Sjónvarp

Vantar þig aðstoð?

Hér má finna leiðbeiningar og aðstoð fyrir Sjónvarp Símans. Ef þig vantar frekari upplýsingar, hafðu þá samband og við leysum málið með þér.

Truflanir á sjónvarpsþjónustu

Lita- og myndbrengl - Athugaðu hvort SCART-tengi séu kirfilega fest í sjónvarp og myndlykil. Öll vandamál sem tengjast brenglaðri mynd má sennilega rekja til SCART-tengis.

Stafrænar truflanir (pixlar) - Bendir til þess að um línuvandamál geti verið að ræða. Yfirfarðu snúruna úr myndlykli í beini (router). Er eitthvert mar á snúrunni, t.d. vegna núnings við hurð? Snúran frá beini í vegg á ekki að vera lengri en u.þ.b. 2 metrar.

Ef þú ert með heimatengi skaltu athuga að ekki er fullur stuðningur við það ef tengið er tengt í millistykki. Ef ómögulegt er að tengja það beint í vegg verður það að vera fremst í millistykkinu, þ.e. næst rafmagnssnúrunni.

Hreyfing á snúru og/eða búnaði getur valdið truflunum.

Snúran (SCART-kapall) á milli sjónvarps og myndlykils er mjög viðkvæm og getur valdið ýmsum vandamálum, eins og

 • Flökt á mynd
 • Svartur skjár
 • Mynd en ekkert hljóð
 • Hljóðlaust en mynd sést
 • Litabreytingar og óvenjulegir litir
 • Léleg myndgæði

Lausn: Byrjaðu á því að ýta SCART-snúrunni betur inn í sjónvarp, myndbandstæki, DVD-spilara og myndlykil. Ef það leysir ekki vandamálið getur verið að SCART-snúran sé ónýt og hana þurfi að endurnýja.

Vandamálið er líklega tengt smásíunni (sjá mynd til hliðar) sem á að vera tengd við öll símtæki og faxtæki og er þá best að skipta henni út. Í einstaka tilfellum er vandamálið tengt símtækinu sjálfu. Prófaðu þá mismunandi hringistillingar á því (t.d. að skipta úr yfir í tone dialing).

Skilaboðin Truflun á myndveituþjónustu geta komið upp við uppsetningu nýs myndlykils. Myndlykillinn er þá ekki með nýjustu uppfærslu. Leyfðu myndlyklinum að keyra uppfærsluna og kveiktu síðan á honum með fjarstýringu. Ef það dugar ekki til slökktu þá á beininum og taktu hann úr sambandi við rafmagn, bíddu í 30 sekúndur, stingdu aftur í samband og kveiktu á honum. Þegar DSL- eða Broadband ljósið á beininum er orðið grænt og stöðugt þarf að taka myndlykilinn úr sambandi við rafmagn og stinga síðan aftur í samband. Taktu myndlykilinn úr sambandi við rafmagn, bíddu í 30 sekúndur og settu aftur í samband.

Rafmagn getur haft áhrif á beini eða myndlykil. Ef truflanir koma á skjáinn þegar kveikt er á einhverju rafmagnstæki er ástæðan að öllum líkindum sú að þráðlaust sjónvarpstengi og viðkomandi rafmagnstæki eru tengd á sömu rafmagnsgrein í húsinu. Truflanir vegna rafmagnstækja ættu þó aðeins að vara í stutta stund og hverfa fljótt.

Gakktu úr skugga um að þráðlausu sjónvarpstengin séu tengd beint í vegg eða í fyrsta tengi við snúru fjöltengis.

Rafmagnstengill, sem er staðsettur við hliðina á símatengli, getur valdið truflunum á ADSL-sambandinu milli beinis og símstöðvar. Ef vandamálið er enn til staðar má prófa að færa tengin til í íbúðinni.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.

Lengd símalínu, þ.e. fjarlægð heimilis frá símstöð, getur haft mikil áhrif á gæði ADSL sambandsins. Stuttar símalínur eru yfirleitt betur til þess fallnar að bera sjónvarpsþjónustu, heldur en þær sem eru langar. Algengt er að símalínur sem eru lengri en 2,5 km ráði ekki við sjónvarpsþjónustu. Símalagnir inni á heimilum geta einnig haft mikil áhrif á gæði ADSL sambandsins og það hvort línan ráði við sjónvarpsþjónustu.

