Flutningur

Hér er að finna gagnlegar upplýsingar ef þú ert að flytja á milli heimilisfanga.

Algengar spurningar

Má ég taka með búnað?

Ef þú ert með internet beini (router) eða sjónvarps myndlykill frá okkur, þá tekur þú hann með þér þegar þú flytur.

Hvað er gott að vita áður en ég tilkynni flutning?

Við flutning í nýtt húsnæði þarftu að gefa upp: Fullt heimilisfang, íbúðanúmer og hæð (fjölbýli). Einnig það heimasímanúmer sem var áður skráð á eignina.

Held ég símanúmerunum mínum?

Já, þú heldur öllum þeim símanúmerum sem þú ert með við flutning og engin breyting verður á þeim.

Er greitt flutningsgjald?

Já, við flutning á milli heimilisfanga á heimatengingum er greitt flutningsgjald 4.490 krónur.

Þjónustuvefurinn

Þjónustuvefurinn er alltaf opinn

Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum þar sem hægt er að breyta, skoða og nýskrá þjónustu.

Sjáðu hversu þægilegt þetta er