Eftirfarandi lönd eru hluti af Ferðapakkanum en þú getur sótt um hann hérna á Þjónustuvefnum.
Ferðapakkinn er frábær leið til að lækka símakostnað á ferðalögum í Asíu, Ástralíu, N-Ameríku, S- Ameríku, Afríku og í Evrópulöndum utan EES eins og Rússlandi, fyrir bæði áskrift og Frelsi. Þú sækir um Ferðapakkann hérna á Þjónustuvefnum.
Ódýrari símtöl í útlöndum
Þú greiðir aðeins 10 kr. fyrir mínútuna í símtölum til allra landa í pakkanum. Fyrir símtöl til landa utan pakkans gildir verðskrá viðkomandi lands sem hringt er frá. Gildir ekki um þjónustunúmer með aukagjaldi innlend eða erlend.
Engin upphafsgjöld
Þú greiðir engin upphafsgjöld, hvorki til Íslands, né annara landa sem eru í pakkanum.
Sendir SMS og móttekur símtöl á 0 kr.
Sendu eins mörg SMS og þú vilt í útlöndum. Það er innifalið í pakkanum.
Fyrstu 3 MB innan dags eru á 0 kr.
Daggjaldið er ekki greitt ef notkun innan dagsins er undir 3 MB.
500 MB gagnamagn innifalið
Í Ferðapakkanum eru 500 MB innifalin á dag. Ef 500 MB klárast, kemur sjálfkrafa 500 MB áfylling og aftur er greitt daggjald.
Gagnakort
Gagnakort geta líka notað MB í Ferðapakkanum. Gagnakort, Fjölskyldukort og öll númer sem samnýta gagnamagn í einni farsímaáskrift, samnýta einnig Ferðapakkann.
Þegar að þú hefur skráð þig í Ferðapakkann virkjast hann um leið og þú tengist þjónustuaðila í landinu. Hægt er að skrá sig í Ferðapakka á Þjónustuvef Símans, í appi Símans og með því að senda sms-ið ferdapakki í 1900.
Hægt er að nota Krakkakort og Frelsi erlendis. Það er gert með því að fara inn á Þjónustuvef og skrá Krakkakortið í áskriftarleiðina „Frelsi í útlöndum“. Það sem gerist þá er að erlenda notkunin er gjaldfærð á foreldrið sem er skráð fyrir aðalnúmerinu. Eftir að hafa skráð Krakkakortið í Frelsi í útlöndum er hægt að skrá símanúmer Krakkakortsins í Ferðapakkann.
Þegar þú ert í útlöndum er í flestum tilfellum ódýrara að móttaka símtöl að heiman heldur en að hringja heim. Enda þótt þú greiðir fyrir móttekið símtal erlendis þá er gjaldið lægra en þegar þú hringir heim. Mikilvægt er að kynna sér hvort viðbótargjald bætist við móttekin símtöl hjá viðkomandi fjarskiptafyrirtæki.
Ef hringt er úr einum íslenskum farsíma í annan í útlöndum greiðir sá sem hringir fyrir símtal innanlands, alveg eins og ef viðkomandi sem hringt er í sé staddur á Íslandi.
Sá sem hringt er í og er staddur erlendis greiðir fyrir móttekið símtal samkvæmt verðskrá fyrir viðkomandi land. Alltaf er hægt að fletta upp verðskrá hvers lands hérna.
Þegar MMS skilaboð eða myndir eru sendar á samfélagsmiðla erlendis þá er um gagnanotkun að ræða og slíkt getur verið kostnaðarsamt ef skeytin eru stór. Hægt er að senda MMS skilaboð til útlanda ef móttakandinn er með íslenskt númer. Ekki er hinsvegar hægt að senda MMS úr íslensku númeri í erlend farsímanúmer.
Ef ferðast er með ferju/skemmtiferðaskipi er yfirleitt um tvo kosti að ræða ef viðskiptavinir vilja nýta sér símaþjónustu um borð:
Við mælum með að viðskiptavinir kynni sér verðskrá hvers skips fyrir notkun á wifi um borð. Síminn sendir viðskiptavinum SMS skeyti með upplýsingum um hvað kostar að nota símann ef kveikt er á roaming. Við mælum alltaf með að viðskiptavinir hafi slökkt á roaming þar sem mjög dýrt er að nota símann í reiki úti á hafi.
Gagnanotkun erlendis er almennt ekki innifalin í farsímaáskriftum heldur er greitt sérstaklega fyrir hana. Reiki í Evrópu lönd eru þó undanskilin og borgar sig að skoða verðskrár fyrir útlönd þar sem það gæti verði hagstæðara að kaupa Ferðapakkann.
Vegna kostnaðar sem getur hlotist af því að fara á netið í símanum erlendis er þak á slíkri notkun. Þakið á notkuninni er þrepaskipt og ættir þú að fá SMS skilaboð þegar 80% af því er náð, nema óskað hafi verið eftir öðru.
Hafa ber þó í huga að upplýsingar um gagnanotkun geta verið allt að einnar klukkustundar gamlar þegar þær berast og því möguleiki að reikningur verði hærri en sem nemur þak upphæð. Lokað verður fyrir gagnanotkun þegar eftirfarandi þrepum er náð:
Fyrsta þrep 7.200 kr.
