Aðstoðarsíður

PSTN

+

Fyrir hvað stendur VoIP?

VoIP stendur fyrir “Voice over Internet Protocol”. Með VoIP er talmáli breytt í gagnaflutningspakka sem sendir eru út á internetið. Ólíkt gamla kerfinu eru upphafsstaður og endastaður símtals ekki skilgreindir sem heimilisfang heldur sem vistfang (IP tala).

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvaða leiðir eru í boði fyrir öryggis- og neyðarsíma?

Öryggis- og neyðarsímar munu nota farsímasambandið eða síminn tengdur yfir netið (e. VoIP).

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Ég er nú þegar með internetþjónustu hjá Símanum, hvað þarf ég að gera?

Þá er aðgerðin frekar einföld. Þú þarft að hafa samband við okkur í síma 800 7000 og við aðstoðum þig við að klára þessa yfirfærslu. Það sem þú þarft að gera eftir að þú heyrir í okkur er að færa heimasímann úr símatengli úr vegg yfir í beini (e. router).

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvernig tengi ég VoIP heimasíma við beini?

Hérna getur þú skoðað myndband af uppsetningunni.

Þú byrjar á því að tengja símasnúru í heimasímann þinn og hinn endann í græna hólfið lengst til vinstri aftan á beininum.

Hringdu í 800 5550 til að virkja heimasímann. Síminn ætti nú að vera virkur.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvað er PSTN talsímakerfið?

PSTN kerfið (e. Public switched Telephone Network) er hefðbundið rásaskipt símkerfi þar sem símtali er breytt í rafræn boð sem fara eftir fyrirfram ákveðnum rásaskiptum leiðum. Notendur tengjast með koparþræði og nær kerfið til yfir 99% heimila í landinu. Merkjasendingar sem setja upp símtalið ákveða hvaða leið er farin milli tveggja notanda í talsímaþjónustunni. Símanúmer er auðkenni hvers áskrifanda og tengjast ákveðinni staðsetningu eða heimilisfangi.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvað þýðir að tengja heimasímann yfir netið (e.VoIP)?

VoIP sími nýtir internetið. Þegar símtæki er flutt af hefðbundinni símtengingu (e. POTS) yfir á símtengingu yfir internet (e. VoIP) er verið að nota aðra tækni til þess að eiga símtöl. Það er þess vegna sem þú tengir síma í beinir (e. router) í stað þess að stinga í hefðbundið símatengi. Þú ættir ekki að verða var við neinn mun á gæðum þjónustunnar og þessi tækni snýr fyrst og fremst að því að símtalið er flutt yfir internet tengingu í stað hefðbundinnar línutengingar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Fyrir hvaða tíma þarf ég að vera búin/n að bregðast við?

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Ég er með öryggiskerfi, hefur þetta áhrif á það?

Já, ef núverandi fyrirkomulag er að símkerfið sé tengt yfir hefðbundinn heimasíma á koparlínu. Við mælum haft sé samband við þjónustuaðila öryggiskerfisins og það fært yfir á gagnaflutningstengingar eða farsímasamband.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Mun þessi breyting hafa áhrif á internettenginguna mína?

Aðeins er um að ræða lokun á heimasímanum og því hefur þessi breyting engin áhrif á gagnaflutningstengingar yfir koparkerfið eins og ADSL, VDSL, ISDN stofntengingar eða heimasíma sem fer yfir net (VoIP).

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Af hverju þessi breyting?

PSTN talsímakerfið hefur þjónað landsmönnum í yfir 35 ár og er því komið fram yfir líftíma sinn. Við tekur fjórða kynslóð talsímakerfa sem felur í sér möguleika sem ekki hafa verið í boði áður.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hverju er verið að breyta?

Síminn mun á árinu, loka PSTN talsímakerfinu sem er yfir kopar. Lokað var fyrir nýskráningar og flutning milli staða í talsímakerfinu 1.júní 2019.

Sjá nánar hérna.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvenær mun PSTN talsímakerfið loka?

Síminn mun á þessu ári loka PSTN heimasímakerfinu. Fyrsti áfangi lokana mun hefjast þann 1. maí 2020.
Við látum alla vita áður en lokað er fyrir tenginguna en lokað var fyrir nýskráningar og flutning milli staða 1. júní 2019.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.