Aðstoð

Í tölvu

Vista gögn í Síminn Ský

+

Af hverju vil ég vera með Síminn Ský forritið í tölvunni minni?

Ef þú vilt vista gögn úr tölvunni þinni í Síminn Ský með einföldu móti þá er best að ná í Síminn Ský tölvuforritið.  

Með tölvuforritinu er auðveldara að færa gögn á milli mappa (e. Folder) og hægt er að vinna með skjöl og vista þau beint í Síminn Ský möppuna í stað þess að skrá sig inn á Síminn Ský vefinn og velja Upload þegar vista á nýtt skjal.  

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Ég er með Windows tölvu. Hvernig get ég unnið í skjölum og vistað þau beint í tölvuna mína og í skýið á sama tíma?

Já. Með því að ná í Síminn Ský tölvuforritið. Það er gert með því að:

  1. Skrá þig inn á vefútgáfu Síminn Ský hérna.
  1. Veldu rendurnar þrjár efst í vinstra horninu
  1. Veldu Download App hnappinn sem birtist neðst

Þú sérð að forritið er komið í tölvuna þína með því að fara í Documents og þar á að vera mappa sem heitir Síminn Ský.

Einnig ætti að birtast Ský merkið með því að smella á örina neðst í hægra horninu í tölvunni.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Ég er með iPhone síma og Windows tölvu. Af hverju get ég ekki skoðað ljósmyndirnar úr símanum í tölvunni?

Allar ljósmyndaskrár úr iOS tækjum eru á forminu HEIC. Þegar Síminn Ský tekur afrit af ljósmyndunum úr iOS tæki þá vistast ljósmyndin sem HEIC skrá svo að engin myndgæði tapist við vistunina. Til að skoða HEIC skrá í Windows tölvu þarf að ná í HEVC viðbótina í Microsoft store. Viðbótin er gjaldfrjáls og er auðfundin með hjálp Google.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Get ég læst möppum í Ský með aðgangsorði?

Já. Síminn Ský tölvuforritið býr til Síminn Ský möppu sem er eins og aðrar möppur í tölvunni þinni. Þær læsingar sem eru til staðar í tölvunni þinni virka einnig fyrir Síminn Ský möppurnar þínar.  Síminn Ský appið í símanum þínum er aðgengilegt eins og önnur öpp.  

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Er möguleiki að geyma forrit í Skýinu?

Já. Síminn Ský tölvuforritið býr til Síminn Ský möppu sem er eins og aðrar möppur í tölvunni þinni. Þú getur vistað alls sem þú vilt og gert það þar með aðgengilegt allsstaðar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Geta gögn úr ákveðnum forritum farið sjálfkrafa í Skýið?

Nei. Einu gögnin sem vistast sjálfkrafa í Síminn Ský eru ljósmyndir og myndbönd úr símanum þínum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Er hægt að vista allar skrár í Síminn Ský?

Já. Síminn Ský tölvuforritið býr til Síminn Ský möppu sem er eins og aðrar möppur í tölvunni þinni. Allt sem þú vistar í Síminn Ský möppuna geturðu svo séð í símanum þínum, í tölvunni og á Síminn Ský vefnum. Þannig verða gögnin þín aðgengileg alls staðar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Ég finn ekki efni sem ég var búinn að setja inn á Síminn Ský?

Ef þú telur þig ekki vera að finna einhver gögn sem þú telur þig hafa vistað í Síminn Ský þá er fyrsta skref að prófa að skrá þig inn á Síminn Ský.  

Ef gögnin eru á vefnum en ekki í símanum þínum þá ættu þau að birtast fljótlega í símanum þínum.

Ef þú sérð gögnin ekki á vefnum né í símanum þínum þá hefurðu samband við okkur og við hjálpum þér að finna gögnin.  

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Er mögulegt að nálgast gögn eftir að þeim hefur verið eytt úr Síminn Ský?

Ef þú hefur sagt upp Síminn Ský og gögnum var eytt, þá er ekki hægt að nálgast þau.  

Ef þú eyðir gögnum úr Síminn Ský í appinu í símanum, tölvunni eða á vefnum, þá eru gögnin flutt í Trash eða ruslafötu þar sem gögnin bíða í 30 daga áður en þeim er eytt. Þú getur alltaf skráð þig inn á siminn.is/sky og skoðað hvaða gögn eru í ruslafötunni.  

Ef þú eyðir óvart gögnum þá hefur þú alltaf 30 daga til að ná í gögnin aftur.  

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Af hverju vistast ljósmyndirnar mínar úr símanum eingöngu á Síminn Ský svæðið mitt á vefnum, en ekki í möppuna í tölvunni?

Ekki er hægt að vera með sjálfkrafa vistun á ljósmyndum og myndböndum í tölvuna. Þú getur hins vegar, í appinu, alltaf valið þær ljósmyndir og myndbönd sem þú vilt koma inn á tölvuna þína með því að velja og færa þær í Folder í appinu. Þá birtast þær í tölvunni þinni í þeim Folder.  

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hvernig sæki ég Síminn Ský tölvuforritið fyrir tölvuna mína?

Síminn Ský tölvuforritið er sótt með því að:

  1. Skráðu þig inn á vefútgáfu Síminn Ský hérna.  
  1. Veldu rendurnar þrjár efst í vinstra horninu
  1. Veldu „Download App“ hnappinn sem birtist neðst
Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Get ég vistað hvaða skrá sem er, óháð stærð?

Já. Þú getur það en ef skráin er mjög stór (stærri en 1 gígabyte) þá er ráðlagt að nota tölvuforritið fyrir Windows eða Mac þar sem að höndlun á stærri skrám er mikið betri þar en í vefumhverfi.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.