Algengar spurningar

Hér er að finna svör við algengum spurningum varðandi heimasíma og farsíma. Við mælum með þjónustuvefnum til að skoða og breyta þjónustu. 

Farsími

Hvar sé ég notkun, breyti áskrift og sæki um aukaþjónustu?

Á þjónustuvefnum getur þú breytt áskriftinni þinni og sótt um aukaþjónustur t.d. númeraleynd og númerabirtingu. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum. 

Fara á Þjónustuvefinn

Hvert get ég leitað vegna símaónæðis?

Síminn beinir öllum ábendingum er varða símaónæði til lögreglunnar á viðkomandi svæði.

Get ég látið loka fyrir símtalsflutning?

Já, þú velur *15# á símtækinu ef þú vilt : 

  • loka fyrir að hringingar séu fluttar í viðkomandi númer.
  • loka fyrir hringingar frá leyninúmeri.
  • loka fyrir að hringt sé í viðkomandi númer úr leyninúmeri.

Ef þú vilt aftengja velur þú  #15# 

Mánaðarverð 100 kr.

*Ekki í boði fyrir síma í beini (voip).

Get ég látið loka fyrir hringingar úr númeri?

Rétthafi getur látið loka fyrir hringingar úr símanúmeri (eða númerum) sem hann er skráður fyrir. Einnig lokast fyrir hringingar í 112.

Hvað kostar símtalsflutningur?

Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu: í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.

Hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma öðrum en hjá Símanum fellur aldrei undir innifalda notkun í áskriftarleið sem dæmi: Hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma (ekki hjá Símanum) kostar alltaf upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað. Það kostar 0 kr. að flytja símtöl á milli farsíma þegar bæði númerin eru hjá Símanum. Sjá nánar í verðskrá.

 

Hvar breyti ég skráningu í símaskrá?

Breyting á skráningu í símaskrá er gerð af þínum þjónustuaðila með heimasíma eða farsíma.

Ef þú vilt skrá þig í símaskrá, breyta upplýsingum um þig (eins og að setja þig bannmerkingu við símtölum frá söluaðilum, breyta heimilisfangi og slíkt) eða eyða upplýsingum um þig úr símaskrám hafðu endilega samband við okkur í síma 8007000 eða komdu á netspjallið.

Hvernig skipti ég um hringitón?

Það er ekkert mál að skipta um hringitóna í farsímanum. Kíktu á leiðbeiningar hvernig þú velur þér hringitóna fyrir iPhone og Android. 

Hvernig set ég á númeraleynd?

Númeraleynd er sett á þjónustuvefnum. 

Fara á þjónustuvefinn

Þú getur notað skammtíma númerabirtingu í stökum hringingum og þá birtist númerið þitt hjá þeim sem þú hringir í: #31# og símanúmerið. 

Ef þú ert með leyninúmer, þá er númerið þitt hvorki skráð í símaskrá, né gefið upp hjá þeim sem veit upplýsingar um símanúmer. Jafnframt þá sést númerið þitt ekki á númerabirtinum hjá þeim sem þú hringir í.

Hvað get ég gert ef síminn er týndur eða hefur verið stolið?

Ef þig grunar að símanum þínum hafi verið stolið eða að hann hafi glatast, þá skaltu hafa samband við þjónustuver Símans og tilkynna það. Þá lokum við á allar hringingar úr símanum til að koma í veg fyrir að hann sé notaður af öðrum aðila. 

Ef símanum þínum hefur verið stolið og þú vilt panta leit á honum, þarftu að byrja á því að fá lögregluskýrslu og koma með hana í verslun Símans. Leitin kostar 4.900 kr. Við leitum eingöngu af símum sem eru með skráða þjónustu hjá okkur.

Hvernig fæ ég 10x fleiri GB með farsímaáskriftinni minni?

Viðskiptavinir með Heimilispakka og farsímanúmer í ákveðnum áskriftarleiðum hjá Símanum býðst að fá 10x fleiri gígabæt fyrir fjölskylduna til að nota á 4G neti Símans.

Sjá nánar hérna.

Skrá númer í 10x á þjónustuvefnum

Ég skráði símanúmer í 10x. Hvenær tekur það gildi?

Símanúmer sem skráð eru fá 10x fleiri gígabæt strax. Til upplýsingar er sent SMS þegar það gerist. 10x fleiri gígabæt gilda alltaf fyrir allan mánuðinn. Það þýðir að þegar númerið er skráð gildir það frá síðustu mánaðarmótum, þ.e. þann 1. þess mánaðar.

Hvernig afskrái ég símanúmer úr 10x?

Rétthafi Heimilispakkans getur ávallt bæði skráð og afskráð númer úr 10x. Viðskiptavinur með skráð símanúmer í 10x getur einnig sjálfur afskráð sitt númer úr 10x bæði á sínum Þjónustuvef, með því að hringja í Þjónustuver Símans í 8007000, eða með því að hafa samband í gegnum Netspjall á siminn.is. 

Ef númer er afskráð úr þjónustunni 10x þá gildir 10x fleiri GB út mánuðinn. Síminn sendir ávallt SMS skilaboð í afskráða númerið. 

Afskrá númer á þjónustuvefnum

 

Heimasími

Get ég verið með íslenskan heimasíma í útlöndum?

Já, með Netsímanum færðu íslenskt símanúmer og hringir í alla heima- og farsíma á Íslandi fyrir 0 kr. Vinir og vandamenn geta einnig hringt í þig og borga einungis fyrir venjulegt innanlands símtal. Netsíminn virkar bæði fyrir heimasíma og farsíma.

Nánar um Netsímann

Hvar get ég sett á hringiflutning og hvað kostar það?

