Aðstoðarsíður / Sjónvarp

Hér færðu aðstoð og leiðbeiningar fyrir sjónvarpsþjónustu Símans.
Veldu undirflokk
Velja
+

Hvaða stöðvar eru innifaldar í Síminn Heimur Grunnur?

Algengar spurningar

Í Grunni eru eftirfarandi stöðvar:

 • BBC Brit
 • Boomerang
 • Box Hits
 • DR 1
 • France 24
 • History 2
 • Jim Jam
 • National Geographic
 • NRK 1 HD
 • Sky News
 • SVT 1
 • VH1
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvaða stöðvar eru innifaldar í Síminn Heimur Evrópa?

Algengar spurningar

Í Evrópu eru eftirfarandi stöðvar:

 • 2DF
 • ARD
 • Arte
 • Boomerang
 • DR 1
 • DR 1 HD
 • DR 2
 • DR 3
 • DR Ultra
 • France 2
 • France 24
 • KVF
 • M6
 • NRK 1 HD
 • NRK 2
 • Pro Sieben
 • Rai Uno
 • SAT 1
 • Sky News
 • SVT 1
 • SVT 1 HD
 • SVT 2
 • TVE
 • TVP Polonia
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvaða stöðvar eru innifaldar í Síminn Heimur Allt?

Algengar spurningar

Eftirfarandi stöðvar eru innifaldar í Síminn Heimur Allt

 • 19 Eurosport 1
 • 20 Eurosport 2
 • 31 DR1
 • 32 DR2
 • 33 NRK1
 • 34 NRK2
 • 35 NRK3
 • 36 SVT1
 • 37 SVT2
 • 38 KVF Kringvarp Føroya
 • 52 CBS Reality
 • 53 BBC Brit
 • 60 H2
 • 61 History Channel
 • 62 Animal Planet
 • 63 Discovery
 • 64 Discovery World
 • 65 Discovery Science
 • 66 National Geographic
 • 67 ID Discovery
 • 71 BBC World News
 • 72 CNBC
 • 73 Bloomberg Television
 • 74 CNN
 • 75 Sky News
 • 77 Fox News
 • 78 France 24 HD
 • 80 France 24 English
 • 81 Cartoon Network
 • 82 Disney Junior
 • 83 Disney XD
 • 84 Boomerang
 • 85 JimJam
 • 86 Baby TV
 • 88 Disney Channel
 • 92 E!
 • 95 Ginx
 • 96 Travel Channel
 • 97 TLC Europe
 • 98 Food Network
 • 100 Fine Living
 • 101 France 2
 • 102 M6 HD
 • 103 ARTE HD
 • 104 RAI Uno
 • 105 TVE
 • 106 ARD
 • 107 Pro Sieben
 • 108 Sat 1
 • 109 ZDF
 • 110 ARTE ÞÝSK
 • 112 TV Polonia
 • 122 Box Hits
 • 124 Magic
 • 126 Mezzo
 • 127 Mezzo live HD
 • 144 Extreme Sports Channel
 • 184 VH1
 • 218 Eurosport 1 HD
 • 219 Eurosport 2 HD
 • 231 DR1 HD
 • 233 NRK1 HD
 • 234 NRK2 HD
 • 235 NRK3 HD
 • 236 SVT1 HD
 • 258 BBC Earth HD
 • 261 History HD
 • 266 National Geographic HD
 • 271 BBC World News HD
 • 274 CNN HD
 • 296 Travel Channel HD
 • 298 Food Network HD
 • 300 Fine Living HD
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar get ég skoðað leigt efni úr SíminnBíó?

Algengar spurningar

Á þjónustuvefnum getur þú skoðað leigt efni. Allir viðskiptavinir hafa aðgang. Skoða notkun

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ég er með nettengingu hjá Gagnaveitu Rvk. get ég fengið Sjónvarp Símans?

Algengar spurningar

Já þú getur fengið alla sömu þjónustu og á öðrum netum, þ.m.t. Sjónvarpsþjónustu Símans án Sjónvarp Símans Premium og 4 aukamyndlykla.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Eru fleiri en eitt sjónvarp á heimilinu?

