Aðstoðarsíður / Net

Hér færðu aðstoð og leiðbeiningar fyrir netþjónustu Símans.
Veldu undirflokk
+
Velja
+

Hvernig tengist ég þráðlausu neti?

Þráðlaust net

Til að geta tengst þráðlausu neti þarftu þráðlaust netkort og beini sem styður þráðlaust samband.

Allir þráðlausir beinar senda frá sér svokallað SSID sem er einkennismerki þess beinis sem við á. Hægt er að sjá hvaða einkennismerki þinn beinir hefur með því að skoða undir hann. Beinar frá Símanum eru læstir með svokölluðum WEP-öryggislykli. Hægt er að finna hann undir beininum við reit sem heitir WEP (hex). WEP-lykill er í flestum tilfellum 10 stafir og inniheldur ávallt tölustafi frá 0 til 9 og bókstafi frá A til F.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er sambandsleysi við þráðlausa netið?

Þráðlaust net

Þráðlaust samband er háð því að lítil eða engin truflun sé á þeirri tíðni sem sambandið vinnur á. Staðsetning beinis og tölvu getur átt hlut í sambandsleysinu. Þráðlaust net er hannað fyrir beina sjónlínu og það er erfitt að ná sambandi á milli hæða eða þegar eitthvað er fyrir, t.d. veggur, sófi eða aðrir hlutir sem geta deyft merkið.

Önnur dæmi um það sem geta truflað sambandið:

 • Þráðlausir símar.
 • Önnur þráðlaus net.
 • Örbylgjuofnar (meðan þeir eru í gangi).
 • Hreyfiskynjarar.

Oft á tíðum geta komið upp vandamál þegar mörg tæki eru að senda frá sér þráðlaust net á sömu tíðninni. Beinar (e. routerar) frá Símanum eru hannaðir til að fylgjast með því á hvaða tíðni er best að vera miðað við önnur tæki en gott er að prófa að breyta um tíðni handvirkt til að bæta netsambandið.

Hægt er að sjá leiðbeiningar hvernig er breytt handvirkt um tíðni í undir „Hvernig skipti ég um rás á þráðlausu neti?“

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig breyti ég nafni á þráðlausu neti?

Þráðlaust net

Kíktu á myndband með leiðbeiningum hvernig þú breytir nafni á þráðlausu neti. Myndband

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig breyti ég lykilorði og nafni á þráðlausu neti (Wifi)?

Þráðlaust net

1.   Í reitnum SSID name er hægt að velja hvert nafnið á þráðlausa netinu skal vera.

2.   Í reitnum Wireless Password er hægt að breyta lykilorði fyrir þráðlaust net.

Athugið, þegar þessum stillingum er breytt, þarf að tengjast þráðlaus tæki upp á nýtt við nýtt nafn og með nýju lykilorði.

Breyta lykilorði á Wifi

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar fæ ég aukabúnað fyrir þráðlaust net?

Þráðlaust net
+

Breyta aðgangsorði og heiti

Þráðlaust net

Fyrir framstilling beinis er SSID (Service Set identifier) og aðgangsorð Encryption key. SSID og Encryption Key verður að breyta inn á beininum.

 • Tengdu tölvuna með snúru við beini.
 • Sláðu inn slóðina 192.168.1.254
 • Skráðu þig inn á beininn með notandanafninu admin og lykilorði admin/ eða access key sem má finna á límmiða undir beini (e. router).
 • Smelltu Home Network.
 • Smelltu WLAN.
 • Efst uppi hægra meginn skaltu velja Configure.
 • Undir SSID skrifarðu nafnið sem þú vilt að birtist á þráðlausa netinu. Athugið að það má ekki innihalda íslenska stafi.
 • Undir WEP encryption skal rita þann lykil sem nota á þegar tengst er þráðlausa netinu. Lykillinn verður að vera 10 stafir. Athugið að einungis bókstafirnir A til F og tölustafir koma til greina.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Breyttu úr WEP í WPA / WPA2

Þráðlaust net

Þú getur breytt öryggislyklinum til að auka öryggi. Nota má WEP (beinir er forstilltur á það) WPA eða WPA2 (aðeins tölvur og netkort sem komu út eftir árið 2006 styðja WPA2).

