Breytingin hefur enga áhrif á nettenginguna þína en þú þarft að hafa samband við okkur og við aðstoðum þig við að færa heimasímann úr símatenglinum úr vegg yfir í beini (e.router).
Búið er að loka fyrir allar nýskráningar og hófst vinnan við að loka ákveðnum símstöðvum 1. október 2020. Hérna má sjá nánar um áfangaskiptingu og tímasetningar.
Við látum alla viðskiptavini okkar vita áður en lokað er fyrir heimasímann með bréfi.
Hægt er að færa tenginguna yfir á nýja kerfið (e. VoIP) eða á farsímasamband. Nauðsynlegt er að finna bestu leiðina með viðkomandi þjónustuaðila.
Með nýju heimasímakerfi (e. VoIP) verður heimasíminn tengdur yfir netið þ.e.a.s. símtalið verður flutt yfir internettengingu í stað hefðbundinnar línutengingar. Allir viðskiptavinir sem eru á gamla kerfinu okkar (e. PSTN) og vilja halda sínu heimasíma geta valið:
Ef þú ert með fyrirtæki eru nokkrar leiðir í boði eða:
Ef þú hefur fengið bréf um að það eigi að loka númerinu þínu er mikilvægt að hafa strax samband við okkur í Netspjalli, í síma 5506000 eða koma í næstu verslun og við aðstoðum þig við að finna leiðina sem hentar best.