Algengar spurningar

Hægt er að fá aukamyndlykil fyrir Sjónvarp Símans að því gefnu að línan þín beri aukalykil. Ef þú ert með Ljósnet eða Ljósleiðara þá hefur þú möguleika á allt að fimm myndlyklum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ertu að upplifa myndtruflanir?

Algengar spurningar

Lita- og myndbrengl
Byrjaðu á því að ýta HDMI snúrunni betur inn í sjónvarpið, myndbandstækið, DVD-spilarann og/eða myndlykilinn. Ef ekkert lagast getur verið að HDMI-snúran sé ónýt og þá þarf að endurnýja hana.

Stafrænar truflanir (pixlar)
Hreyfing á snúru og/eða búnaði getur valdið truflunum.

Yfirfarðu snúruna úr myndlykli í beini (e. router). Er eitthvert mar á snúrunni, t.d. vegna núnings við hurð? Athugið að snúran frá beini í vegg má ekki vera lengri en 2 metrar.

Skoðaðu heimatengið/Videobrú (e. Powerline). Ef það er ekki hægt að tengja það beint við vegg þarftu að vera með millistykki. Passaðu að hafa heimatengið fremst á millistykkinu, þ.e. næst rafmagnssnúrunni.

Ef þú ert búin/nn að athuga ofangreind atriði gæti vandamálið verið línan sjálf. Hafðu þá samband við okkur í 800-7000 og við athugum línuna.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Getur rafmagn haft áhrif á beini og myndlykil?

Algengar spurningar

Já, ef truflanir koma á skjáinn þegar kveikt er á einhverju rafmagnstæki er ástæðan að öllum líkindum sú að þráðlaust sjónvarpstengi og viðkomandi rafmagnstæki eru tengd á sömu rafmagnsgrein í húsinu. Truflanir vegna rafmagnstækja ættu þó aðeins að vara í stutta stund og hverfa fljótt.

Gakktu úr skugga um að þráðlausu sjónvarpstengin séu tengd beint í vegg eða í fyrsta tengi við snúru fjöltengis.

Rafmagnstengill, sem er staðsettur við hliðina á símatengli, getur valdið truflunum á netsambandinu milli beinis og símstöðvar. Ef vandamálið er enn til staðar má prófa að færa tengin til í íbúðinni.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar get ég stillt kaupþak?

Algengar spurningar

Á þjónustuvefnum er hægt að stilla kaupþak á leigt efni úr Sjónvarpi Símans. Allir viðskiptavinir hafa aðgang. Stilla kaupþak

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Til hvers er þráðlaust sjónvarpstengi?

Algengar spurningar

Þráðlaust sjónvarpstengi er einfaldur og fyrirferðarlítill búnaður sem nýtir rafmagnslagnir heimilis fyrir flutning sjónvarpsmerkis innan heimilis og er því óþarfi að tengja snúru milli beinis og myndlykils.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar get ég breytt PIN númerinu í Sjónvarpi Símans?

Algengar spurningar

Á þjónustuvefnum getur þú séð og breytt PIN númerinu fyrir Sjónvarp Símans. Allir viðskiptavinir hafa aðgang. Fara á þjónustuvefinn

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Get ég tekið myndlykilinn með mér í fríið?

Algengar spurningar

Já, þú getur tekið Sagemcom 4K myndlykilinn með þér í fríið eða fengið aukamyndlykil fyrir sumarbústaðinn. Myndlykillinn getur tengst þráðlaust á farsímaneti og því hægt að taka með sér og tengja við sjónvarp með HDMI tengi.

Við mælum með því að vera með 4G búnað til að tengja myndlykilinn við farsímanet.
Ef þú ert ekki með Sagemcom 4K myndlykil getur þá nálgast hann í næstu verslun Símans

Uppsetning á þráðlausum myndlykli

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar get ég breytt sjónvarpsáskriftinni minni?

Algengar spurningar

Á þjónustuvefnum er hægt að bæta við og breyta sjónvarpsáskriftum. Allir viðskiptavinir hafa aðgang. Fara á þjónustuvefinn

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað geta mörg snjalltæki verið tengd við Sjónvarp Símans?

