Aðstoðarsíður

Síminn Ský

Hvað viltu vita um Síminn Pay? Vantar þig aðstoð varðandi Pay þjónustu Símans?
Veldu undirflokk
Velja
+

Hvað er Síminn Ský?

Almennt um SKÝ

Síminn býður upp á skýjaþjónustu fyrir einstaklinga. Með skýjaþjónustunni er hægt að vista gögn eins og ljósmyndir, myndbönd, skjöl og tónlistarskrár í skýið. Með því að vista gögnin í skýið er hægt að koma í veg fyrir að gögnin tapist ef símtækið eða tölvan eyðileggjast.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað kostar að vera með Síminn Ský?

Almennt um SKÝ

Þjónustan kostar 0 kr. Þar sem þjónustan er að fara í loftið fyrir notendur í fyrsta skiptið þá ætlar Síminn að bjóða ótakmarkað geymslupláss í Síminn Ský gjaldfrjálst út árið 2020 fyrir alla með rafræn skilríki á Íslandi.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað fylgir mikið geymslupláss með Síminn Ský?

Almennt um SKÝ

Þar sem þjónustan er að fara í loftið fyrir notendur í fyrsta skiptið þá ætlar Síminn að bjóða ótakmarkað geymslupláss í Síminn Ský gjaldfrjálst út árið 2020 fyrir alla með rafræn skilríki á Íslandi.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað gerist þegar prufutímabilinu lýkur og ég vil ekki kaupa aðgang að þjónustunni?

Almennt um SKÝ

Allir notendur sem skrá sig í þjónustuna fá að prófa hana gjaldfrjálst úr árið 2020. Þá verður viðskiptavinum boðið að kaupa aðgang að þjónustunni. Við sendum þér tölvupóst þegar að því kemur.  

Ef þú vilt ekki kaupa aðgang að Síminn Ský þá er það ekkert mál. Þú getur haldið áfram að nota þjónustuna en áskriftin breytist úr ótakmörkuðu geymsluplássi í 10 GB geymslupláss.
Ef ég var með 150GB af gögnum og ég fer niður í 10GB leið. Hvað verður um þessi 140GB af gögnum?

Ef þú ert að vista meira en 10 GB af gögnum þá mun Síminn Ský ekki geta uppfært gögnin sem vistuð eru né bætt við nýjum gögnum sjálfkrafa eins og nýjum ljósmyndum úr símanum þínum.  

Ef þú vilt hætta alveg að nota þjónustuna þá er það ekkert mál. Þú hleður niður gögnunum í tölvu á einfaldan hátt, lætur okkur vita og við eyðum reikningnum. Sjá nánar í kaflanum um „Uppsögn“.  

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Af hverju ætti ég að vera með Síminn Ský appið í símtækinu mínu?

Almennt um SKÝ

Ef þú ert ekki að nota neinar skýjaþjónustur þá mælum við 100% með að þú náir í Síminn Ský appið strax. Ef þú gerir það ekki og símtækið þitt eyðileggst þá tapast allar ljósmyndir og myndbönd í símanum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Þarf ég að vera með snjallsíma eða spjaldtölvu til að geta notað Síminn Ský?

Almennt um SKÝ

Nei. Það er ekki nauðsynlegt. Með Síminn Ský getur þú vistað þau gögn sem þú vilt.  

 • Ef þú ert með tölvu þá geturðu vistað gögnin þín í tölvunni í skýið.  
 • Ef þú ert með snjallsíma þá geturðu vistað gögnin þín úr símanum í skýið.
 • Ef þú ert með spjaldtölvu þá geturðu vistað gögnin þín úr spjaldtölvunni í skýið.  

Óháð því hvaðan gögnin eru að koma, þá vistast þau öll á einn stað, í Síminn Ský. Öll gögnin eru svo alltaf aðgengileg fyrir þig í gegnum vefinn úr hvaða tölvu sem er. Þú opnar einfaldlega vefinn og skráir þig inn á siminn.is/sky.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Geta börnin mín fengið Síminn Ský?

Almennt um SKÝ

Börn frá 13 ára aldri mega nota þjónustuna. Sá sem skráir sig inn staðfestir með samþykki skilmála að hann sé 13 ára eða eldri. Ef yngri en 13 ára nota þjónustuna ber Símanum skylda til að loka aðganginum og eyða öllum gögnum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig skrái ég mig í þjónustuna í fyrsta sinn?