Annað þrep 20.000 kr.
Eftir það er þakið hækkað í 30.000 kr., 45.000 kr og svo framvegis í 15.000 króna þrepum.
Hægt er að hækka þakið með því að hringja í þjónustuver Símans eða senda SMS í númerið 1900 með textanum REIKI. Ekki er hægt að opna fyrir ótakmarkaða reikinotkun, en mögulegt er að festa þak fyrir netnotkun í símanum í ákveðinni upphæð með því að hringja í þjónustuver eða koma í einhverja af verslunum Símans.
Vegna kostnaðar við gagnanotkun erlendis þurfa viðskiptavinir með netlyklaáskrift (eftirágreidda þjónustu) að óska sérstaklega eftir því að láta opna fyrir notkun. Öll skilaboð munu berast í hugbúnaðinn sem fylgir netlyklinum. Hægt er að hringja í þjónustuver, fyrirtækjaráðgjöf eða fara í verslun Símans og láta opna fyrir möguleika á notkun erlendis.
Við mælum með því að þú kannir hvort hægt sé að kaupa fyrirframgreitt NetFrelsi í því landi sem þú dvelur.
Margir snjallsímar eru stilltir þannig að þeir sækja reglulega tölvupóst og GPS staðsetningu yfir Internetið. Í reiki getur verið gott að breyta þessum stillingum til að forðast óþarfa kostnað.
Símar sem hafa innbyggt GPS notast yfirleitt við stutt GPS (e. aGPS eða AGPS) sem þýðir að ef GPS er notað, fer síminn á Internetið (2G/3G) til að finna hvar hann er og fá nákvæmari staðsetningu. AGPS hraðar til muna ferlinu sem tekur að fá staðsetningu en getur líka verið mjög kostnaðarsamt í reiki.
Hægt er að slökkva á þessari virkni (AGPS) og nota eingöngu hrátt GPS, sem talar beint við GPS tunglin. Sé það ekki gert, notar GPS virknin Inter nettenginguna með tilheyrandi gagnamagni og kostnaðarálagi.
Við mælum með að slökkt sé á hringiflutningi í talhólf eða önnur númer.
Allir viðskiptavinir í ÞRENNU sem eru eldri en 18 ára eru ávallt sjálfkrafa skráðir í þjónustuna Þrenna í útlöndum sem er eftirágreidd þjónusta. Á meðan viðskiptavinur er staddur erlendis og nýtir Þrennu í útlöndum geymist inneignin óhreyfð á Íslandi.
Viðskiptavinir yngri en 18 ára þurfa að skrá sig sjálfir í Þrennu í útlöndum á Þjónustuvef eða hringja í 8007000 þar sem ávallt þarf eldri einstakling en 18 ára til að ábyrgjast eftirágreiddu notkunina erlendis. Að skrá sig í þjónustuna er gjaldfrjálst. Einungis er greitt fyrir þá notkun sem fellur til þegar viðskiptavinur er staddur erlendis.
Reiki í Evrópu (RE) virkar fyrir Þrennu í útlöndum. Innifalið í þjónustunni þegar þú ert í EES löndum eru endalausar mínútur og sms hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan EES landa. Innifalin eru 5 GB á mánuði til notkunar innan EES landa. Á meðan viðskiptavinur er staddur erlendis og nýtir Þrennu í útlöndum geymist gagnamagnið í Frelsinu óhreyft á Íslandi.
Við mælum með að viðskiptavinir sem ferðast utan Evrópu skrái sig í Ferðapakkann sem er frábær leið til að lækka símkostnað á ferðalögum. Virkjaðu Ferðapakkann með því að senda textann “ferdapakki” í númerið 1900 og hann virkjast um leið og þú tengist þjónustuaðila í landinu.
Þú getur alltaf haft samband við netspjallið og þjónustufulltrúa okkar í 8007000.
Í langflestum tilfellum þarf ekki að hafa sérstaklega fyrir því að tengjast þjónustuaðila erlendis og þarf eingöngu að kveikja á símtækinu eða taka það af airplane mode þegar komið er á áfangastað.
Ef þú hinsvegar lendir í vandræðum og símtækið þitt nær ekki sambandi við þjónustuaðila þegar kveikt er á símanum getur verið að velja þurfi þjónustuaðila handvirkt.
Ertu á leið til útlanda?
Til þess að geta notað Frelsisnúmer erlendis þarftu að skrá þig í Frelsi í útlöndum þar sem símanotkun erlendis er greidd eftirá. Skráningin fer fram á þjónustuvefnum en allir viðskiptavinir hafa aðgang. Þú færð reglulega send SMS-skilaboð um kostnað frá erlendum farsímafyrirtækjum.
Skrá frelsi í útlöndum
Ertu yngri en 18 ára ?
Ef þú ert yngri en 18 ára þarft að fá aðila sem er 18 ára eða eldri til að gangast í ábyrgð fyrir notkun þinni erlendis. Ábyrgðarmenn fá tölvupóst með upplýsingum um notkun í útlöndum þegar þær berast frá erlendum farsímafyrirtækjum. Ábyrgðarmaður getur óskað eftir því að þjónustan verði aftengd fyrir það Frelsisnúmer sem hann er í ábyrgð fyrir.