Athugið að þegar Internet stillingar hafa verið uppsettar gæti þurft að stilla vafra símans til að nota þá tengingu (Siminn Internet).
Stillingar fyrir streymi eru fyrir margmiðlunarefni (hljóð og mynd) sem streymt er í símann, t.d. YouTube myndbönd eða sjónvarp í símann.
Heiti tengingar: Nafn aðgangsstaðar (APN)
Síminn MMS: internet
Leiðbeiningar fyrir Android
Leiðbeiningar fyrir Apple iOS
Leiðbeiningar fyrir Blackberry
Leiðbeiningar fyrir Windows
Allir viðskiptavinir okkar hafa aðgang að Þjónustuvefnum en við mælum með innskráningu með rafrænum skilríkjum.
Ítarefni fyrir Síma (VoIP)
Hafa þarf samband við þjónustuver Símans til að fá stjörnumerkt gildi.
Síminn aðstoðar ekki við uppsetningu á öðrum beinum en þeim sem fást hjá Símanum og tekur enga ábyrgð á gæðum þjónustu í gegnum aðra beina.
Póstþjónusta / Email
Póstþjónusta / IMAP
Póstþjónusta / POP3
Myndskilaboð (MMS)MMS stillingar eru fyrir myndskilaboð sem hægt er að senda á milli farsíma og yfir í tölvu. Einnig er hægt að senda texta, hljóð og/eða myndskeið. Símtækið þarf að styðja GPRS og MMS. Sendandi og móttakandi verða að hafa MMS-stillingar í símanum sínum til að móttaka skeytið. Einnig er hægt að senda MMS á netfang.
Áframsenda MMS-skeyti úr símanum
Þú getur vistað öll MMS-skeyti sem þú færð send á símanum þínum og svo sent þær myndir sem þú átt á aðra viðtakendur. Ef móttakandi er ekki með síma sem styður MMS-skilaboða þá fær viðkomandi SMS-skeyti sem vísar á slóð á siminn.is þar sem myndin er aðgengileg. Eftir að MMS skeyti er sent er hægt að skoða það einu sinni í 24 klst. svo er því eytt.
Skilatilkynning
Hægt er að virkja Skilatilkynningu í símanum þínum í valmyndinni fyrir skilaboðin og þannig sjá hvort skeytið hafi skilað sér. Í stillingum er valið Myndskilaboð eða Margmiðlunarskilaboð.
MMS til útlanda
Hægt er að senda MMS til útlanda ef móttakandi MMS skilaboða er með íslenskt númer. Ekki er hins vegar hægt að senda MMS úr íslensku númeri í erlend farsímanúmer. Hafa skal í huga að önnur verð gilda fyrir notkun á myndskilaboðum erlendis. Sjá útlandaverð.
Upplýsingar um tengingar
Algengustu ástæður fyrir vandamálum við sendingu eða móttöku SMS skilaboða
Aðgangsstýring fyrir einstök tæki
Til dæmis til að stýra aðgang hjá börnum, getur stillt þannig að einstakar tölvur fái ekki aðgang að netinu á ákveðnum tímum.
1. Ýtir á tannhjólið við „Time of day“
2. Undir "Access Control" smella á"Add New Rule"
3. Fylla inn hvenær vélinn má vera tengd (Allow) eða hvenær hún má ekki vera tengd (Blocke).
4. Smella á "+" merkið til að vista regluna.
Hostname: Setja þarf inn MAC addressu af tölvunni sem reglan á að eiga við. Hægt að finna hana undir "Devices"
Mode: Allow eða Block
Start & Stop Time: Hvenær reglan tekur gildi og hvenær henni líkur
Day of week: Hægt að velja hvaða daga reglan á við. Ef ekkert er valið virkast reglan alla daga óháð tímasetningu.
Síminn ber enga ábyrgð á vandamálum sem geta komið upp við virkjun eða notkun á ofangreindum aðgerðum. Einnig er ekki er veitt aðstoð við þessar aðgerðir í Þjónustuveri eða verslunum.
Stilltu hvenær þú vilt að sé kveikt eða slökkt á þráðlausu neti á beini.
1. Ýtir á tannhjólið við „Time of day“
2. Smella á flipan „Wireless Control“ efst á síðunni og smella á "Add New Rule"
3. Fylla inn hvenær kveikt sé á þráðlausa netinu eða hvenær slökkt sé á því.
4. Smella á "+" merkið til að vista regluna.
Síminn ber enga ábyrgð á vandamálum sem geta komið upp við virkjun eða notkun á ofangreindum aðgerðum. Einnig er ekki er veitt aðstoð við þessar aðgerðir í Þjónustuveri eða verslunum.