Nýskráning í SKÝ

Þú nærð í appið eða ferð á siminn.is og skráir þig inn með rafrænum skilríkjum. Ef þú ert að skrá þig inn í fyrsta skiptið fyllir þú út nánari upplýsingar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég skráði mig inn í fyrsta skiptið en fékk ekki tölvupóstinn?

Nýskráning í SKÝ

Sendur er tölvupóstur í netfangið sem þú gafst upp. Ef þú færð ekki póstinn, prófaðu að skoða í ruslhólfið þitt. Hann gæti hafa farið þangað. Athugið þú gætir þurft að færa póstinn í Inbox svo linkurinn virki.  

Ef pósturinn er ekki í ruslhólfinu, smelltu þá á linkinn þar sem segir „Resend“. Ef það virkar ekki, hafðu þá samband.  

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Af hverju ætti ég að vera með Síminn Ský appið í símtækinu mínu?

Síminn Ský í farsíma og spjaldtölvu

Ef þú ert ekki að nota neinar skýjaþjónustur þá mælum við 100% með að þú náir í Síminn Ský appið strax. Ef þú gerir það ekki og símtækið þitt eyðileggst þá tapast allar ljósmyndir og myndbönd í símanum.  

Ef þú ert með Síminn Ský appið þá vistast allar myndirnar sjálfkrafa í skýið og þá getur þú eytt þeim öllum úr símanum. Þá klárast heldur aldrei geymsluplássið í símanum. Það er ekkert leiðinlegra en að ætla að taka myndband eða ljósmynd og plássið á símanum er búið.......og myndamómentið 😊

Mjög þægilegt er að nota Síminn Ský til að safna saman atriðum til minnis. Til dæmis ef þú ert að skoða hluti/atriði:

 • í símanum sem þú vilt muna eftir því þá geturðu tekið screenshot á símann.
 • Í lífinu þá er ekkert mál að taka mynd af því  

Myndin/screenshot-ið vistast svo auðvitað sjálfkrafa í Síminn Ský appið.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig flokka ég myndirnar mínar í Síminn Ský appinu?

Síminn Ský í farsíma og spjaldtölvu

Til að flokka myndirnar eða ef þú vilt safna þeim saman á einn stað þá geturðu opnað appið, valið myndina/myndirnar og fært þær í „Folder“ með því nafni sem þú velur. Voila!  Þá ertu alltaf með það á vísum stað, við höndina hvert sem þú ferð.

Nánar:

 1. Þú opnar Gallery
 2. Smellir á punktana þrjá í hægra horninu uppi
 3. Velur „select items“ ef þú vilt velja margar myndir til að setja í Folder
 4. Velur myndirnar sem þú vilt setja í Folder
 5. Velur kassann með örinni neðst í vinstra horninu
 6. Velur þar Add to folder  
 7. og velur svo Folderinn sem á að bæta við í eða
 8. velur „New folder“, Býrð til nafn, og velur svo Folderinn sem á að bæta við í
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig get ég sett Síminn Ský í símtækið mitt eða spjaldtölvuna?

Síminn Ský í farsíma og spjaldtölvu

Þú nærð í appið með því að fara í Play store eða App store og skráir þig inn með rafrænum skilríkjum. Ef þú ert að skrá þig inn í fyrsta skiptið fyllir þú út nánari upplýsingar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Síminn Ský hættir að vista myndirnar úr símtækinu þegar ég slekk á appinu. Get ég breytt því þannig að það sé alltaf að vista myndirnar mínar sjálfkrafa?

Síminn Ský í farsíma og spjaldtölvu

Ef þú ert með Android tæki þá er alltaf kveikt á sjálfvirkri vistun. Ef þú ert með iOS tæki þá gæti þurft að kveikja á því.

 1. Opnaðu Síminn Ský appið í símtækinu
 2. Velur rendurnar þrjár efst í vinstra horninu
 3. Velur Settings
 4. Hakar í „Fast backup“
 5. Ef þú vilt að síminn noti bæði wifi og 4G netið til að hlaða niður myndunum þá velurðu undir Uploads „Auto – over WiFi or Cellular“.

Sjálfkrafa vistun hættir ef slökknar á símanum t.d ef hann verður batteríislaus. Appið minnir þig reglulega á að það þurfi að opna það til að sjálfkrafa vistun fari aftur af stað.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Eru allar myndir og myndbönd úr símanum mínum sjálfkrafa vistað?

