Hérna getur þú skoðað myndband af uppsetningunni.
Þú byrjar á því að tengja símasnúru í heimasímann þinn og hinn endann í græna hólfið lengst til vinstri aftan á beininum.
Hringdu í 800 5550 til að virkja heimasímann. Síminn ætti nú að vera virkur.
Þá þarftu að hafa samband við öryggisfyrirtækið þitt áður en útskipting á beininum(e.router) á sér stað og fá nánari leiðbeiningar.
Flestir símar eru þráðlausir og eru með hleðslustöð sem getur verið hvar sem er í húsinu.
Við mælum því með því að færa einfaldlega hleðslustöðina frá gamla staðnum og tengja hana beint við beininn þinn.