Sjónvarpstengi

Til hvers sjónvarpstengi?

Þráðlaust sjónvarpstengi er einfaldur og fyrirferðarlítill búnaður sem nýtir rafmagnslagnir heimilis fyrir flutning sjónvarpsmerkis innan heimilis og er því óþarfi að tengja snúru milli beinis og myndlykils.

Um sjónvarpstengi

Bitahraði netsambands um tengin er allt að 85 Mb/s, sem þýðir að Sjónvarp Símans er í fullum gæðum. Þráðlausu sjónvarpstengin eru fullkomlega örugg gagnvart óviðkomandi aðgangi. Á þeim er læsing sem tryggir að sambandið sé öruggt. Hvorki þarf að setja heimatengin upp né samtengja til að tryggja öryggi. Með þráðlausum sjónvarpstengjum getur verið allt að 200 metra fjarlægð milli sjónvarpsins og beinisins. Þú getur því horft á sjónvarp um ADSL hvar sem er á heimilinu.

Tegundir sjónvarpstengja

Hefðbundið tengi - Bitahraði netsambands er allt að 85 Mb/s, sem þýðir að sjónvarp um ADSL er í fullum gæðum.

Öflugra tengi - Bitahraði þessara tengja er allt að 200 Mb/s, sem þýðir að þau styðja við háskerpuútsendingar og notkun aukamyndlykils á heimili.

Þráðlaus aðgangspunktur - Með þessari lausn er hægt að breyta öllum rafmagnsinnstungum heimilisins í þráðlausan aðgangspunkt. Gagnaflutningshraðinn er allt að 85 Mb/s en allt að 54 Mb/s þráðlaust. Í sumum tilfellum styður rafkerfi ekki við þráðlausu sjónvarpstengin og þá getur viðskiptavinur skilað búnaði í verslun. Mikilvægt er að viðskiptavinur skili öllum þar á meðal snúrum með, diski, umbúðum og öðru sem fylgdi með í upphafi.

Þráðlaus sjónvarpstengi eru aðallega ætluð til að tengja saman myndlykil fyrir sjónvarp um ADSL og beini.

Þráðlausu sjónvarpstengin má einnig nota til að tengja tvær eða fleiri tölvur saman. Hægt er að nota þráðlaus sjónvarpstengi fyrir tölvu, prentara, myndlykil og aukasendi, þ.e. allan búnað sem styðst við Ethernet (IEEE 802.3). Hins vegar er ekki hægt að tengja hefðbundinn síma við tengin.

Einnig má nota þráðlausu sjónvarpstengin til að samnýta Internettengingu. Þá er um leið og annað tengið hefur verið tengt við beini hægt að tengjast internetinu með því að stinga hinu tenginu í hvaða rafmagnsinnstungu sem er. Ef viðskiptavinir vilja tengja fleiri en eina tölvu við netið með þessum hætti er hægt að kaupa annað par af þráðlausum sjónvarpstengjum. Ekki er þó ráðlagt að hafa fleiri en 10 tengi á hverju heimili.

Einnig er hægt að tengja allan annan Ethernet-tengdan búnað, t.d. leikjatölvur (Xbox/PS2) með þráðlausu sjónvarpstengjunum. Þá þarf ekki að leggja langar LAN-snúrur um allt hús. Virkni þráðlausu sjónvarpstengjanna fer þó eftir ástandi raflagna í hverju húsi eða íbúð fyrir sig.

Hægt er að tengja allan búnað sem styðst við Ethernet við þráðlausu sjónvarpstengin. Ef nota á fleiri en 2 tengi (1 par) þarf að skilgreina þau sérstaklega til að öll tengin tali saman.

Á diski (CD) sem fylgir í pakkanum er hugbúnaður sem kallast MicroLink dLAN configuration wizard. Til að skilgreina fleiri en tvö þráðlaus sjónvarpstengi skaltu framkvæma eftirfarandi skref:

  • Þegar diskurinn er keyrðu finnur hugbúnaðurinn sjálfkrafa að finna þau tengi sem tengd eru beininum.
  • Í næsta skrefi velur þú sameiginlegt lykilorð fyrir öll tengin. Í flestum tilfellum er í lagi að halda eldra lykilorði áfram því hvert par hefur einstakt lykilorð. En ef lykilorðið er Homeplug skaltu breyta því, þar sem það er forskilgreint af framleiðanda.
  • Því næst þarf að skrá inn þau ID-númer sem skráð eru á hverju tengi. Hugbúnaðurinn forskráir það sem er tengt beininum sjálfum, en önnur tengi þarf að skrá inn handvirkt. Smelltu á Next þegar búið er að skrá inn öll ID-númerin.
  • Smelltu á Finish. Þá eiga öll tengin að tala saman og búnaðurinn að virka sem skyldi. Öll þráðlausu sjónvarpstengin eru nú örugg gegn óviðkomandi aðgangi.

Þráðlausu sjónvarpstengin er stungið beint í rafmagnsinnstungu eða fjöltengi (næst snúru), öðru nálægt ADSL-beini og hinu nálægt myndlykli. Þú tengir netsnúru milli tengjunum til viðkomandi búnaðar. Athugaðu að snúran tengist alltaf í tengi 4 á beini.

Ef búnaður er tengdur rétt við heimatengið birtast tvö ljós á tenginu (100/ACT og Power). Eftir örfáar sekúndur frá því að seinna tengið hefur verið sett í samband kviknar á link-ljósinu sem gefur til kynna að tenging sé komin á milli heimatengjanna tveggja. Nú á allt að virka sem skyldi og þú getur horft á sjónvarp um ADSL á hefðbundinn hátt.

Utanaðkomandi eins og nágrannar eiga ekki að geta truflað eða tengst netinu þínu gegnum þráðlaust sjónvarpstengi. Það er læsing á búnaðinum sem heitir DESpro (dulkóðun) og hún ver netið þitt og upplýsingarnar sem eru sendar um það gegn óviðkomandi aðgangi. Hvert par af þráðlausum sjónvarpstengjum hefur einstaka dulkóðun og tengin tvö geta því aðeins talað við hvort annað. Það kemur í veg fyrir að t.d. nágranni sem tengir samskonar tengi í sömu rafmagnsgrein hafi aðgang að þínu neti.

Ef þú verður var við sambandsleysi skaltu athuga eftirfarandi:

  • Er link-ljósið á búnaðinum sé kveikt? Ef það logar þarf að athuga hvort búið sé að tengja tengin rétt við beini og myndlykil.
  • Ef link-ljós vantar er ekki tenging á milli sjónvarpstengjanna og þá má prófa að tengja þau annars staðar í íbúðinni.
  • Ef þráðlaust sjónvarpstengi er tengt í fjöltengi verður að tryggja að það sé tengt í fyrsta tengi hjá snúru fjöltengisins.
  • Lagnaleiðin milli tengistykkjanna getur verið of löng eða rafkerfið í húsinu óhreint, þ.e. mikið um hátíðnipúlsa sem geta myndast út frá ýmiss konar stýringum eða ljósdempurum. Lélegar jarðtengingar auka á þessar truflanir.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.