CISCO leiðbeiningar

Uppsetning á CISCO símtæki

Þessum leiðbeiningum er ætlað að sýna hvernig á að stilla símann og lýsir hvernig á að nota grunneiginleika hans. Það sem er í boði er háð símakerfinu sem síminn er tengdur við. Vera kann að síminn hafi ekki upp á allt að bjóða sem hér er bent á.

Uppsetning á IP-símanumFylgið þessum fyrirmælum til að koma símanum í notkun og tengja hann.

  • Snúið símanum á hvolf til að komast að tengingum sem þar eru. Ekki skal tengja símasnúru við svokallað aux tengi
  • Settu enda símasnúrunnar (lengri sléttur endi) í heyrnartólstengið á símanum, sem er merkt HAC og símatákni. Þræðið símasnúruna gegnum tengirauf.
  • Tengja skal hinn enda snúrunnar í neðri hluta heyrnartólsins (ekki sýnt).
  • (Val) Settu saman símann með því að stilla saman flipana á standinum við raufarnar á sjálfu símtækinu. Renndu neðri flipunum í neðri raufarnar á símtækinu og þrýst létt niður á standinn. Hann ætti að renna auðveldlega í efri raufarnar. Ekki skal beita átaki.
  • Síminn tengdur við net. Tengdu annan endann á Ethernet-kapli við nettengilinn á símanum, merkt SW. Tengdu hinn endann á Ethernet-kaplinum við viðeigandi tæki eins og til dæmis sviss á staðarnetinu.

Gætið þess að nota SW tengi (ekki PC) þegar síminn er tengdur við sviss.

  • Ef svissinn styður straumfæðingu (Power Over Ethernet) þarf ekki spennugjafa. Annars skal tengja spennugjafann í afltengið (Power Port) á símanum.
  • (Val) Hægt að tengja einkatölvu við staðarnet í gegnum Cisco símann. Tengja skal annan enda Ethernet kapals (sem fylgir ekki) við PC tengil aftan á símanum. Hinn endi Ethernet-kapalsins skal tengdur við nettengil á tölvunni.
  • (Val). Hægt að koma símanum fyrir lóðrétt á vegg með því að nota MB100 Wall Mount hengi frá Cisco.

Eftir að búið er að tengja símann við netið og hann búinn að taka sjálfvirkt á móti grunnstillingu ætti símalínuhnappur að lýsa með grænum lit (á þeim tækjum sem hafa símalínuhnappa). Á SPA502G sem ekki hefur línuhnappa ætti að heyrast valsónn þegar símtólinu er lyft eða þegar stutt er á hátalarahnappinn.

Leiðbeiningar

# Eiginleiki símans Lýsing
1 Heyrnartól Lyfta af til að hringja eða svara símtali
2 Skilaboð bíða ljós Stöðugt rautt ljós ef ný talskilaboð bíða. Rautt ljós blikkar þegar síminn hringir eða það er verið að uppfæra hugbúnað símans.
3 Skjár Birtir dagsetningu og tíma, heiti símans, innanhússnúmer og valkosti á forritanlegum hnöppum
4 Línuhnappar Sýnir stöðu símalínunnar (ekki hægt á SPA502G). Staðan þegar logar:

- Grænn lína er laus
- Stöðugt rautt Línan er virk eða í notkun
- Blikkandi rautt Línan er á bið
- Appelsínugult Línan ekki innskráð (óvirk)

Einnig má forrita þessa hnappa til að framkvæma aðgerðir eins fyrir hraðval, svara fyrir annan eða fylgjast með öðrum síma.
5 Aðgerðahnappar Styddu á hnapp til að framkvæma þá aðgerð sem fram kemur á skjá símans.
6 Forritanlegir hnappar Þessa hnappa getur umsjónarmaður kerfisins forritað svo þeir geta framkvæmt aðgerðir eins og hraðval, svara fyrir annan eða fylgjast með öðrum síma. (Bara mögulegt á SPA509G).
7 Leiðsagnarhnappar Styddu á ör til að skruna til vinstri, hægri, upp eða niður um það svæði sem er sjáanlegt á skjánum. (Ekki í boði á SPA501G).
8 Skilaboðahnappur Styddu á hnappinn til að fá aðgang að talhólfum (verður að vera stillt af umsjónarmanni símakerfisins).
9 Biðhnappur Til að setja símtal á bið
10 Uppsetningahnappur Styddu á hnappinn til að fá aðgang að valmynd til að stilla eiginleika og valkosti (eins og til dæmis símaskrá eða hraðval), til að fá aðgang að símtalaskrá og stilla aðgerðir (eins og hringiflutning).
11 Mute-hnappur Stutt á hnappinn til að loka eða opna fyrir hljóðnema. Þegar hljóðnema er loka er rautt ljós logandi. Blikkandi rautt ljós bendir til að nettenging finnist ekki.
12 Hljóðstyrkur Stutt á + til að auka styrkinn og ¿ til að draga niður í styrk heyrnartólsins, höfuðtólsins, hátalarans (þega er álagt) eða hringistyrk (þegar er álagt).
13 Höfuðtólshnappur Stutt á hnappinn til að kveikja eða slökkva á höfuðtóli. Þegar höfuðtólið er á lýsir hnappurinn með grænu ljósi.
14 Hátalarahnappur Stutt á hnappinn til að kveikja eða slökkva á hátalara. Þegar kveikt er á hátalaranum logar hnappurinn með grænu ljósi.
15 Hnappaborð Notað til að velja númer, rita stafi eða að velja af valmynd.

