Aðstoð

Hólfaþjónusta

Uppsetning á hólfaþjónustu

+

Notkun á talhólfi

Talhólf tekur á móti skilaboðum þegar ekki er svarað í símann, hann er á tali, slökkt á honum eða síminn utan þjónustusvæðis. Þú færð svo SMS þegar ný skilaboð berast.

Til að hlusta á skilaboðin í talhólfinu þínu, hringirðu í gjaldfrjálst númer 1411 úr símanum. Til að hlusta á skilaboð úr öðrum farsíma eða talsímanúmeri hringir þú í +3548800100 og slærð inn GSM númer og því næst #lykilnúmer#.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Uppsetning á talhólfi

Til að geta notað talhólfið þarf að setja það upp og gera símtalsflutning virkan. Talvél fylgir þér í gegnum talhólfið með einföldum leiðbeiningum. Til að setja upp talhólfið er hringt í 1411 fyrir farsíma- og fastlínunúmer og þá heyrir þú sérstaka kynningu fyrir nýja notendur. Í kynningunni ertu beðin um að velja nýtt lykilnúmer og lesa inn símsvarakveðju.

Nýtt lykilorð
Lykilorðið á að vera fjórir tölustafir.

 • Sláðu inn lykilnúmer þitt og þá er nýtt lykilnúmer er lesið upp.
 • Þú slærð inn lykilnúmerið þegar þú hringir úr öðrum síma en talhólfið er tengt við, annars þarf ekki að slá inn lykilnúmer.

Símsvarakveðja
Næst lestu inn símsvarakveðjuna þína. Það er sú kveðja sem aðrir heyra sem hringja í talhólfið td „þetta er hjá Jóni, ég er ekki við í augnablikinu“

 • Símsvarakveðjan þín getur verið allt að 30 sekúndur að lengd.
 • Lestu inn símsvarakveðjuna eftir að hljóðmerkið heyrist og veldu síðan #.
 • Kveðjan er lesin upp. Annaðhvort geymir þú kveðjuna með því að velja # eða velja 1 til að hætta við og taka upp nýja kveðju.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hringt í talhólf erlendis frá

Hringdu í (+354) 8800200 til að hlusta á talhólfsskilaboðin þín þegar þú ert erlendis.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hringiflutningur í talhólf

Ekki svarað

Til að virkja er valið: **61*8800100#

Til að afvirkja er valið: ##61#

Utan þjónustusvæðis/slökkt

Til að virkja er valið: **62*8800100#

Til að afvirkja er valið: ##62#

Á tali

Til að virkja er valið: **67*8800100#

Til að afvirkja er valið: ##67#

Alltaf

Til að virkja er valið: **21*8800100#

Til að afvirkja er valið: ##21#

Tímastilltur flutningur

Til að virkja er valið: **61*8800100**tími#

Til að afvirkja er valið: ##61#

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Afvirkja hringiflutning

Auðveldasta aðferðin er sú að stimpla inn ##002# og ýta á „hringja“ takkann til að hringja. Einnig er hægt að gera þetta með aðgerð í símtækinu sjálfu.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Geymsla á skilaboðum

 • Þegar hlustað hefur verið á skilaboð geymast þau í 1 sólarhring.
 • Ný skilaboð eru geymd í 7 daga áður en þeim er eytt.
 • Hámarkstími fyrir skilaboð er 20 mín burtséð frá fjölda þeirra.
 • Hver skilaboð mega vera allt að 60 sek að lengd.
 • Vistuð skilaboð eru geymd í 365 daga.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Notkun á svarhólfi

Svarhólf geymir upplýsingar eða skilaboð sem svarhólfseigandi vill koma á framfæri, en sá sem hringir getur ekki skilið eftir skilaboð. Upplýsingarnar eru lesnar upp þrisvar sinnum. Svarhólfseigandi getur annað hvort látið símanotendur hringja beint í svarhólf sitt eða flutt viðkomandi símtöl í svarhólf með símtalsflutningi.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Uppsetning á svarhólfi

Þegar verið er að setja upp svarhólf í fyrsta skipti þarf að velja lykilnúmer og lesa inn svarhólfskveðju.

 • Hringja í viðeigandi svarhólfsnúmer 878-xxxx og ýta strax á # þegar svarað er.
 • Beðið er um fjögurra stafa lykilorð. Þegar svarhólf er sett upp í fyrsta skipti er lykilorðið 9999.
 • Þar sem svarhólfið er ekki uppsett gefst tækifæri til að lesa inn kveðju. Kveðjan má vera að hámarki 60 sekúndur.
 • Slá inn # að lestri loknum.
 • Hlusta á kveðjuna.
 • Til að samþykkja þessa kveðju, veldu kassa (#) eða einn (1)1 til að endurtaka upptöku.
  Næst þarf að velja lykilorð, 4 tölustafi.
 • Eftir að lykilorðið er slegið inn þarf að staðfesta með því að slá það aftur inn.
  Nýja lykilnúmerið er lesið upp.

Nú er uppsetningu lokið.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Breyting á svarhólfskveðju eða lykilnúmeri svarhólfs

Þegar breyta á svarhólfskveðju eða lykilnúmeri er það gert á eftirfarandi hátt.

 • Hringja beint í svarhólfsnúmerið 878-xxxx og ýta strax á # .
 • Þá er beðið um fjögurra stafa lykilorð. (ef lykilorðinu hefur ekki þegar verið breytt er það 9999)
 • Velja 3 til að breyta kveðju. Munið að endurtaka hana ef hún á að heyrast oftar en einu sinni. (Kveðjan má vera að hámarki 60 sekúndur)
 • Velja 4 til að breyta lykilorði.
 • Fylgja fyrirmælunum sem lesin eru.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.