Síminn Ský í farsíma og spjaldtölvu

Allar myndir og myndbönd sem tekin eru vistast sjálfkrafa í Síminn Ský. Myndir og myndbönd sem búið er að flokka sérstaklega í möppur vistast ekki sjálfkrafa. Bæta þarf möppunum við handvirkt.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Af hverju vil ég vera með Síminn Ský forritið í tölvunni minni?

SKÝ í tölvu

Það eru þrjár leiðir til að vista gögn í Síminn Ský skýjaþjónustuna.  

 • Með símtækinu
 • Með spjaldtölvunni
 • Með tölvunni

Öll gögnin sem koma úr þessum tækjum eru vistuð á einn stað, sem aðgengilegur er í vafra á siminn.is/sky eða í tækjunum sjálfum.  

Ef þú vilt vista gögn úr tölvunni þinni í skýinu með einföldu móti þá er best að ná í Síminn Ský forritið. Þú getur þá einnig skoðað öll gögnin sem koma úr öðrum tækjum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég er með Windows tölvu. Hvernig get ég unnið í skjölum og vistað þau beint í tölvuna mína og í skýið á sama tíma?

SKÝ í tölvu

Með því að ná í Síminn Ský tölvuforritið. Það er gert með því að:

 1. Skrá þig inn á vefútgáfu Síminn Ský í gegnum siminn.is.  
 2. Veldu rendurnar þrjár efst í vinstra horninu .
 3. Veldu „Download App“ hnappinn sem birtist neðst .

Þú sérð að forritið er komið í tölvuna þína með því að fara í Documents og þar á að vera mappa sem heitir Síminn Ský. Einnig ætti að birtast Ský merkið með því að smella á örina neðst í hægra horninu í tölvunni.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég er með iPhone síma og Windows tölvu. Af hverju get ég ekki skoðað ljósmyndirnar úr símanum í tölvunni?

SKÝ í tölvu

Þegar Síminn Ský tekur afrit af ljósmyndunum úr iOS tæki þá vistast ljósmyndin sem HEIC skrá. Til að skoða HEIC skrá í Windows tölvu þarf að ná í HEVC viðbótina í Microsoft store. Viðbótin er gjaldfrjáls og er auðfundin með hjálp google.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Get ég læst möppum í Ský með aðgangsorði?

SKÝ í tölvu

Já. Síminn Ský tölvuforritið býr til Síminn Ský möppu sem er eins og aðrar möppur í tölvunni þinni. Þær læsingar sem eru til staðar í tölvunni þinni virka einnig fyrir Síminn Ský möppurnar þínar.  Síminn Ský appið í símanum þínum er aðgengilegt eins og önnur öpp.  

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er möguleiki að geyma forrit í Skýinu?

SKÝ í tölvu

Já. Síminn Ský tölvuforritið býr til Síminn Ský möppu sem er eins og aðrar möppur í tölvunni þinni. Þú getur vistað alls sem þú vilt og gert það þar með aðgengilegt allsstaðar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Geta gögn úr ákveðnum forritum farið sjálfkrafa í Skýið?

SKÝ í tölvu

Nei. Einu gögnin sem vistast sjálfkrafa í Síminn Ský eru ljósmyndir og myndbönd úr símanum þínum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er hægt að vista allar skrár í Síminn Ský?

SKÝ í tölvu

Já. Síminn Ský tölvuforritið býr til Síminn Ský möppu sem er eins og aðrar möppur í tölvunni þinni. Allt sem þú vistar í Síminn Ský möppuna geturðu svo séð í símanum þínum, í tölvunni og á Síminn Ský vefnum. Þannig verða gögnin þín aðgengileg alls staðar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég finn ekki efni sem ég var búinn að setja inn á Síminn Ský?

SKÝ í tölvu

Ef þú telur þig ekki vera að finna einhver gögn sem þú telur þig hafa vistað í Síminn Ský þá er fyrsta skref að prófa að skrá þig inn á Síminn Ský á vefnum, siminn.is/sky.  Ef gögnin eru á vefnum en ekki í símanum þínum þá ættu þau að detta inn bráðlega.  Ef þú sérð gögnin ekki á vefnum né í símanum þínum þá hefurðu samband við okkur í netfanginu 8007000 og við hjálpum þér að finna gögnin.  

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er mögulegt að nálgast gögn eftir að þeim hefur verið eytt úr Síminn Ský?

SKÝ í tölvu

Ef þú hefur sagt upp Síminn Ský og gögnunum var eytt, þá nei. Það er ekki hægt.  