Villuskilaboð

Ef skilaboðin Læst stöð birtast fyrir sjónvarpsstöð sem þú telur að eigi að vera opin á myndlyklinum skaltu prófa eftirfarandi:

 1. Prófaðu að endurræsa myndlykilinn með því að taka hann úr sambandi við rafmagn. Bíddu í nokkrar mínútur. Stingdu honum síðan aftur í samband.
 2. Bíddu þar til Símamyndin hverfur af skjánum og rautt ljós birtist á myndlyklinum. Kveiktu þá með fjarstýringunni.
 3. Ef þú ert með myndlykil með snjallkorti og þetta virkar ekki prófaðu þá að slökkva á myndlyklinum með efsta takkanum á fjarstýringunni, taka snjallkortið úr honum og þurrka af gyllta fletinum (örgjörvanum) með hreinum klút. Settu svo kortið aftur í og kveiktu á myndlyklinum.
 4. Ef ekkert af þessu virkar skaltu hafa samband við sjónvarpsstöðina sem selur áskriftina og ganga úr skugga um að hún eigi að vera opin.

Ef þessi skilaboð birtast skaltu prófa eftirfarandi:

 1. Endurræstu myndlykilinn með því að taka hann úr sambandi við rafmagn.
 2. Bíddu í nokkrar mínútur. Settu hann svo aftur í samband.
 3. Bíddu þar til Símamyndin hverfur af skjánum og rautt ljós birtist á myndlyklinum. Kveiktu þá með fjarstýringunni. Reyndu því næst að leigja myndina aftur.

Þessi villuskilaboð gefur til kynna að myndlykillinn hafi ekki náð sambandi við miðlægt útsendingarkerfi og geta verið nokkrar ástæður fyrir því.

 1. Ef ADSL eða Ljósnets-samband er virkt (grænt ljós á að loga stöðugt við DSL eða Broadband merkingu á beini) og myndlykillinn er tengdur í tengi 4 á beininum (ef þetta er aukalykill þá tengist hann í hólf 3), ætti að vera nóg að taka myndlykilinn úr sambandi við rafmagn og setja hann síðan aftur í samband.
 2. Ef villuskilaboðin hverfa ekki af skjánum, prófaðu þá að slökkva á beininum og taka hann úr sambandi við rafmagn, bíða í 30 sekúndur og stinga aftur í samband og kveikja á honum. Þegar DSL- eða Broadband ljósið á beininum er orðið grænt og stöðugt þá þarf að taka myndlykilinn úr sambandi við rafmagn og stinga síðan aftur í samband.
 1. Ef skilaboðin Network error birtast skaltu athuga í hvaða hólfi á beini snúran frá myndlyklinum er tengd. Hún á að vera í hólfi 4 (hólf 3 aukamyndlykill).
 2. Ef tengingin er rétt þá skaltu prófa að ýta við snúrunni og festa hana betur (bæði í myndlykli og beini).

Á HD myndlyklinum

 1. Kortinu er stungið inn í rauf að framan. Það stendur u.þ.b. einn sentimetra út úr myndlyklinum.
 2. Prófaðu að taka kortið út og setja það aftur inn. Passaðu að kortið snúi rétt. Gyllti flöturinn snýr upp og fer fyrst inn í myndlykilinn.
 3. Endurræstu myndlykilinn ef villuskilaboðin hverfa ekki af skjánum.
 4. Ef myndlykillinn kemur oft með þessi villuskilaboð er margt sem bendir til þess að spennubreytirinn sé orðinn lélegur. Hægt er að skipta spennubreytinum út í verslun Símans eða hjá samstarfsaðilum.

Á eldri myndlyklinum

 1. Kortið er undir myndlyklinum og gyllti flöturinn snýr að myndlyklinum.
 2. Prófaðu að taka kortið út og renna því aftur í raufina.
 3. Endurræstu myndlykilinn ef villuskilaboðin hverfa ekki af skjánum.

Þegar þessi villuskilaboð koma upp bendir það yfirleitt til miðlægrar bilunar. Byrjaðu á að prófa að slökkva á beininum og taka hann úr sambandi við rafmagn, bíddu í 30 sekúndur, stingdu aftur í samband og kveiktu á honum. Þegar DSL- eða Broadband ljósið á beininum er orðið grænt og stöðugt þarf að taka myndlykilinn úr sambandi við rafmagn og stinga síðan aftur í samband.

Þessi villa kemur upp á skjáinn á HD myndlyklinum (ekki á sjónvarpsskjánum). Villan kemur upp ef myndlykill er rangt tengdur

Þessi tenging er röng:

 1. myndlykill > SCART (TV) > video > SCART -> sjónvarp
 2. myndlykill > SCART (VCR) > videotæki / DVD án upptökumöguleika

Rétt tenging er:

 1. myndlykill > SCART (TV) > sjónvarp
 2. myndlykill > SCART (VCR) > videotæki / DVD með upptökumöguleika