Öll lönd sem eru hluti af EU/EES eru hluti af Reiki í Evrópu.
Hægt er að sjá hversu mikið GB er innifalið í þinni áskrift í verðskrá fyrir farsíma- og netáskriftir.
Austurríki
Belgía
Búlgaría
Króatía
Kýpur
Tékkland
Danmörk
Eistland
Finnland
Frakkland
Þýskaland
Gíbraltar
Grikkland
Ungverjaland
Írland
Ítalía
Lettland
Liechtenstein
Litháen
Lúxemburg
Malta
Holland
Noregur
Pólland
Portúgal
Rúmenía
Slóvakía
Slóvenía
Spánn
Svíþjóð
Bretland
Færeyjar
Gvadelúp
Saint Martin
Saint Barthélemy
Martiník
Franska Gvæjana
Réunion
Mayotte
Frelsi virkar í útlöndum alveg eins og heima á Íslandi en sú breyting varð á þann 1 mars 2021.
Ef ferðast á til landa utan EES geta viðskiptavinir skráð sig í útlandaþjónustuna Frelsi í Útlöndum. Símnotkun erlendis utan EES er þá greidd eftir á skv. reikiverðskrá.
Reiki í Evrópu gildir eingöngu fyrir símtöl sem eiga sér stað á meðan viðskiptavinir eru staddir erlendis. Þjónustan „500 mínútur til útlanda“ gildir fyrir símtöl sem eiga sér stað á Íslandi og til útlanda. Innifaldar mínútur í pakkanum gilda Reiki í Evrópu landa eins og áður.
Þú notar innifaldar mínútur og sms þegar þú ert í útlöndum og ert í Reiki í Evrópu landi hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan RE landa. Ef þú ert í áskriftarleið með engri innifaldri notkun er greitt samkvæmt verðskrá áskriftarleiðar.
Takmarkanir eru á hversu mikið gagnamagn má nota og fer það eftir áskriftarleið. Ef innifalið gagnamagn klárast þegar viðskiptavinur er staddur í erlendu neti er gjaldfært 0,59 kr fyrir hvert 1 MB. Það þýðir að 1024 MB kosta 604 kr. Innifalið gagnamagn getur klárast á tvo vegu, með því að klára erlent gagnamagn eða innifalið gagnamagn í áskriftinni.
Ef þú ert í áskriftarleið með engu inniföldu gagnamagni er greitt 0,59 kr fyrir hvert 1 MB sem notað er erlendis.
Ef hringt er til annarra landa utan EES er mínútuverðið 156 kr. ef viðskiptavinur er staddur í EES landi.
Dæmi:
Viðskiptavinur er í 10 GB áskrift. Þar af má nota að hámarki 7 GB erlendis.
Ef 7 GB eru kláruð er gjaldfært 0,59 kr fyrir hvert MB umfram það.
Viðskiptavinur er í 10 GB áskrift. Þar af má nota að hámarki 7 GB erlendis. Viðskiptavinur hefur notað 7 GB áður en hann fer erlendis. Ef 3 GB eru kláruð og þar með öll 10 GB í áskriftinni er gjaldfært 0,59 kr fyrir hvert MB umfram það.
Sjá lista yfir áskriftir og innifalið gagnamagn í spurningunni
"Hvað er sanngjörn notkun (e. Fair use policy) ?"
Ávallt er hægt að sjá hversu mikið má nota erlendis í Símaappinu eða með því að hafa samband í Netspjalli eða 8007000.
Viðskiptavinir í Þrennu geta notað símann sinn í EES löndum Evrópu alveg eins og heima á Íslandi en sú breyting varð á þann 1 mars 2021. Endalausar mínútur og sms gilda fyrir símtöl á Íslandi, innan EES og frá EES til Íslands. Innifalið gagnamagn gildir einnig í EES alveg eins og á Íslandi en í takmarkaðan tíma verða engin takmörk sett á netnotkun í EES löndum. Ef hringt er til annarra landa utan EES er mínútuverðið 160 kr. ef viðskiptavinur er staddur í EES landi og þarf að eiga inneign fyrir því.
Einfalt er að fylla á frelsið og fylgjast með notkuninni í Appinu .
Ef viðskiptavinir ferðast til landa utan EES nota þeir útlandaþjónustuna Frelsi í útlöndum. Viðskiptavinir yngri en 18 ára þurfa að skrá sig sjálfir í þjónustuna.
Nánari upplýsingar um Þrennu og Þrennu í útlöndum er í skilmálum hér.
Ef þú ert í áskriftarleið með engri innifaldri notkun er greitt samkvæmt verðskrá áskriftarleiðar. Ef þú ert í áskriftarleið með innifaldri notkun, notar þú innifaldar mínútur og sms þegar þú ert í Reiki í Evrópu löndum og hringir í númer innan Reiki í Evrópu landa. Ef hringt er til annarra landa utan EES er mínútuverðið 160 kr. ef viðskiptavinur er staddur í EES landi.
Takmarkanir eru á notkun á inniföldu gagnamagni og fer það eftir áskriftarleið.
Takmarkanir á gagnamagni Reiki í Evrópu. Viðskiptavinir með áskrift að farsímaþjónustu og/eða gagnaflutningsþjónustu um farsímanet hjá Símanum geta nýtt það gagnamagn sem er innifalið í viðkomandi áskriftarleið með þeim takmörkunum sem koma fram í verðskrá hverrar áskriftarleiðar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Sérstaklega er tekið fram hvort innifalið gagnamagn sé að öllu leyti innifalið innan EES eða eingöngu að hluta. Sjá nánar í skilmálum hvað er innifalið í þinni áskrift
Já, með Netsímanum færðu íslenskt símanúmer og hringir í alla heima- og farsíma á Íslandi fyrir 0 kr. Vinir og vandamenn geta einnig hringt í þig og borga einungis fyrir venjulegt innanlands símtal. Netsíminn virkar bæði fyrir heimasíma og farsíma.
Þú getur sótt um Netsímann hérna.
iOS
Android