Uppsetning á þráðlausum myndlykli

Taktu Sagemcom 4K myndlykilinn með þér í fríið eða fáðu aukamyndlykil fyrir sumarbústaðinn. Myndlykillinn getur tengst þráðlaust á farsímaneti og því hægt að taka með sér og tengja við sjónvarp með HDMI tengi.

Staðsetning myndlykils

Best er að staðsetja myndlykil sem næst sjónvarpi.

Það sem þarf

  • Sagemcom 4K myndlykill
  • Farsímanet eða þráðlaust net
  • Sjónvarp með HDMI tengi
  • Straumbreytir
  • Fjarstýring

Kveikt á myndlykli

Stingdu myndlykli í samband við rafmagn, myndlykill keyrir sig upp og fer svo á „stand-by“. Kveiktu á myndlyklinum með fjarstýringunni og fylgdu leiðbeiningunum sem birtast á skjánum.

  • Veldu það þráðlausa net sem á að tengjast
  • Sláðu inn lykilorðið fyrir þráðlausa netið, það má yfirleitt finna á bak/botnhlið netbeinis.
  • Bíðið augnablik á meðan að myndlykill nær sambandi, sem ætti að gerast innan 2 mínutna.

Hvað er í boði

Þráðlaus myndlykill sýnir þær áskriftir sem þú ert með en þó mest 18 stöðvar sem raðað er eftir vinsældum. Stöðvarnar eru RÚV, Sjónvarp Símans, Stöð 2, N4, Eurosport, Eurosport 2, Stöð2 sport, Stöð2 sport2, DR1, SVT1, History Channel, Discovery, National Geographic, Sky News, Boomerang, E, Rúv 2, NRK1. Einnig er hægt að horfa á Sjónvarp Símans Premium, Frelsi, SíminnBíó og SíminnKrakkar.

Það er hægt er að nota myndlykilinn þráðlaust heima við. Þá telur notkunin af inniföldu gagnamagni. Við mælum þó með að tengja myndlykil frekar beint við beini. Þá er notkunin ekki tengd við gagnamagnið og engar takmarkanir á sjónvarpsþjónustunni.

Voru þetta nægilegar upplýsingar?

Síminn kappkostar við að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina hvenær og hvar sem er. Ef frekari upplýsinga er þörf getur þú haft samband við okkur.

Netspjall

Fyrir einfaldar fyrirspurnir sem þú vilt fá svar við strax velur þú Netspjallið.

Tölvupóstur

Hægt er að senda okkur tölvupóst og við svörum þér innan sólarhrings á virkum dögum.

Facebook

Síminn er á samfélagsmiðlum eins og Facebook og viljum endilega fá þig með í hópinn þar.