 • Til að breyta í WPA eða WPA2 lykil er smellt á WPA-PSK Encryption.
 • Þegar þú ert búin að hakka við WPA þá getur þú notað flettigluggann til að velja hvort stillt verði á WPA eða WPA2.
 • WPA lykill má vera frá 8 stöfum upp í 64. Ekki skal nota séríslenska stafi í WPA lykil.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Slökktu á auðkenni

Þráðlaust net

Til að auka öryggi þráðlausa netsins er mögulegt að slökkva á auðkenni þráðlausa netsins. Þetta er gert með eftirfarandi aðgerðum í þessari röð:

 • Tengdu tölvuna með snúru við beini.
 • Sláðu inn slóðina 192.168.1.254
 • Skráðu tölvuna inn á beini með notandanafninu admin og lykilorði admin.
 • Smelltu á Home Network.
 • Smelltu á WLAN.
 • Efst uppi hægra meginn er smellt á Configure.
 • Taktu hakið úr Broadcast Network Name.
 • Smelltu á Apply.

Þegar tengja á þráðlausa netið aftur eftir þessa aðgerð þarf að tengja það handvirkt með því að smella á Setup á Wireless Network og setja þar handvirkt inn SSID og aðgangsorðið að tengingunni.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Uppfærðu búnað með WPA2 staðlinum

Þráðlaust net

Við mælum með því að viðskiptavinir uppfæri öll stýrikerfi og búnað reglulega til að viðhalda öryggi. Einnig þarf að fylgjast vel með uppfærslum frá framleiðandi á búnaði sem magna upp samband á þráðlausum tengingum. Síminn hvetur einnig viðskiptavini til að fylgjast vel með tilkynningum og nota rafræn skilríki og tveggja þátta auðkenningu þar sem hægt er – Og forðast opnar WIFI tengingar fyrir viðkvæman aðgang og mikilvæg gögn. Það hafa komið upp veikleikar á staðli WPA2 en það á ekki við um meginþorra beina hjá Símanum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Viltu breyta áskriftinni, skoða notkun, sækja um fasta IP tölu eða stilla Netvarann?

Þjónusta

Allir viðskiptavinir okkar hafa aðgang að Þjónustuvefnum en við mælum með innskráningu með rafrænum skilríkjum.

Skoða notkun

Breyta áskrift

Stilla Netvarann

Sækja um fasta IP tölu

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hverjar eru stillingar fyrir Ljósnet/Ljósleiðara?

Stillingar
 • Þjónusta: Internet Auðkenni: DHCP / PPPoE (þarfnast notandanafns/lykilorðs frá þjónustufulltrúa) Tegund: DHCP / PPPoE VLAN:4 Forgangur (802.1P): 0
 • Þjónusta: Sjónvarp  Tegund: Bridge  VLAN:3 Forgangur (802.1P) :3
 • Þjónusta: Sími (VOIP) Auðkenni: Sjá ítarefni fyrir neðan  VLAN:5 Forgangur(802.1P):5

Ítarefni fyrir Síma (VoIP)

Hafa þarf samband við þjónustuver Símans til að fá stjörnumerkt gildi.

 • SIP URI: Símanúmer*
 • Username: Línunúmer*
 • Password: Lykilorð*
 • Registrar: heimasiminn.siminn.is
 • Registrar port: 5060
 • Proxy: 10.0.0.10
 • Proxy port: 5060

Síminn aðstoðar ekki við uppsetningu á öðrum beinum en þeim sem fást hjá Símanum og tekur enga ábyrgð á gæðum þjónustu í gegnum aðra beina.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hverjar eru stillingar fyrir ADSL Símans?

Stillingar
 • Framing: LLC/SNAP
 • Modulation: ITU/ETSI
 • Encapsulation: PPPoE
 • Driver type: WAN
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hver eru gildin fyrir sýndarrásir?

Stillingar
 • Tegund: VPI Analog: 8 ISDN: 8
 • Tegund: VCI Analog: 48 ISDN: 67
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Vantar þig upplýsingar um innhringiþjónustu (e. Dial-up)?

Stillingar
 • Simnet.is | mótald/isdn | 5300100
 • Simnet.is | tvöfalt ISDN | 5300120
 • Simnet.is | ISDN+ | 5502990
 • Centrum.is | Mótald | 5300600
 • Eldhorn.is | Mótald | 5300130
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Vantar þig nánari upplýsingar um póstþjónustuna?