Algengar spurningar

Þú getur verið með allt að 5 tæki tengd en þú sækir skráningarnúmerið á þjónustuvefnum. Þar er einnig hægt að sjá hvaða tæki eru nú þegar tengd. Fara á þjónustuvefinn

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Airties 4K

Uppsetning á myndlyklum

Hvað fylgir með í kassanum?

 • Myndlykillinn
 • Straumbreytir
 • Netsnúra
 • HDMI snúra
 • Leiðarvísir

Hvernig tengi ég myndlykilinn?

 • Tengdu netsnúru úr myndlyklinum og yfir í gultengi númer 3 eða 4 á beininum.
 • Tengdu HDMI snúru milli myndlykils og sjónvarpsins.
 • Tengdu straumbreytinn við myndlykilinn og settu í samband við rafmagn.
 • Kveiktu á sjónvarpinu og stilltu á rétta HDMI rás. Á flestum sjónvörpum stendur við HDMI tengið þar sem snúran er tengd, númer hvað HDMI rásin er. Á flestum sjónvarpsfjarstýringum er skipt milli HDMI rása með því að ýta á takka merktur Source eða Input og nota örvatakka á fjarstýringunni til að velja á milli HDMI rása.

 Dæmi um Source eða Input takka

Source hnappur

 Myndlykill kveikir á sér sjálfur og upp kemur skjár sem stendur á „Bíðið augnablik“. Eftir skamma stund kemur upp viðmót Sjónvarp Símans. Myndlykillinn styður Ultra háskerpu.

Tengja netsnúru úr myndlykli í gul tengi

Hvernig tengi ég myndlykil ef beinir er á öðrum stað í húsinu?

Hægt er að kaupa svokallaðar Videobrýr sem senda netmerkið þráðlaust á milli sín. Fylgja þarf leiðbeiningum sem fylgja með þeim tækum til að tengja í gegnum þau.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað geta mörg snjalltæki verið tengd við Sjónvarp Símans?

Sjónvarpsappið

Þú getur verið með allt að 5 tæki tengd en þú sækir skráningarnúmerið á þjónustuvefnum eða í Sjónvarpi Símans. Þar er einnig hægt að sjá hvaða tæki eru nú þegar tengd. Fara á þjónustuvefinn

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig segi ég upp Sjónvarp Símans appinu?

Sjónvarpsappið

Þú getur sagt upp appinu á þjónustuvefnum og/eða í Sjónvarpi Símans. Uppsögn tekur gildi frá næstu mánaðarmótum.

Segja upp appinu í Sjónvarpi Símans

 • Veldu Menu á fjarstýringunni til að fá upp aðalvalmyndina.
 • Veldu Mín tæki í aðalvalmynd. Ef Snjalltækjastjórnun birtist ekki þá þarftu að endurræsa myndlykilinn.
 • Sláðu inn PIN og veldu Aflæsa.
 • Veldu að Afskrá tæki.

Segja upp appinu á þjónustuvefnum

 • Veldu Sjónvarp og svo Áskriftir og þjónustur.
 • Veldu Sjónvarpsappið undir liðnum Þjónustur í boði.
 • Veldu ruslafötuna til að eyða út snjalltæki.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað kostar að vera með Sjónvarp Símans appið?

Sjónvarpsappið

Þú greiðir ekkert mánaðargjald fyrir appið en hægt er að setja appið upp á 5 snjalltækjum. Gagnanotkun umfram það sem er innifalið í áskriftarleiðinni þinni er gjaldfærð samkvæmt verðskrá. Verðskrá

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar sæki ég skráningarnúmer í Sjónvarpi Símans

Sjónvarpsappið
 1. Sæktu appið - Sæktu appið í snjalltækið gegnum App Store eða á Google Play eftir því sem við á.
 2. Veldu Menu - Veldu Menu á fjarstýringu myndlykils til að fá upp aðalvalmynd
 3. Veldu Mín tæki - Veldu Mín tæki í aðalvalmynd. Ef Snjalltækjastjórnun birtist ekki á skjánum þarf að endurræsa myndlykilinn.
 4. Sláðu inn PIN númer - Fáðu skráningarkóðann með því að slá inn PIN og velja Aflæsa. Við það birtist skráningarnúmer snjalltækis.
 5. Sláðu inn skráningarnúmerið - Opnaðu nú appið í snjalltækinu og sláðu skráningarnúmerið þar inn. Þegar það er komið ættirðu að geta horft á Sjónvarp Símans í snjalltækinu þínu.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar sæki ég Sjónvarp Símans appið?