Ef þú eyðir einhverju úr Síminn Ský í appinu í símanum, tölvunni eða á vefnum, þá eru gögnin flutt í „Trash“ eða ruslafötu þar sem gögnin bíða í 30 daga áður en þeim er eytt. Þú getur alltaf skráð þig inn á siminn.is/sky og skoðað hvaða gögn eru í ruslafötunni.  

Ef þú eyðir óvart einhverjum gögnum þá hefur þú alltaf 30 daga til að ná í gögnin aftur.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég tengdi Dropbox við Síminn Ský reikninginn minn. Get ég núna eytt öllu úr Dropbox og hætt að nota það?

Að tengja Dropbox og Facebook við Síminn Ský

Síminn Ský gefur þér möguleika á að sjá gögnin sem eru í þessum tengdu þjónustum, en vistar þau ekki. Til þess að hætta að nota Dropbox þarftu að:

 1. Færa gögnin þín úr Dropbox yfir í Síminn Ský
 2. Einfaldasta leiðin til þess er að vera með Dropbox forritið og Síminn Ský forritið sett upp á tölvu. Þá þarf bara að færa gögnin úr Dropbox möppunni yfir í Síminn Ský möppuna.  
 3. Ef þú ert ekki með Dropbox forritið og Síminn Ský forritið sett upp á tölvu þá þarf að skrá sig inn á dropbox.com, hlaða niður (download) öllum gögnum í tölvu, skrá sig inn á siminn.is/sky og hlaða upp (Upload) öllum gögnum úr tölvunni. Þegar allt hefur verið vistað er hægt að eyða gögnunum aftur af tölvunni.  
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég tengdi Facebook við Síminn Ský reikninginn minn. Eru allar myndirnar á Facebook núna vistaðar í Skýinu?

Að tengja Dropbox og Facebook við Síminn Ský

Nei. Síminn Ský gefur þér möguleika á að sjá gögnin sem eru í þessum tengdu þjónustum, en vistar þau ekki sjálfkrafa. Þú getur þó alltaf valið þær myndir sem þú vilt vista í Síminn Ský með því að velja mynd eða myndband og smellt á „Download“.  

 • Ef þú ert í símtæki þá vistast myndin fyrst í tækið og svo þaðan í Ský ef símtækið er stillt á sjálfvirka vistun í Skýið.  
 • Ef þú ert í vafra á siminn.is/sky geturðu valið þær myndir af Facebook sem þú vilt vista, valið download og þá verður til mappa í „Downloads“ möppu tölvunnar sem merkt er „Síminn Ský X items“.  
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég tengdi Dropbox við Síminn Ský reikninginn minn. Þegar ég eyði gögnum úr Síminn Ský þá eyðast þau ekki úr Dropbox. Ég þarf alltaf að eyða þeim þar líka. Af hverju?

Að tengja Dropbox og Facebook við Síminn Ský

Síminn Ský gefur þér möguleika á að sjá og skoða gögnin sem eru í þessum tengdu þjónustum, en vistar þau ekki. Eyðing gagna úr Síminn Ský orsakar ekki eyðingu úr Dropbox.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég tengdi Dropbox við Síminn Ský reikninginn minn. Hvernig sé ég hvaða myndir eru vistaðar enn í Dropbox og hverjar eru vistaðar í Síminn Ský?

Að tengja Dropbox og Facebook við Síminn Ský

Á hverri mynd, efst í vinstra horninu, birtist logo þeirrar þjónustu þar sem myndin er vistuð.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég vil hætta í þjónustunni. Hvað þarf ég að gera?

Uppsögn á SKÝ
 1. Skráir þig inn í símaappið og passar að búið sé að hlaða inn öllum ljósmyndum úr símtækinu.
 2. Þegar öll gögn hafa verið vistuð þá eyðir þú út appinu úr símtækinu þínu.  
 3. Þú skráir þig inn á vefútgáfu Síminn Ský í gegnum siminn.is
 4. Hleður niður öllum gögnum á tölvu
 5. Ef þú einhverntímann náðir í Síminn Ský forritið fyrir tölvur og hlóðst því niður í tölvuna þína þá ferðu í Programs í tölvunni þinni og velur „Uninstall“ til að fjarlægja það af tölvunni. Gula mappan sem heitir Síminn Ský á tölvunni eyðist þá út.
 6. Þú sendir póst á 8007000 og biður um að Síminn Ský reikningnum sé lokað

Við lokun hefst 30 daga lokunartímabil þar sem viðskiptavinur getur áfram notað Síminn Ský. Á því tímabili getur notandi:

 • skráð sig inn  
 • hlaðið niður í tölvu öllum gögnum sem vistuð hafa verið í Síminn Ský.  
 • séð "pop-up" skilaboð sem sýna eftir hversu marga daga reikningnum verður eytt.  