Stillingar

Póstþjónusta / Email

 • Simnet.is | postur.simnet.is
 • Centrum.is | postur.centrum.is
 • Eldhorn.is | postur.eldhorn.is

Póstþjónusta / IMAP

 • Port Incoming: 143 | Port Outgoing: 587

Póstþjónusta / POP3

 • Port Incoming: 110 | Port Outgoing: 25
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Vantar þig upplýsingar um DNS þjónustu?

Stillingar
 • Simnet.is | 212.30.200.199 og 212.30.200.200
 • Centrum.is | 212.30.200.199 og 212.30.200.200
 • Eldhorn.is | 212.30.200.199 og 212.30.200.200
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar get ég stillt Netvarann?

Netvarinn

Á þjónustuvefnum getur þú stillt Netvarann, allir viðskiptavinir hafa aðgang.

Fara á þjónustuvefinn

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað kostar Netvarinn?

Netvarinn

Netvarinn kostar ekkert aukalega og býðst öllum viðskiptavinum okkar með Internetáskrift.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er hægt að setja Netvarann bara á eina tölvu?

Netvarinn

Netvarinn virkar miðlægt á allan búnað sem tengist neti heimilisins eða í gegnum t.d. 3G/4G netbeini. Svarið er því nei, ef tölvurnar tengjast sama neti.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er hægt að loka á tiltekna síðu með Netvaranum?

Netvarinn

Talaðu við okkur á Netspjallinu og við komum óskum þínum á framfæri. Við erum mjög ánægð með það þegar viðskiptavinir okkar senda ábendingar um slíkar síður.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Þarf ég að setja upp forrit á tölvuna?

Netvarinn

Nei, Netvarinn virkar miðlægt.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað er Netvarinn?

Netvarinn

Netvarinn er öflugt tæki sem útilokar óæskilegt efni á netinu og er góð viðbót við vírusvarnir og öryggisforrit. Hann nær ekki til allra vefsíðna og vinnur hann því best með öðrum vörnum líkt og foreldrastýringu, hugbúnaðarstýringu, eldveggjum og vírusvörnum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar sæki ég Netvarann?

Netvarinn

Sækir Netvarann á þjónustuvefnum. Allir viðskiptavinir okkar hafa aðgang en við mælum með rafrænum skilríkjum við innskráningu.

Sækja Netvarann

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvaða síur er í boði í Netvaranum?

Netvarinn

Netvarinn - sía 1
Sía 1 lokar fyrir síður sem innihalda barnaklám, njósnaforrit og vefi sem villa á sér heimildir eða sem gætu stolið persónuupplýsingum.

Netvarinn - sía 2
Lokar fyrir efni sem skilgreint er í síu 1. Útilokar klámfengið efni, upplýsingar um eiturlyf, fjárhættuspil, efni sem inniheldur hatur, kynþáttafordóma, smekkleysu, ofbeldi eða ólöglegt efni.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar finn ég lykilorðið fyrir Safnið?

Þjónusta

Til að skipta um lykilorð á Safninu þarf að fara á Þjónustuvefinn, allir viðskiptavinir hafa aðgang. Lykilorðið fyrir Safnið er það sama og á simnets netfanginu þínu.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ertu með öryggiskerfi í bústaðnum?

Sumarbústaðir

Tækjaáskrift er tilvalin ef þú ert t.d. með öryggishlið og/eða öryggiskerfi. Innifalin eru 50 MB á mánuði og kostar 390. kr./mán.

Pantaðu Tækjaáskrift í Netspjallinu okkar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar fæ ég búnað til að setja upp þráðlaust net í bústaðnum?

Sumarbústaðir

Hérna í vefverslun okkar getur þú keypt búnað. Einnig getur þú tekið 4K myndlykilinn með þér í fríið eða fengið aukamyndlykil fyrir sumarbústaðinn. Myndlykillinn getur tengst þráðlaust á farsímaneti og því hægt að taka með sér og tengja við sjónvarp með HDMI tengi. Sjónvarp Símans appið er svo aldrei langt undan í snjalltækjunum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar sé ég sambandið í bústaðnum mínum?

Sumarbústaðir

Þú getur leitað eftir stað á dreifikerfiskortinu okkar.

Skoða dreifikerfi.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig set ég upp þráðlausan myndlykil í sumarbústaðnum?