Kostnaður

Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu: í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.

Hringiflutningur úr heimasíma fellur aldrei undir innifalda notkun í áskriftarleið sem dæmi: Hringiflutningur úr heimasíma í heimasíma eða í farsíma kostar alltaf upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað. Sjá nánar í verðskrá hérna.

Að setja á hringiflutning

Á þjónustuvefnum getur þú valið um eftirfarandi símtalsflutninga:

  • Flutningur strax
  • Flutningur ekki svarað
  • Flutningur ef á tali

Fara á þjónustuvefinn

Jafnframt má stilla á flutning í talhólf með eftirfarandi:

Flutningur  Virkur Óvirkur 
 Ekki svarað  *61*8800100#  #61#
 Utan þjónustusvæðis/slökkt  *62*8800100#  #62#
 Á tali  *67*8800100#  #67#
 Alltaf  *21*8800100#  #21#
 Tímastilltur flutningur  *61*8800100*tími#  #61#


Hvert get ég leitað vegna símaónæðis?

Síminn beinir öllum ábendingum er varða símaónæði til lögreglunnar á viðkomandi svæði.

Færðu ekki són í símann? eða eru skruðningar á línunni?

Ef þú færð ekki són

Ef þú færð ekki són er ráðlegt að byrja á því að athuga eftirfarandi:

  • Er símasnúran örugglega í sambandi við veggtengilinn og símtækið?
  • Virka önnur símtæki á heimilinu ef þau eru fyrir hendi?
  • Hefur síminn virkað á þessum stað áður?

Oft og tíðum eru símtæki mjög viðkvæm fyrir rafmagnstruflunum. Ef allt rafmagn slær út getur oft myndast spenna á símtækinu þegar rafmagnið kemst aftur á sem veldur því að tækið hættir að virka.  Þú getur prófað að stinga öðru símtæki í sama símatengil til að athuga hvort það á við. 

Ef þú ert með skruðninga á línunni.

Byrjaðu á því að athuga hvort símtækið er bilað. Ef þú ert með fleiri en eitt símtæki skaltu kanna hvort skruðningur sé í öllum tækjum. Ef svo er skaltu prófa að taka eitt símtæki úr sambandi og athuga hvort skruðningurinn hverfi. Kannaðu þannig öll símtækin svo hægt sé að útiloka að bilunin stafi frá þeim. 

Símtæki geta verið mjög viðkvæm fyrir rafmagnstruflunum. Ef allt rafmagn slær út getur oft myndast spenna á símtækinu þegar rafmagnið kemst aftur á sem veldur því að tækið hættir að virka eða skruðningar heyrast á línunni. Þú getur prófað að stinga öðru símtæki í sama símatengil til að athuga hvort það á við. 

Hvar get ég skoðað notkun og breytt um áskrift?

Á þjónustuvefnum getur þú skoðað notkun og breytt áskrift. Allir viðskiptavinir hafa aðgang.

Skoða notkun

 

Get ég sett símanúmerið mitt í geymslu?

Já, þú getur sett númerið í langtíma- eða skammtímageymslu.

Í langtímageymslu getur þú geymt númerið þitt í allt að 24 mánuði. Greiða þarf einungis geymslugjald í eitt skipti og svo endurtengingargjald. Í skammtímageymslu er greitt mánaðargjald í heimasíma fyrir hvern mánuð þar sem númer er ekki aftengt í stöð. 

Sjá nánar verðskrá

Get ég stillt símann þannig hann hringi strax í ákveðið númer?

Já, hægt er að sækja um Beina línu. Þá hringir síminn sjálfkrafa í fyrirfram ákveðið númer þegar símtólið er tekið upp. Mikið öryggi getur falist í þessu, t.d. fyrir þá eiga erfitt með að hringja. Hringdu í okkur í 800 7000 ef þú óskar eftir þessari þjónustu. Bein lína er ekki í boði fyrir síma í beini (voip).

Lýsinga Útskýring
Bein lína strax
Síminn hringir í fyrirfram ákveðið númer um leið og símtólið er tekið upp. 
Bein lína eftir 6 sekúndur
Síminn hringir í fyrirfram ákveðið númer 6 sekúndum eftir að símtólið er tekið upp. Hægt er að hringja í hvaða númer sem er innan þess tíma.

Hvar breyti ég skráningu í símaskrá?

Breyting á skráningu í símaskrá er gerð af þínum þjónustuaðila með heimasíma eða farsíma.

Ef þú vilt skrá þig í símaskrá, breyta upplýsingum um þig (eins og að setja þig bannmerkingu við símtölum frá söluaðilum, breyta heimilisfangi og slíkt) eða eyða upplýsingum um þig úr símaskrám hafðu endilega samband við okkur í síma 8007000 eða komdu á netspjallið.

 

Hvernig set ég á númeraleynd og læsi símtölum?

Númeraleynd

Númeraleynd er sett á þjónustuvefnum. 

Fara á þjónustuvefinn

Þú getur notað skammtíma númerabirtingu í stökum hringingum og þá birtist númerið þitt hjá þeim sem þú hringir í: #31# og símanúmerið. 

Ef þú ert með leyninúmer, þá er númerið þitt hvorki skráð í símaskrá, né gefið upp hjá þeim sem veit upplýsingar um símanúmer. Jafnframt þá sést númerið þitt ekki á númerabirtinum hjá þeim sem þú hringir í.

Læsa símtölum

Á þjónustuvefnum getur þú læst fyrir símtöl í símakosningar, 900 númer, farsíma og upplýsingaveitur eins og 1818 og 1819. Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuvefnum.

Fara á þjónustuvefinn

Hvernig tengi ég heimasíma (VoIP) við beini?