Sjónvarpsappið
 • Náðu í appið í gegnum App Store eða Google Play eftir því sem það á við.
 • Sæktu því næst skráningarnúmer til að tengja saman áskriftina og snjalltækið. Hægt er að sækja skráningarnúmerið á Þjónustuvef Símans eða í Sjónvarpi Símans.
 • Þegar þú ert búin/nn að sækja skráningarnúmerið þarftu að opna snjalltækið og slá þar inn skráningarnúmerið.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvar sæki ég skráningarnúmer á Þjónustuvefnum?

Sjónvarpsappið
 1. Veldu Sjónvarp - Á forsíðu þjónustuvefsins er valið Sjónvarp og svo Áskrift og þjónustur
 2. Áskrift og þjónustur - Veldu Sjónvarps appið í listanum Þjónustur í boði. Þar er valið Sækja skráningarnúmer.
 3. Sæktu appið - Sæktu appið í snjalltækið gegnum App Store eða á Google Play eftir því sem við á.
 4. Sláðu inn skráningarnúmerið - Opnaðu nú appið í snjalltækinu og sláðu skráningarnúmerið þar inn. Þegar það er komið ættirðu að geta horft á Sjónvarp Símans í snjalltækinu þínu.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvenær hefst tímabilið?

Síminn Sport

Tímabilið hefst 9. ágúst og er fram í miðjan maí.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Verður hægt að sjá lista yfir þá leiki sem verða sýndir?

Síminn Sport

Dagskrá næstu leikja verður aðgengileg á heimasíðu Símans.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig verður hægt að horfa á leiki í UHD?

Síminn Sport

Hægt verður að horfa á leiki í UHD í myndlyklum Símans, Sýn og í NovaTV.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Er hægt að borga fyrir einstaka leiki (PPV)?

Síminn Sport

Nei, ekki verður boðið uppá PPV.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvaða leikir verða í opinni dagskrá?

Síminn Sport

Laugardagsleikurinn kl. 15.00 verður í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans og á Síminn Sport

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Verður hægt að panta staka áskrift að Síminn Sport hjá Símanum og öðrum þjónustuaðilum?

Síminn Sport

Hægt verður að kaupa staka áskrift hjá Símanum, Sýn og Nova.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað tekur langan tíma frá því að gengið er frá áskrift að Síminn Sport í sjálfsafgreiðslu og hann verður virkur hjá mér?

Síminn Sport

Síminn Sport opnast eftir nokkrar mínútur ef gengið er frá áskrift á Þjónustuvefnum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Verður hægt að horfa á upptökur af öðrum leikjum sem ekki verða sýndir beint?

Síminn Sport

Leikir sem ekki verða sýndir beint verða sýndir seinna á Síminn Sport og aðgengilegir í viðmóti.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig panta ég Síminn Sport?

Síminn Sport

Ef þú ert með Sjónvarp Símans Premium eða Heimilispakkann þarftu ekki að gera neitt, Síminn Sport er innifalinn í Sjónvarpi Símans Premium og þú getur því strax byrjað að horfa.

Ef þú ert ekki með Sjónvarp Símans Premium pantar þú Síminn Sport á Þjónustuvefnum, allir hafa aðgang. Einnig getur þú haft samband við okkur síma 8007000 eða á Netspjallinu.

Panta áskrift

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað þarf ég að hafa til að horfa á leiki í UHD?

Síminn Sport

Til þess að njóta UHD gæða þá þarftu að eiga UHD sjónvarp og UHD myndlykil.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Ef ég segi upp þjónustunni, þarf ég þá að greiða út mánuðinn?

Síminn Sport

Uppsögn miðast við næstu mánaðarmót, viðskiptavinur er því með þjónustuna út mánuðinn og greiðir út mánuðinn.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvernig verður hægt að horfa á leikina?

Síminn Sport

Á myndlyklum Símans, Sýnar og NovaTV.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað verða margir leikir?

Síminn Sport

239 leikir þar af 76 leikir í UHD.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvað kostar Síminn Sport?

