Aðstoð

PSTN

Leiðbeiningar um PSTN

+

Nýtt heimasímakerfi, hvað þýðir það?

Með nýju heimasímakerfi (e. VoIP) verður heimasíminn tengdur yfir netið þ.e.a.s. símtalið verður flutt yfir internettengingu í stað hefðbundinnar línutengingar. Allir viðskiptavinir sem eru á gamla kerfinu okkar (e. PSTN) og vilja halda sínu heimasíma geta valið:

  • Heimasíma tengdan við hefðbundinn netbeini.
  • Heimasíma með föstum hringiflutning í farsíma.
  • Farsíma.

Ef þú ert með fyrirtæki eru nokkrar leiðir í boði eða:

  • Símavist, IP kerfi Símans, a) á IP tengingu eða xDSL b) yfir 4G netbeini.
  • Borðsími tengdur við hefðbundinn netbeini.
  • Borðsími með föstum hringiflutning í farsíma.  
  • Farsími.

Ef þú hefur fengið bréf um að það eigi að loka númerinu þínu er mikilvægt að hafa strax samband við okkur í Netspjalli, í síma 800 7000 (fyrirtæki hringja í 800 4000) eða koma í næstu verslun og við aðstoðum þig við að finna leiðina sem hentar best.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvaða leiðir eru í boði ef ég er með öryggiskerfi, öryggisnúmer, neyðarsíma, lyftusíma, mæla og/eða nema á gamla kerfinu (e. PSTN) ?

Hægt er að færa tenginguna yfir á nýja kerfið (e. VoIP) eða á farsímasamband. Nauðsynlegt er að finna bestu leiðina með viðkomandi þjónustuaðila.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvenær lokar á heimasímann/hefðbundna línur ef ég er á gamla kerfinu (e. PSTN)?

Búið er að loka fyrir allar nýskráningar og hófst vinnan við að loka ákveðnum símstöðvum 1. október 2020.  Hérna má sjá nánar um áfangaskiptingu og tímasetningar.  

Við látum alla viðskiptavini okkar vita áður en lokað er fyrir heimasímann með bréfi.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Ég er með nettengingu hjá Símanum, hvað þarf ég að gera?

Breytingin hefur enga áhrif á nettenginguna þína en þú þarft að hafa samband við okkur og við aðstoðum þig við að færa heimasímann úr símatenglinum úr vegg yfir í beini (e.router).

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvernig tengi ég VoIP heimasíma við beini?

Hérna getur þú skoðað myndband af uppsetningunni.

Þú byrjar á því að tengja símasnúru í heimasímann þinn og hinn endann í græna hólfið lengst til vinstri aftan á beininum.

Hringdu í 800 5550 til að virkja heimasímann. Síminn ætti nú að vera virkur.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.