Sumarbústaðir
 1. Staðsettu myndlykil sem næst beininum þínum eða símanum sem myndlykillinn á að tengjast við. Ef það er ekki nógu góð þráðlaus tenging milli myndlykils og netbúnaðar geta komið truflanir á útsendingunni.
 2. Byrjaðu á að tengja HDMI snúru milli myndlykilsins og sjónvarpsins.
 3. Kveiktu á sjónvarpinu og stilltu á rétta HDMI rás. Á flestum sjónvörpum stendur við HDMI tengið þar sem þú tengdir snúruna, númer hvað HDMI rásin er.
 4. Tengdu straumbreytinn við myndlykilinn og settu í samband við rafmagn.
 5. Á skjánum mun koma tilkynning um að netsamband náist ekki og þarf þá að ýta á „Menu“ til að fara í stillingar á þráðlausu neti.
 6. Fylgdu leiðbeiningunum sem koma á skjáinn hvernig þú tengir myndlykilinn þráðlaust.

  Eftir stutta stund kemur upp viðmót Sjónvarps Símans.

Myndlykillinn aðlagar myndgæðin eftir því hversu hröð nettengingin er. Ef hraði fer niður á tengingunni þá minnka gæðin í kjölfarið, eins ef hraðinn eykst aukast gæðin á útsendingunni. Yfir gott netsamband getur streymið verið að nota allt að 2 GB af gagnamagni á klukkustund. Það er því mikilvægt að vera með rétta áskrift á netbúnaðinum.

Við mælum með að fylgjast vel með gagnamagnsnotkun þinni og breyta áskriftum ef þess þarf. Við mælum með því að tengja myndlykilinn í gegnum 4G búnað eins og 4G router eða slíkt, hægt er að skoða úrvalið sem er í boði hjá Símanum í vefverslun okkar.

Myndlykillinn styður Dolby hljómgæði, framleitt samkvæmt leyfi frá Dolby Laboratories. Dolby, Dolby Audio og tvöfalda D-táknið eru vörumerki Dolby Laboratories.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar prófa ég hraðann á nettengingunni?

Þjónusta

Prófaðu hraða nettengingar, þ.e. hraðann á milli vefþjónsins okkar og tölvunnar þinnar. Til að mælingin gefi rétta mynd af hraða tengingarinnar þarftu að fylgja leiðbeiningunum. Hraðaprófið hentar ekki tölvum með Windows XP stýrikerfi.

Ekki er hægt að tryggja öllum hámarkshraða vegna aðstæðna á hverjum stað en þættir eins og fjarlægð línu frá símstöð og innanhússlagnir geta haft áhrif.

Beint í prófið

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig virkar foreldrastýring? Homeware

Stillingar

Aðgangsstýring fyrir einstök tæki

Til dæmis til að stýra aðgang hjá börnum, getur stillt þannig að einstakar tölvur fái ekki aðgang að netinu á ákveðnum tímum.

1. Ýtir á tannhjólið við „Time of day“
2. Undir "Access Control" smella á"Add New Rule"
3. Fylla inn hvenær vélinn má vera tengd (Allow) eða hvenær hún má ekki vera tengd (Blocke).
4. Smella á "+" merkið til að vista regluna.

Hostname: Setja þarf inn MAC addressu af tölvunni sem reglan á að eiga við. Hægt að finna hana undir "Devices"
Mode: Allow eða Block
Start & Stop Time: Hvenær reglan tekur gildi og hvenær henni líkur
Day of week: Hægt að velja hvaða daga reglan á við. Ef ekkert er valið virkast reglan alla daga óháð tímasetningu.

Foreldrastýring tími
Foreldrastýring

Síminn ber enga ábyrgð á vandamálum sem geta komið upp við virkjun eða notkun á ofangreindum aðgerðum. Einnig er ekki er veitt aðstoð við þessar aðgerðir í Þjónustuveri eða verslunum. 

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Viltu hafa slökkt á þráðlausu neti beinisins á ákveðnum tíma?

Stillingar

Stilltu hvenær þú vilt að sé kveikt eða slökkt á þráðlausu neti á beini.

1. Ýtir á tannhjólið við „Time of day“
2. Smella á flipan „Wireless Control“ efst á síðunni og smella á "Add New Rule"
3. Fylla inn hvenær kveikt sé á þráðlausa netinu eða hvenær slökkt sé á því.
4. Smella á "+" merkið til að vista regluna.

