Aðstoð

Í farsíma og spjaldtölvu

Vista gögn í Síminn Ský

+

Hvernig flokka ég myndirnar mínar í Síminn Ský appinu?

Til að flokka myndirnar eða ef þú vilt safna þeim saman á einn stað þá geturðu opnað appið, valið myndr og fært þær í Folder með því nafni sem þú velur.

Þá ertu alltaf með myndirnar á vísum stað, við höndina hvert sem þú ferð.

Nánar:

 1. Þú opnar Gallery .
 1. Smellir á punktana þrjá í hægra horninu uppi.
 1. Velur Select items ef þú vilt velja margar myndir til að setja í Folder.
 1. Velur myndirnar sem þú vilt setja í Folder.
 1. Velur kassann með örinni neðst í vinstra horninu.
 1. Velur þar Add to folder, næst Folder semá að bæta við í eða velur New folder, býrð til nafn og velur svo þann flokk sem þú bjóst til og vistar myndirnar.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvernig get ég sett Síminn Ský í símtækið mitt eða spjaldtölvuna?

Þú nærð í appið fyrir snjalltækin með því að fara í Play Store eða App Store og leitar að Síminn Ský. Þegar þú hefur hlaðið appinu niður þá opnar þú appið og skráir þig inn með Rafrænum skilríkjum. Ef þú ert að skrá þig inn í fyrsta skiptið fyllir þú út nánari upplýsingar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Síminn Ský hættir að vista myndirnar úr símtækinu þegar ég slekk á appinu. Get ég breytt því þannig að það sé alltaf að vista myndirnar mínar sjálfkrafa?

Ef þú ert með Android tæki þá er alltaf kveikt á sjálfvirkri vistun. Ef þú ert með iOS tæki þá gæti þurft að kveikja á því.

 1. Opnaðu Síminn Ský appið í símtækinu.
 2. Velur rendurnar þrjár efst í vinstra horninu.
 3. Velur Settings.
 4. Hakar í Fast backup.
 5. Ef þú vilt að síminn noti bæði WiFi og 4G netið til að hlaða niður myndunum þá velurðu undir Uploads Auto – over WiFi or Cellular.

Sjálfkrafa vistun hættir ef slökknar á símanum t.d ef hann verður hleðslulaus. Appið minnir þig reglulega á að það þurfi að opna það til að sjálfkrafa vistun fari aftur af stað.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Eru allar myndir og myndbönd úr símanum mínum sjálfkrafa vistað?

Allar myndir og myndbönd sem tekin eru vistast sjálfkrafa í Síminn Ský. Myndir og myndbönd sem búið er að flokka sérstaklega í möppur vistast ekki sjálfkrafa. Bæta þarf möppunum við handvirkt.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Í appinu er andlitsgreining þannig að eins andlit eru flokkuð í hópa. Hvernig kveiki ég á þessu?

1. Opnar Síminn Ský appið .

2. Velur, Highlights.

3. Velur þar stækkunarglerið efst í hægra horni .

4. Til að virkja andlitsgreiningu þá velur þú, Enable.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Í appinu er andlitsgreining þannig að eins andlit eru flokkuð í möppur. Get ég slökkt á þessu?

1. Opnar Síminn Ský appið

2. Velur, Highlights.

3. Velur þar stækkunarglerið efst í hægra horni.

4. Ýtir á, View all í People flokknum.

5. Velur doppurnar þrjár uppi í hægra horninu og velur, Disable face suggestions.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.