Helstu aðgerðir

Hnappur Eiginleiki
<> Fara til vinstri eða hægri um það sem er valið án þess að eyða táknum
Add Bæta við færslu
bXfer Hætt er við allar breytingar (stutt er á hnappinn áður en stutt er á OK)
cancel Hætt er við allar breytingar (stutt er á hnappinn áður en stutt er á OK)
cfwd/CfwdAll Öllum hringingum er vísað á tilgreint símanúmer
clear Eyðir símtalaskrá
conf/Confrn Hefur símafund
confl_x Setur línur í notkun saman á fund
delChr Eyðir síðustu tölu eða staf
delete Eyðir einu atriði (sem dæmi númeri úr símtalaskrá)
dial Velur númer
dir Veitir aðgang að símaskrám
dnd/DnD Ónáðið ekki. Hindrar að hægt sé að hringja í símanúmer
-dnd Fellir niður ónáðið ekki
edit Til að breyta númeri eða bókstöfum eða til að kveikja eða slökkva á tilteknum eiginleika
Exit Lokar valmynd
grPick/GPickUp Leyfir að svara hringingu á innanhússnúmer með því að komast að því hvaða númer það er
lcr Hringja í ósvarað símtal
miss Birtir skrá yfir ósvöruð símtöl
more Birtir aðra hnappa sem eru tiltækir
NewCall Til að hringja nýtt símtal
Option Stutt á hnappinn til að kalla fram valkosti. Til að velja viðkomandi atriði er stutt á OK
park Setur símtal á bið. Það helst á bið þar til það er afgreitt eða að sá sem bíður leggur á. Umsjónaraðili símakerfisins verður að stilla þennan eiginleika
pickup Leyfir að svara öðrum síma sem hringir með því að velja númer hans
redial Birtir lista yfir númer sem nýlega hefur verið hringt í
resume Haldið áfram með símtal sem hefur verið sett á bið
save Vista breytingar
unpark Halda áfram með símtal sem er á bið
xfer/Trnsfer Hringiflutningur
xferLx Flytur yfirstandandi símtal á númer sem hringt er í
y/n Farið í undirvalmynd og þegar er aftur stutt á hnappinn er valið milli Yes og No til að setja á eða taka af valkost

Hringt í eða úr símanum

Til að hringja eða svara er heyrnartóli lyft eða stutt á hátalarahnapp eða höfuðtólshnapp eða stutt á línuhnapp

Símtal sett á bið

Til að setja símtal á bið er stutt á Hold hnapp. Sá sem bíður heyrir þrjá stutta tóna eða biðtónlist. Til að halda áfram með símtalið er stutt á línuhnappinn sem blikkar með öru rauðu ljósi. Á SPA502G er stutt á resume hnapp.

Símtali lokið

Ef heyrnartólið er notað er lagt á eða stutt á EndCall hnappinn (á tilteknum símum). Ef verið er að nota hátalarasíma er stutt á Speaker hnappinn. Ef verið er að nota höfuðtól er annaðhvort stutt á Headset hnappinn (þráðtengdur) eða lagt á (þráðlaust).

Til að stilla hljóðstyrk í heyrnartóli eða hátalara er lyft af eða stutt á hátalarahnappinn. Stutt er á + á Volume hnapp inntil að auka styrkinn eða á – til að lækka styrkinn. Veljið svo Save.

Til að breyta hringingarstyrk er stutt á Volume hnappinn þegar heyrnartólið er álagt og slökkt á hátalaranum. Veljið svo Save.

Til að loka fyrir hljóðnema, hátalara eða hljóðnema á höfuðtóli er stutt á Mute hnapp á símanum. Hnappurinn logar með rauðu ljósi. Stutt er aftur á Mute til að opna fyrir hljóðnemann.

Notkun á flýtihnöppum

Þegar verið er að nota valmyndir má nota hnappaborðið til að rita númerið sem er næsta valmynd eða undir-valmynd á skjánum (Á ekki við SPA501G). Sem dæmi ef kalla á fram IP vistfang á SPA504G er stutt á Setup og valið 9. IP netfangið er birt á Network skjámyndinni. Athugið að valmyndir og valkostir eru mismunandi eftir gerðum símtækja.