Notandi mun ekki geta bætt við nýjum gögnum á tímabilinu.  

Eftir 30 daga er öllum gögnum eytt. Þá getur notandi ekki lengur skráð sig inn á vefinn nema stofna nýjan reikning.  

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ef ég bið um að þjónustunni sé lokað í dag, get ég skráð mig aftur á morgun og haldið gögnunum mínu?

Uppsögn á SKÝ

Eftir að lokun tekur gildir þá hefurðu 30 daga til að ná í gögnin þín. Þú getur ekki skráð þig aftur fyrr en eftir 30 daga og þá mun reikningurinn vera tómur. Þú þarft þá að vista gögnin aftur í Síminn Ský.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hefst lokunartímabil á degi uppsagnar eða frá og með fyrsta degi næsta mánaðar?

Uppsögn á SKÝ

Reikningnum er lokað þegar beiðnin berst til Símans. Þú hefur 30 daga eftir það til að vista þau gögn sem þú vilt. Við sendum þér tölvupóst á látum þig vita hversu margir dagar eru eftir þar til gögnunum verður eytt.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég fékk tölvupóst um að Síminn Ský reikningurinn minn sé óvirkur og verði lokað. Hvað geri ég?

Uppsögn á SKÝ

Síminn áskilur sér rétt til að segja upp og loka óvirkum reikningum. Óvirkur reikningur er sá sem er í fríáskrift og hefur verið án hreyfinga í 12 mánuði þ.e. ef notandi hefur ekki skráð sig inn, hefur ekki deilt gögnum eða hefur ekki breytt gögnum (bætt við, breytt eða eytt) í tólf mánuði. Er þá reikningnum lokað og hefst þá 30 daga lokunartímabil. Notandi hefur þá 30 daga áður en öllum gögnum er eytt.  

Ef notandi fær tölvupóst um að reikningur sé orðinn óvirkur og verði lokað en vill halda reikning opnum þá þarf hann bara að skrá sig inn. Þá virkjast reikningurinn aftur að fullu.  

Ef notandi vill að reikningurinn lokist þá gerir hann ekki neitt.  

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Getur Síminn notað gögnin mín á einhvern hátt?

Eru gögnin mín örugg í SKÝ

Nei, alls ekki. Gögnin eru alfarið þín eign.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hverjir geta skoðað gögnin mín sem ég vista í Síminn Ský?

Eru gögnin mín örugg í SKÝ

Öll gögn sem þú vistar í Síminn Ský eru þín eign og eingöngu til skoðunar af þér. Annað fólk getur ekki skoðað né opnað þínar skrár nema þú viljandi deilir link/tengil á skrá eða deilir möppum með öðrum.  

Eins og hjá öðrum skýjaþjónustum á markaði, þá er Síminn með strangar reglur og tæknilegar aðgangsstýringar sem koma í veg fyrir aðgengi starfsmanna að innihaldi gagna sem vistuð eru í Síminn Ský.

Einungis eru örfáir starfsmenn Símans sem geta í undantekningartilfellum fengið aðgang að innihaldi þinna gagna. Einu tilfellin þar sem sá aðgangur er veittur er þegar 1) Síminn er lagalega krafinn um það, 2) þegar það er nauðsynlegt til að tryggja að öll kerfi og eiginleikar virki eins og þau eiga að gera (til dæmis til að lagfæra galla og bilanir sem koma upp) og 3) til að framfylgja skilmálum þjónustunnar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar eru gögnin geymd?

Eru gögnin mín örugg í SKÝ

Þegar skrá er bætt við í Síminn Ský, þá er hún vistuð í öruggri gagnageymslu á netinu. Allar skrár eru dulkóðaðar, verndaðar gegn vírusum og vistaðar í öruggum gagnaverum. Síminn notar gagnaver sem staðsett eru á Íslandi og Írlandi.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Get ég verið með marga aðganga að Ský gagnageymslunni minni?

Eru gögnin mín örugg í SKÝ

Nei. Rafrænu skilríkin þín veita þér aðeins aðgang að einum Síminn Ský reikning.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
Ekkert efni til að sýna...