Skilmálar vegna skráningar greiðslumiðils

Viðskiptavinir Símans sem greiða símareikninginn fyrirfram (Frelsi) geta skráð debet- og/eða kreditkort sín sem greiðslumiðil fyrir áfyllingar.

1. Skilmálar vegna skráningu greiðslumiðils

1.1

Viðskiptavinir Símans sem greiða símareikninginn fyrirfram (Frelsi) geta skráð debet- og/eða kreditkort sín sem greiðslumiðil fyrir áfyllingar.

Við skráningu greiðslumiðils velur notandi sér lykilnúmer. Lykilnúmerið þarf að nota til að staðfesta öll kaup með þeim greiðslumiðli sem valinn er.

Óheimilt er að fá öðrum aðilum lykilnúmerið í hendur. Eigandi greiðslumiðils ber alfarið ábyrgð á því að lykilnúmer sem notað er við skráningu greiðslumiðils komist ekki í hendur annarra.

Skráður notandi getur skráð allt að 4 greiðslumiðla en einn af þeim þarf hann að skilgreina sem aðalgreiðslumiðil. Þegar GSM sími er notaður til kaupa eru þau gjaldfærð á aðalgreiðslumiðilinn. Ef einungis einn greiðslumiðill er skráður, verður hann sjálfkrafa aðalgreiðslumiðill.

Öll kaup sem gjaldfærð eru á greiðslumiðilinn eru á ábyrgð eiganda hans. Skuldbindur eigandinn sig til þess að greiða allar þær úttektir sem gjaldfærðar eru á greiðslumiðilinn.

Greiðslur vegna kaupa á inneign í Frelsi hjá Símanum eru innheimtar í gegnum greiðslukort handhafa. Um slíkar úttektir gilda því einnig reglur og skilmálar banka og kortafyrirtækja fyrir viðkomandi kort á hverjum tíma.

Glati notandi GSM símanum, skal hann tilkynna það samstundis í síma 800-7000 og/eða afskrá greiðslumiðilinn á Þjónustuvefnum.

Síminn áskilur sér rétt til að loka númeri án fyrirvara komi til vanskila.

Að öðru leyti en greint er frá hér að ofan gilda almennir skilmálar Símans um fjarskiptaþjónustu eftir því sem við á.