Aukamyndlykill

Eru fleiri en eitt sjónvarpstæki á heimilinu?

Hægt er að fá aukamyndlykil fyrir sjónvarp um ADSL að því gefnu að línan þín beri aukalykil, en til að fá upplýsingar um slíkt skaltu hafa samband við okkur til að kanna málið. Ef þú ert með Ljósnet þá hefurðu möguleika á allt að fimm myndlyklum.

Tengja aukamyndlykil

Stafrænu myndlyklarnir eru tengdir með SCART-snúrum sem ekki er hægt að framlengja að ráði vegna þess hve sjónvarpsmerkið dofnar hratt. Ef tengja á sjónvarp sem er í margra metra fjarlægð þarf að nota mótara til að færa vídeómerkið upp á burðartíðni svo að hægt sé að senda það lengra. Mögulegt er að nota myndbandstæki til þess.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.