 • AP State: ON = kveikt , Off = slökkt
 • Start & Stop Time: Hvenær reglan tekur gildi og hvenær henni líkur
 • Day of week: Hægt að velja hvaða daga reglan á við. Ef ekkert er valið virkjast reglan alla daga óháð tímasetningu.
Foreldrastýring
Foreldrastýring

Síminn ber enga ábyrgð á vandamálum sem geta komið upp við virkjun eða notkun á ofangreindum aðgerðum. Einnig er ekki er veitt aðstoð við þessar aðgerðir í Þjónustuveri eða verslunum. 

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Breyta tíðni á wifi

Þráðlaust net

Þegar wifi á beininum er stillt í auto þá finnur hann sjálfkrafa bestu þráðlausa rásina. Oftast þarf ekki að leita handvirkt að rásum.

1. Ýtir á tannhjólið við Wireless
2. Velur Show advanced í efra hægra horninu
3. Ýtir á Auto við Channel og þá færðu lista af lausum tíðnum
4. Getur notað innbyggða Wifi analyzer vinstra megin til að sjá tíðnisvið

Breyta tíðni
Breyta tíðni
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Slökkva/kveikja á þráðlausu neti (Wifi)

Þráðlaust net

Slökkva/kveikja á WiFi

1. Ýtir á tannhjólið við Wireless
2. Velur Viðeigandi þráðlaust net 2,4GHZ eða 5GHZ (superwifi)
3. Ýtir á ON / OFF í Enabled til þess að slökkva og kveikja á þráðlausanetinu.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Sagemcom hvítur

Leiðbeiningar um beini

Staðsetning beinis

Best er að staðsetja beininn sem næst símainntaki (Þetta á einungis við þá sem eru með VDSL eða ADSL) . Því styttri sem símasnúran er á milli símainntaks og beinis, því minni líkur eru á truflunum eða skertum internet hraða.

 • Ef tölva eða myndlykill er staðsettur langt frá símainntaki notið þá lengri ethernetkapal frá beini í tölvu frekar en lengri símasnúru.
 • Rafsegulbylgjur frá öðrum tækjum geta truflað Internet og sjónvarpsumferð. Óæskilegt er að tengja spennubreyti beinis nálægt öðrum tækjum, t.d. í fjöltengi þar sem myndlykill eða sjónvarp er tengt.
 • Varist að koma búnaði fyrir nálægt stórum hlutum úr málmi, svo sem járnsúlum, tengiskápum úr járni eða bakvið járnbundna veggi svo sem steinsteyptum bílskúr.

Ef þráðlausa sambandið er slæmt á einhverjum stöðum á heimilinu getur verið nauðsynlegt að framlengja netið. Í netverslun Símans er boðið upp á lausnir sem getað hjálpað til við að leysa þetta vandamál

Tenging beinis við netsamband ADSL/VDSL

 • Tengið smásíu við sérhvert símtæki (Á ekki við um VDSL).
 • Símasnúran skal notuð til að tengja beininn við símtengil.
 • Næst er straumbreytirinn settur í samband við rafmagn og tengdur við beininn.
 • Að lokum er kveikt á beininum

Tenging beinis við netsamband GPON ( Ljósleiðari )

 • Tengja netsnúru frá hólfi merkt LAN1 eða Ethernet1 á ljósbreytu (ONT-u) í nettengi á beini merkt WAN (rautt á litinn).
 • Netsnúra skal tengd milli nettengis í tölvu og nettengis í beini.
 • Næst er straumbreytirinn settur í samband við rafmagn og tengdur við beininn.
 • Að lokum er kveikt á beininum.

Þessi beinir styður:

 • GPON – Ljósleiðara Símans.
 • VDSL – Ljósnet Símans.
 • DHCP – Internetauðkenningu.
 • PPP – auðkenningu.
 • Sjónvarps Símans með allt að 5 háskerpurásum samtímis.
 • Þráðlaust net: Dual-band 2.4GHz og 5.0GHz.
 • Þráðlausa staðla: meðal annars n-,g- og ac-staðla og WPA2 öryggi

Uppsetning á þráðlausu neti

Sagemcom Fast5366 er með tvær tíðnir sem eru 2.4GHz og 5GHz. Beinirinn skiptir sjálfkrafa á milli þessara tíðna eftir því hvor er betri hverju sinni.

5,0GHz þráðlausa netið er allt að 5-falt hraðara en 2.4GHZ en dregur mun styttra.

