
Eftirfarandi stöðvar eru innifaldar í Síminn Heimur Allt
Lita- og myndbrengl
Byrjaðu á því að ýta HDMI snúrunni betur inn í sjónvarpið, myndbandstækið, DVD-spilarann og/eða myndlykilinn. Ef ekkert lagast getur verið að HDMI-snúran sé ónýt og þá þarf að endurnýja hana.
Stafrænar truflanir (pixlar)
Hreyfing á snúru og/eða búnaði getur valdið truflunum.
Yfirfarðu snúruna úr myndlykli í beini (e. router). Er eitthvert mar á snúrunni, t.d. vegna núnings við hurð? Athugið að snúran frá beini í vegg má ekki vera lengri en 2 metrar.
Skoðaðu heimatengið/Videobrú (e. Powerline). Ef það er ekki hægt að tengja það beint við vegg þarftu að vera með millistykki. Passaðu að hafa heimatengið fremst á millistykkinu, þ.e. næst rafmagnssnúrunni.
Ef þú ert búin/nn að athuga ofangreind atriði gæti vandamálið verið línan sjálf. Hafðu þá samband við okkur í 800-7000 og við athugum línuna.
Já, ef truflanir koma á skjáinn þegar kveikt er á einhverju rafmagnstæki er ástæðan að öllum líkindum sú að þráðlaust sjónvarpstengi og viðkomandi rafmagnstæki eru tengd á sömu rafmagnsgrein í húsinu. Truflanir vegna rafmagnstækja ættu þó aðeins að vara í stutta stund og hverfa fljótt.
Gakktu úr skugga um að þráðlausu sjónvarpstengin séu tengd beint í vegg eða í fyrsta tengi við snúru fjöltengis.
Rafmagnstengill, sem er staðsettur við hliðina á símatengli, getur valdið truflunum á netsambandinu milli beinis og símstöðvar. Ef vandamálið er enn til staðar má prófa að færa tengin til í íbúðinni.
Á þjónustuvefnum er hægt að stilla kaupþak á leigt efni úr Sjónvarpi Símans. Allir viðskiptavinir hafa aðgang. Stilla kaupþak
Á þjónustuvefnum getur þú séð og breytt PIN númerinu fyrir Sjónvarp Símans. Allir viðskiptavinir hafa aðgang. Fara á þjónustuvefinn
Já, þú getur tekið Sagemcom 4K myndlykilinn með þér í fríið eða fengið aukamyndlykil fyrir sumarbústaðinn. Myndlykillinn getur tengst þráðlaust á farsímaneti og því hægt að taka með sér og tengja við sjónvarp með HDMI tengi.
Við mælum með því að vera með 4G búnað til að tengja myndlykilinn við farsímanet.
Ef þú ert ekki með Sagemcom 4K myndlykil getur þá nálgast hann í næstu verslun Símans
Uppsetning á þráðlausum myndlykli
Á þjónustuvefnum er hægt að bæta við og breyta sjónvarpsáskriftum. Allir viðskiptavinir hafa aðgang. Fara á þjónustuvefinn
Þú getur verið með allt að 5 tæki tengd en þú sækir skráningarnúmerið á þjónustuvefnum. Þar er einnig hægt að sjá hvaða tæki eru nú þegar tengd. Fara á þjónustuvefinn
Hvað fylgir með í kassanum?
Hvernig tengi ég myndlykilinn?
Dæmi um Source eða Input takka
Myndlykill kveikir á sér sjálfur og upp kemur skjár sem stendur á „Bíðið augnablik“. Eftir skamma stund kemur upp viðmót Sjónvarp Símans. Myndlykillinn styður Ultra háskerpu.
Hvernig tengi ég myndlykil ef beinir er á öðrum stað í húsinu?
Hægt er að kaupa svokallaðar Videobrýr sem senda netmerkið þráðlaust á milli sín. Fylgja þarf leiðbeiningum sem fylgja með þeim tækum til að tengja í gegnum þau.
Þú getur verið með allt að 5 tæki tengd en þú sækir skráningarnúmerið á þjónustuvefnum eða í Sjónvarpi Símans. Þar er einnig hægt að sjá hvaða tæki eru nú þegar tengd. Fara á þjónustuvefinn
Þú getur sagt upp appinu á þjónustuvefnum og/eða í Sjónvarpi Símans. Uppsögn tekur gildi frá næstu mánaðarmótum.
Segja upp appinu í Sjónvarpi Símans
Segja upp appinu á þjónustuvefnum
Þú greiðir ekkert mánaðargjald fyrir appið en hægt er að setja appið upp á 5 snjalltækjum. Gagnanotkun umfram það sem er innifalið í áskriftarleiðinni þinni er gjaldfærð samkvæmt verðskrá. Verðskrá
Ef þú ert með Sjónvarp Símans Premium eða Heimilispakkann þarftu ekki að gera neitt, Síminn Sport er innifalinn í Sjónvarpi Símans Premium og þú getur því strax byrjað að horfa.
Ef þú ert ekki með Sjónvarp Símans Premium pantar þú Síminn Sport á Þjónustuvefnum, allir hafa aðgang. Einnig getur þú haft samband við okkur síma 8007000 eða á Netspjallinu.
Hægt er að kaupa staka áskrift að Síminn Sport, áskriftin er einnig innifalin í Sjónvarpi Símans Premium. Sjá nánar verðskrá.
Hvað fylgir með í kassanum?
Hvernig tengi ég myndlykilinn?
Dæmi um Source eða Input takka
Myndlykill kveikir á sér sjálfur og upp kemur skjár sem stendur á „Bíðið augnablik“. Eftir skamma stund kemur upp viðmót Sjónvarp Símans. Myndlykillinn styður Ultra Háskerpu
Hvernig tengi ég myndlykil ef beinir er á öðrum stað í húsinu?
Hægt er að kaupa svokallaðar Videobrýr sem senda netmerkið þráðlaust á milli sín. Fylgja þarf leiðbeiningum sem fylgja með þeim tækjum til að tengja í gegnum þau.
Hvað fylgir með í kassanum?
Hvernig tengi ég myndlykilinn?
Dæmi um Source eða Input takka
Myndlykill kveikir á sér sjálfur og upp kemur skjár sem stendur á „Bíðið augnablik“. Eftir skamma stund kemur upp viðmót Sjónvarp Símans. Myndlykillinn styður Ultra háskerpu
Myndlykillinn er með RCA-tengi líka, sem eru ekki sýnd á myndinni
Hvernig tengi ég myndlykil ef beinir er á öðrum stað í húsinu?
Hægt er að kaupa svokallaðar Videobrýr sem senda netmerkið þráðlaust á milli sín. Fylgja þarf leiðbeiningum sem fylgja með þeim tækum til að tengja í gegnum þau.