Spotify

Spotify er ein stærsta tónlistarveita í heimi. Með henni geturðu hlustað á tónlist hvort sem er í snjalltækinu eða tölvunni.

Allir viðskiptavinir Símans geta gerst áskrifendur að Spotify Premium og Spotify Premium for Family og er þá mánaðargjaldinu bætt við símareikninginn hver mánaðarmót.

Algengar spurningar

Hver er munurinn á Premium og Premium for Family?

Premium er fyrir einn notenda og Premium for Family er fyrir allt að 6 notendur innan sama heimilis. Sjá verðskrá. 

Hvernig skrái ég mig í Premium hjá Símanum?

Gengið er frá skráningu á Spotify Premium og Spotify Premium for Family á Þjónustuvef Símans. Þegar áskriftin er orðin virk þarf að bæta við fjölskyldumeðlimum. Sjá nánar í liðnum Hvernig bæti ég við fjölskyldumeðlimum í Spotify Premium for Family?.

Hvernig bæti ég við fjölskyldumeðlimum í Spotify Premium for Family?

Þú bætir við fjölskyldumeðlimum í gegnum heimasíðu Spotify.

1. Farðu inn á Spotify og veldu innskráningu (e. Log In)
2. Veldu Profile og síðan Account.
3. Þegar þú ert kominn í stillingar ættirðu að sjá liðinn Premium for Family vinstra megin.
4. Veldu Send invite
5. Skrifaðu netfangið hjá þeim fjölskyldumeðlimum sem þú vilt bæta við í Spotify Family áskriftina þína.

Nú þarf móttakandi að opna póstinn sinn og velja þar Accept invitation . Móttakandi þarf svo að skrá sig inn, fylgja leiðbeiningum og velja Submit.

Ég næ ekki að skrá fjölskyldumeðlimi í Spotify Premium for Family?

Samkvæmt skilmálum frá Spotify verða allir notendur í Spotify Premium for Family að hafa sama heimili. Sjá skilmála.

Hér má sjá leiðbeiningar fyrir skráningu á aukanotendum á Spotify undir Manage your Premium for Family. 

Hvernig segi ég upp áskrift að Spotify?

Þú segir upp Spotify áskriftinni á Þjónustuvefnum

Hvaða skilmálar gilda um Spotify hjá Símanum?
Ef ég er nú þegar með Spotify, hvernig færi ég áskriftina yfir til Símans?

Það fyrsta sem þarf að gera er að segja upp núverandi áskrift hjá Spotify.

1. Ferð á Spotify.com og velur innskráningu (e. LogIn)
2. Velur þar Subscription og segir áskriftinni upp. Þá sérðu hvenær áskriftin rennur út hjá Spotify. Þegar sú dagsetning er liðin getur þú sótt um Spotify hjá Símanum á Þjónustuvefnum. Þú munt halda þínum lagalistum og stillingum þó svo þú færir þig yfir til Símans.