Sagemcom beinirinn er með WPA2 öryggi, þetta er öflugasti öryggisstaðall í almennri notkun í dag. Hægt er að skipta um öryggisstaðal á heimasíðu beinis, en ekki er mælt með því.

Hægt er að kveikja og slökkva á þráðlausa netinu með því að halda inni efri takkanum á vinstri hliðinni á beininum í 5 sekúndur og sleppa.

Aftan á beininum er miði með upplýsingum um hvernig á að tengja sig á þráðlausa netið. Á miðanum er NAME sem er nafnið á þráðlausa netinu, PASSWORD sem er lykilorðið til að tengjast þráðlausa netinu og ACCESSKEY sem er lykilorðið til að komast inná viðmótið á beininum sjálfum.

Sjónvarpsport

Á Sagemcom beininum virka öll portin fyrir annars hvort sjónvarps- eða netport og því þarf ekki að stilla það sérstaklega.

Einnig er hægt að tengja snúru úr beini (e. Router) í netdeili (e. Switch) og tengja svo í myndlykil og/eða tölvu.

Hvað þýða ljósin á beininum?

Sagemcom beinirinn er með eitt ljós á sér, það er undir beininum og ef það er grænt í 120 sekúndur þá slekkur það á sér. Ef þú villt kveikja á því aftur er hægt að smella á annann hvorn takkann á hliðinni í 1 sekúndu og þá kveikir hann á ljósinu aftur.

Appelsínugult hægt blikk – beinir er að ræsa sig – auðkenning að tengjast – sync að nást.

Rautt hægt blikk – sambandslaust, mögulega ekki samband við símasnúru eða ljósleiðarabox ekki að nást inn.

Rautt stöðugt ljós – auðkenning ekki að koma inn.

Grænt stöðugt ljós – Allt er komið inn eðlilega, eftir 120 sekúndur slekkur hann á þessu ljósi og hægt er að smella á takkann á hliðinni í 1 sekúndu til að sjá græna ljósið aftur.

Hvernig fer ég inn á beininn?

Til þess að fara inná beininn þarftu að hafa tæki sem er tengt við beininn, annaðhvort í gegnum þráðlaust net eða beintengt með ethernet snúru.

Því næst þarf að opna netvafra (Microsoft Edge, Mozilla Firefox, Chrome eða Safari)
Slá inn slóðina 192.168.1.254

Þegar þú ferð inná þessa síðu þá kemur upp Login gluggi, þar þarf að skrifa inn Username sem er admin og Password sem er Accesskey sem þú finnur aftan á beininum sjálfum.

Hvernig er farið inn á beini
Hvernig er farið inná beini

Stjórnborðið

Stjórnborð Sagemcom
Stjórnborð Sagemcom

My gateway
Hér getur þú fundið ýmsar upplýsingar um beininn, svo sem ip tölu á honum og breytt DNS stillingum.

Access control
Hér hefur þú yfirsýn yfir ýmsa hluti, svo sem foreldrastýringu og port forwarding.

Parental control
Hér er hægt að stilla hvenær ákveðin tæki fá aðgang að þráðlausa netinu hverju sinni, hægt er að kveikja og slökkva á því eftir hentisemi, svo sem slökkt á þráðlausu neti yfir nótt.

Foreldarstýring
Foreldrastýring

Ethernet
Hér getur þú séð umferð sem fer um gulu portin sem eru aftan á á beininum, hvort það sé tenging við portin hverju sinni og hversu mikil netumferð hefur farið yfir hólfið frá endurræsingu.

Internet connectivity
Hér getur þú auðkennt PPP beininn, sem er handvirk auðkenning í stað DHCP sem er sjálfvirk.

