símanum ef netnotkun er ekki innifalin í farsímaleiðinni. Ef þú notar netið í símanum reglulega þá er að öllu jöfnu hagstæðara að vera í leið sem inniheldur gagnamagn eða bæta við auka gagnamagni. Sjá upplýsingar um leiðir í boði.

Hvað er átt við með símtöl í upplýsingaveitur?

Í sumum tilvikum gjaldfæra fyrirtæki og stofnanir fyrir símtöl og eins þegar hringt er í banka til að kanna reikningsstöðu.

Reikisímtöl

Reikisímtöl eru símtöl viðskiptavina erlendis og koma fram sérstaklega fram í sundurliðun á símareikningi. Vakin er athygli á því að notkun erlendis er lengur að skila sér inn á símareikninga en notkun erlendis.

Hvað er virðisaukandi þjónusta?

Hægt er að skrá símanúmer fyrir fjölbreyttri þjónustu á netinu. Þar má nefna Enski boltinn, stefnumótasíður, tonlist.is og framvegis. Þetta er þjónusta þar sem númerið er sett inn sem gjaldmiðill og kostnaðurinn á þjónustunni gjaldfærist á símareikninginn. Uppsögn á slíkri þjónustu á sér stað á þeirri vefsíðu þar sem þjónustan var pöntuð.

Innheimtuferlar Símans eru þrennskonar eftir tegund þjónustu. Hver þeirra er samsettur af mismunandi aðgerðum, þar með talið milliinnheimtu, og er kostnaður samhliða henni breytilegur.

Nánari upplýsingar um innheimtuferli

Útgáfudagur

Reikningstímabil miðast við almanaksmánuð og er útgáfudagur reikninga í lok mánaðar.

Gjalddagi

Gjalddagi kröfu er 20. hvers mánaðar.

Eindagi

Eindagi kröfu er 2. dagur hvers mánaðar sem er síðasti greiðsludagur áður en hún ber dráttarvexti.

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast ef krafa er greidd eftir eindaga og reiknast frá gjalddaga.

Útskriftargjald

Útskriftargjald er innheimt fyrir hvern útsendan viðskiptareikning. Einstaklingar skráðir í netreikning greiða færslugjald í stað útskriftargjalds. Elli- og örorkulífeyrisþegar sem skráðir eru í sparnaðarleiðina "Plús 67" greiða ekki þessi gjöld.

Netreikningur

Rafrænn reikningur fyrir einstaklingsmarkað. Viðskiptavinir sem skrá sig í netreikning afþakka heimsenda reikninga. Í stað þess að greiða útskriftargjald er greitt færslugjald. Reikningar eru aðgengilegir í heimabanka og á Þjónustuvef Símans.

Færslugjald

Viðskiptavinir skráðir í netreikning þurfa að greiða færslugjald að undanskildum elli- og örorkulífeyrisþegum sem skráðir eru í sparnaðarleiðina Plús 67. Færslugjald kemur á móti kostnaði við móttöku greiðslu.

Netgreiðsla

Er fyrir viðskiptavini í Netreikning. Með netgreiðslum greiða viðskiptavinir sjálfir kröfur sem birtast í heimabönkum.

Boðgreiðsla

Krafa er skuldfærð á kreditkort mánaðarlega.

Beingreiðsla

Krafa er skuldfærð af bankareikningi mánaðarlega. Viðskiptavinir verða að skrá sig í beingreiðslu í viðskiptabönkum.

Innheimtuviðvörun

Lögbundin innheimtuviðvörun er send viðskiptavinum vegna ógreiddra krafna 2. dögum eftir eindaga. Samhliða leggst á gjald kr. 690.

Innheimtuferli

Síminn hf. er innheimtuaðili og viðtakandi greiðslna fyrir félög sín. Fjárstýring Símans hefur umsjón með innheimtuferlum sem eru þrennskonar eftir tegund þjónustu. Hver þeirra er samsettur af mismunandi aðgerðum, þar með talið milliinnheimtu, og er kostnaður samhliða henni breytilegur.

Samkomulagsgjald

Hægt er að óska eftir greiðsludreifingu vanskilakrafna en þá bætist samkomulagsgjald við greiðslu fyrstu kröfu.

Opnunargjald

Gjaldfært er fyrir enduropnun þjónustu sem hefur verið lokað vegna vanskila.

Netreikningar

Með netreikningi losnarðu við útskriftargjaldið sem þarf að greiða af heimsendum reikningum.

Hafa samband

Þjónustuvefur

Þú getur fylgst með notkun þinni og flett upp PUK númeri símans þíns, svo eitthvað sé nefnt.

Skoða nánar

Símaappið

Símaappið er þægileg leið til að fylgjast með GSM notkun þinni.

Skoða nánar