Aðstoð

Uppsögn

Uppsögn á Síminn Ský

+

Ég vil hætta í þjónustunni. Hvað þarf ég að gera?

  1. Skráir þig inn í símaappið og passar að búið sé að hlaða inn öllum ljósmyndum úr símtækinu.
  2. Þegar öll gögn hafa verið vistuð þá eyðir þú út appinu úr símtækinu þínu.  
  3. Þú skráir þig inn á vefútgáfu Síminn Ský í gegnum siminn.is
  4. Hleður niður öllum gögnum á tölvu
  5. Ef þú einhverntímann náðir í Síminn Ský forritið fyrir tölvur og hlóðst því niður í tölvuna þína þá ferðu í Programs í tölvunni þinni og velur „Uninstall“ til að fjarlægja það af tölvunni. Gula mappan sem heitir Síminn Ský á tölvunni eyðist þá út.
  6. Þú sendir póst á 8007000 og biður um að Síminn Ský reikningnum sé lokað

Við lokun hefst 30 daga lokunartímabil þar sem viðskiptavinur getur áfram notað Síminn Ský. Á því tímabili getur notandi:

  • skráð sig inn  
  • hlaðið niður í tölvu öllum gögnum sem vistuð hafa verið í Síminn Ský.  
  • séð "pop-up" skilaboð sem sýna eftir hversu marga daga reikningnum verður eytt.  

Notandi mun ekki geta bætt við nýjum gögnum á tímabilinu.  

Eftir 30 daga er öllum gögnum eytt. Þá getur notandi ekki lengur skráð sig inn á vefinn nema stofna nýjan reikning.  

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Ef ég bið um að þjónustunni sé lokað í dag, get ég skráð mig aftur á morgun og haldið gögnunum mínu?

Eftir að lokun tekur gildir þá hefurðu 30 daga til að ná í gögnin þín. Þú getur ekki skráð þig aftur fyrr en eftir 30 daga og þá mun reikningurinn vera tómur. Þú þarft þá að vista gögnin aftur í Síminn Ský.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Hefst lokunartímabil á degi uppsagnar eða frá og með fyrsta degi næsta mánaðar?

Reikningnum er lokað þegar beiðnin berst til Símans. Þú hefur 30 daga eftir það til að vista þau gögn sem þú vilt. Við sendum þér tölvupóst á látum þig vita hversu margir dagar eru eftir þar til gögnunum verður eytt.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.
+

Ég fékk tölvupóst um að Síminn Ský reikningurinn minn sé óvirkur og verði lokað. Hvað geri ég?

Síminn áskilur sér rétt til að segja upp og loka óvirkum reikningum. Óvirkur reikningur er sá sem er í fríáskrift og hefur verið án hreyfinga í 12 mánuði þ.e. ef notandi hefur ekki skráð sig inn, hefur ekki deilt gögnum eða hefur ekki breytt gögnum (bætt við, breytt eða eytt) í tólf mánuði. Er þá reikningnum lokað og hefst þá 30 daga lokunartímabil. Notandi hefur þá 30 daga áður en öllum gögnum er eytt.  

Ef notandi fær tölvupóst um að reikningur sé orðinn óvirkur og verði lokað en vill halda reikning opnum þá þarf hann bara að skrá sig inn. Þá virkjast reikningurinn aftur að fullu.  

Ef notandi vill að reikningurinn lokist þá gerir hann ekki neitt.  

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.