1. Velur DHCP og því næst PPP
3. Slærð inn notandanafnið Login (færð uppgefið í síma 8007000)
4. Slærð inn lykilorðið Password ( færð uppgefið í síma 8007000 )
5. Smellir á Apply

Wifi 2.4GHz OG Wifi 5GHz

 • Hér getur þú breytt nafni á þráðlausa netinu á beini sem þú finnur undir SSID.
 • Hægt er að breyta um rás á þráðlausa netinu. Ef ákveðin tæki eru í vandræðum með að tengjast netinu getur verið fínt að prufa aðrar rásir og sjá hvort tæki' bregst betur við.
 • Hægt er að breyta um öryggisstaðal en beinirinn er á WPA2 þegar viðskiptavinur fær hann í hendurnar.
 • Hægt er að breyta svo lykilorði á þráðlausa netið undir Password.
 • Hægt er að slökkva á WiFi með hnappinum sem er efst á síðunni Enable 2.4GHz/5GHz Wireless. Ef smellt er á hnappinn er slökkt á þeirri tíðni.
Sagecom WIFIi
Sagemcom WiFi
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Vettvangsþjónusta

Vettvangsþjónusta

Dagvinnutaxtar gilda á virkum dögum milli kl. 8:00 og 17:00, á öðrum tímum gilda yfirvinnutaxtar, sjá nánar í verðskrá.

Einstaklingar

Uppsetning og viðgerðir á heimasíma, beinum (router), TV myndlyklum, þráðlausum sendum ásamt lagnavinnu í heimahúsum.

Fyrirtæki

Þjónusta á fyrirtækjamarkaði. Uppsetning og viðgerðir á þjónustum fyrirtækjamarkaðs xDSL, ljósleiðara og lagnakerfum.

Akstur

Gjald fyrir hverja ferð (Akstur fast gjald)

Forgangur

Forgangur er þjónustugjald sem greitt er aukalega til að flýta þjónustu. Viðmið er að farið sé í vinnu sama dag og beiðni berst, ef hún berst fyrir 13:00 en annars fyrir hádegi daginn eftir. Miðað er við almennan vinnutíma, 8:00-17:00 virka daga á höfuðborgarsvæðinu.

Útkall

Útkall er aldrei minna en 4 klukkustundir og miðast við verðskrá.

Greitt er fyrir að fá mann á staðinn samkvæmt verðskrá. Ef bilunin reynist vera á búnaði í eigu Símans tekur fyrirtækið á sig kostnað vegna greiningar og bilunar en þó ekki kostnað sem viðskiptavinur telur sig verða fyrir vegna skertrar þjónustu eða annarra afleiddra óþæginda.

Til viðmiðunar eru notaðar reglur um innanhússfjarskiptalagnir en þar segir meðal annars í 4. grein:

Húseigendur eru ábyrgir fyrir innanhússlögnum fyrir fjarskipti frá nettengipunkti. Byggingarfulltrúi samþykkir teikningar af fjarskiptalögnum og hefur eftirlit með því að lagnir séu í samræmi við samþykktar teikningar. Húseigendur bera ábyrgð á öllu viðhaldi, breytingum og endurnýjun innanhússlagna. Húseigendur bera ábyrgð á því að heildstæði almennra fjarskiptaneta raskist ekki af tengingu þeirra við innanhússlagnir.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ljósleiðarabox

Leiðbeiningar um beini

Ljósleiðarabox Mílu er sett upp á ljósleiðaratengingum meðal annars hjá Símanum og er frá NOKIA.

Á boxinu eru 6 hólf – hólf fyrir rafmagnssnúru – hólf fyrir ljósþráð

 • 2 Grá TEL hólf – þessi hólf eru notuð ef þú ert með talsíma tengdan í ljósleiðaraboxið
 • 4 LAN port – router þarf að vera tengdur í LAN1, LAN 2-4 eru virk fyrir myndlykil
 • POWER hólf

Ljós á boxinu

Nokkur ljós eru framan á boxinu en þau ljós sem þurfa að vera kveikt til að boxið virki eðlilega eru:

 • POWER
 • PON
 • AUTH
 • Einnig blikkar LAN1-4 eftir því hvort tæki séu á porti hverju sinni
Ljósleiðarabox
Ljósleiðarabox
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Prófaðu hraða nettengingar

Hraðapróf

Prófaðu hraða nettengingar, þ.e. hraðann á milli vefþjónsins okkar og tölvunnar þinnar. Til að mælingin gefi rétta mynd af hraða tengingarinnar þarftu að fylgja leiðbeiningunum. Hraðaprófið hentar ekki tölvum með Windows XP stýrikerfi.

Ekki er hægt að tryggja öllum hámarkshraða vegna aðstæðna á hverjum stað en þættir eins og fjarlægð línu frá símstöð og innanhússlagnir geta haft áhrif.

