Sjónvarps appið

Sjónvarp Símans í snjalltækið

Hér finnurðu leiðbeiningar um hvernig þú getur horft á Sjónvarp Símans í snjalltækinu þínu. Ef lendir í einhverjum vandamálum við uppsetninguna hafðu þá samband við okkur og við leysum málið.

Gagnamagnsnotkun

Gagnamagn á farsímakerfum sem myndast við notkun á Sjónvarp Símans appinu, umfram innifalið gagnamagn í áskriftarleið viðskiptavinar, gjaldfærist samkvæmt verðskrá.

Uppsögn

Skref 2-4 hér að neðan þar til Snjalltækjastjórn inniheldur engin tæki. Þá tekur uppsögn gildi frá næstu mánaðarmótum.

1. Sækja appið

Sæktu appið í snjalltækið gegnum App Store eða á Google Play eftir því sem við á.

2. Tengja við myndlykilinn

Veldu Menu á fjarstýringu myndlykils til að fá upp aðalvalmynd

3. Snjalltækjastjórnun

Veldu Mín tæki í aðalvalmynd. Ef Snjalltækjastjórnun birtist ekki á skjánum þarf að endurræsa myndlykilinn.

4. PIN númer

Sláðu inn PIN og veldu Aflæsa.

Við það birtist skráningarnúmer snjalltækis.

5. Skráningarnúmer

Opnaðu nú appið í snjalltækinu og sláðu skráningarnúmerið þar inn. Þegar það er komið ættirðu að geta horft á Sjónvarp Símans í snjalltækinu þínu.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.