Síminn Sport

Hægt er að kaupa staka áskrift að Síminn Sport, áskriftin er einnig innifalin í Sjónvarpi Símans Premium. Sjá nánar verðskrá.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Hvaða áskriftir innihalda Enska boltann?

Síminn Sport

Heimilispakkinn, Sjónvarp Símans Premium og stök áskrift að Síminn Sport.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Verða allir leikirnir sýndir beint?

Síminn Sport

Nei, það má ekki sýna alla leikina í Ensku úrvalsdeildinni en við verðum með fimmtán prósent fleiri leiki en voru sýndir í fyrra, alls 239 leiki.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Airties 7205

Uppsetning á myndlyklum

Hvað fylgir með í kassanum?

 • Myndlykillinn
 • Straumbreytir
 • Netsnúra
 • HDMI snúra
 • Leiðarvísir

Hvernig tengi ég myndlykilinn?

 • Tengdu netsnúru úr myndlyklinum og yfir í gultengi númer 3 eða 4 á beininum.
 • Tengdu HDMI snúru milli myndlykils og sjónvarpsins.
 • Tengdu straumbreytinn við myndlykilinn og settu í samband við rafmagn.
 • Kveiktu á sjónvarpinu og stilltu á rétta HDMI rás. Á flestum sjónvörpum stendur við HDMI tengið þar sem snúran er tengd, númer hvað HDMI rásin er. Á flestum sjónvarps fjarstýringum er skipt milli HDMI rása með því að ýta á takka merktur Source eða Input og nota örvatakka á fjarstýringunni til að velja á milli HDMI rása.

 Dæmi um Source eða Input takka

Source hnappur

 Myndlykill kveikir á sér sjálfur og upp kemur skjár sem stendur á „Bíðið augnablik“. Eftir skamma stund kemur upp viðmót Sjónvarp Símans. Myndlykillinn styður Ultra Háskerpu

Tengja netsnúru úr myndlykli í gul tengi

Hvernig tengi ég myndlykil ef beinir er á öðrum stað í húsinu?

Hægt er að kaupa svokallaðar Videobrýr sem senda netmerkið þráðlaust á milli sín. Fylgja þarf leiðbeiningum sem fylgja með þeim tækjum til að tengja í gegnum þau.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Airties 7200

Uppsetning á myndlyklum

Hvað fylgir með í kassanum?

 • Myndlykillinn
 • Straumbreytir
 • Netsnúra
 • HDMI snúra
 • Leiðarvísir

Hvernig tengi ég myndlykilinn?

 • Tengdu netsnúru úr myndlyklinum og yfir í gultengi númer 3 eða 4 á beininum.
 • Tengdu HDMI snúru milli myndlykils og sjónvarpsins.
 • Tengdu straumbreytinn við myndlykilinn og settu í samband við rafmagn.
 • Kveiktu á sjónvarpinu og stilltu á rétta HDMI rás. Á flestum sjónvörpum stendur við HDMI tengið þar sem snúran er tengd, númer hvað HDMI rásin er. Á flestum sjónvarpsfjarstýringum er skipt milli HDMI rása með því að ýta á takka merktur Source eða Input og nota örvatakka á fjarstýringunni til að velja á milli HDMI rása.

 Dæmi um Source eða Input takka

Source hnappur

 Myndlykill kveikir á sér sjálfur og upp kemur skjár sem stendur á „Bíðið augnablik“. Eftir skamma stund kemur upp viðmót Sjónvarp Símans. Myndlykillinn styður Ultra háskerpu

Tengja netsnúru úr myndlykli í gul tengi

Myndlykillinn er með RCA-tengi líka, sem eru ekki sýnd á myndinni

Hvernig tengi ég myndlykil ef beinir er á öðrum stað í húsinu?

Hægt er að kaupa svokallaðar Videobrýr sem senda netmerkið þráðlaust á milli sín. Fylgja þarf leiðbeiningum sem fylgja með þeim tækum til að tengja í gegnum þau.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Viltu læra á fjarstýringuna?

Algengar spurningar
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Sagemcom 4K stóri

Uppsetning á myndlyklum
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Sagemcom 4K litli

Uppsetning á myndlyklum
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
+

Sagemcom E190

Uppsetning á myndlyklum
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
Ekkert efni til að sýna...