Beint í prófið

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Asus model AC68U

Leiðbeiningar um beini

Undir WAN settings þarf að velja eftirfarandi:

DHCP:

 1. Velja Automatic IP í Connection Type (þetta er sjálfgefin stilling)
 2. Passa þarf að VLAN (802.1Q) sé Enabled. Það er Disabled by default
 3. Auðkenning þarf að fara fram yfir VLAN ID = 4 
 4. Gæðamerking (802.1P) er 0
DHCP stjórnborð
DHCP

PPP:

 1. Velja PPPoE í Connection Type
 2. Passa þarf að VLAN (802.1Q) sé enabled. Það er Disabled by default.
 3. Auðkenning þarf að fara fram yfir VLAN ID = 4. Gæðamerking (802.1P)  er 0.
 4. Velja þarf PPP username og password. Það skiptir ekki máli hvað er sett þarna inn, td. má setja "siminn" í báða reiti.
 5. MIKILVÆGT: Passa þarf að slökkt sé á DHCP tengingu eða option Enable VPN + DHCP Connection og er undir Special Requirement from ISP. Það þarf af velja No hér.
Velja PPPoe í Connection Type
Velja PPPoe í Connection Type

Mikilvægt að velja No í Enable VPN+ DHCP Connection
Mikilvægt að velja No í Enable VPN+ DHCP Connection

Uppsetning á sjónvarpi

Það gæti þurft að stilla sjónvarpið sérstaklega en þar er hægt að velja VLAN 3 með priority á 3 á viss Ethernet port.

Uppsetning á Sjónvarpi
Uppsetning á Sjónvarpi
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig skipti ég um rás á þráðlausu neti?

Þráðlaust net

Áður en farið er af stað að breyta um tíðni mælum við með að finna út hver er besta tíðnin til að stilla beininn (e. router) þinn á. Það er hægt með ýmsum leiðum en við mælum helst með því að ná í app fyrir Android sem heitir Wifi Analyzer. Því miður er ekki til neitt app fyrir iOS tæki til að kanna stöðu á tíðnum.

Þegar búið er að ná í appið opnarðu það og ferð yfir á þennan skjá (sjá mynd að neðan). Þessi skjár sýnir allar tíðnir sem eru í boði og hvaða tíðni mælt er með að stilla búnað á. Við mælum þó ekki með að notast við tíðnir yfir 10 þar sem tæki geta lent í vandræðum með að tengjast á þær. Þegar þú hefur valið hvaða tíðni virkar best ferðu inn á beininn þinn og breytir um tíðni. Hér má finna leiðbeiningar hvernig þú stillir tíðnina.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Næst netsamband í öllum herbergjum?

Þráðlaust net

Það eru nokkrar einfaldar leiðir til að bæta netsambandið heima.

Staðsetning beinis

Best er að staðsetja beini miðsvæðis til að fá sem sterkasta merkið um húsið en í mörgum tilfellum getur verið betra að setja einnig upp auka þráðlausa senda eða endurvarpa um húsið til að bæta dreifingu á þráðlausa netinu um heimilið.

Þráðlaust net er hannað fyrir beina sjónlínu og það er erfitt að ná sambandi á milli hæða eða þegar eitthvað er fyrir, t.d. veggur, sófi eða aðrir hlutir sem geta deyft merkið. Einnig getur staðsetning beinis og tölvu átt hlut í sambandsleysinu.

Dæmi um það sem getur truflað sambandið

 • Þráðlausir símar
 • Aðrar þráðlausar tengingar
 • Örbylgjuofnar
 • Hreyfiskynjarar
Staðsetning beinis


Staðsetning endurvarpa

Endurvarpi þarf alltaf að vera staðsettur þannig að hann nái fullu þráðlausu merki frá beini eða vera snúrutengdur. Í íbúðum sem hafa fleiri en eina hæð er nánast alltaf þörf á endurvarpa. Þegar þrír endurvarpar eru notaðir getur verið betra að slökkva á þráðlausu neti beinisins og snúrutengja einn endurvarpann.

Dreifing á Wifi merkiInternetviðskiptavinir njóta sérkjara á endurvörpum. Kynntu þér búnaðinn í vefverslun okkar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Technicolor 789vac homeware

Leiðbeiningar um beini
+

Technicolor TG789vac

Leiðbeiningar um beini
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

4G beinir - Huawei 525

Leiðbeiningar um beini
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

4G beinir - Huawei 315

Leiðbeiningar um beini
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
Ekkert efni til að sýna...