Skilmálar Frelsi og Þrennu útlöndum

Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir þjónusturnar Frelsi í útlöndum og Þrenna í útlöndum. Með þjónustunum stofnast samningur við Símann um reikningsviðskipti vegna farsímanotkunar í útlöndum.

Frelsi og Þrenna

1. Almennt

Með skráningu í þjónusturnar stofnast samningur við Símann um reikningsviðskipti vegna farsímanotkunar í útlöndum. Þeir sem hafa skráð sig einu sinni í aðra hvora þjónustuna þurfa ekki að gera frekari ráðstafanir í hvert skipti sem farið er til útlanda. Skráning í þjónusturnar er gjaldfrjáls.

Þjónusturnar virka þannig að ef viðskiptavinur er staddur innanlands greiðir hann notkunina fyrirfram eins og venjulegur Frelsisnotandi en ef viðskiptavinur er staddur erlendis er sendur reikningur eftirá fyrir notkuninni sem fellur til erlendis.

Frelsi í útlöndum og Þrenna í útlöndum aftengjast ekki nema með skriflegri uppsögn. Hins vegar getur viðskiptavinur færst á milli þjónustanna eftir því hvort Frelsisnúmerið er með Þrennu áfyllingu eða ekki.

2. Innifalin notkun og gjaldskrá

2.1 Frelsi í útlöndum

Engin notkun erlendis er innifalin í þjónustunni Frelsi í útlöndum. Notkun sem fellur til innan EB/EES landa er gjaldfærð samkvæmt almennri innanlandsverðskrá í Frelsi. Notkun sem fellur til í öðrum löndum er gjaldfærð samkvæmt almennri gjaldskrá Símans fyrir notkun í útlöndum.
 
2.2 Þrenna í útlöndum

Viðskiptavinir sem kaupa áfyllinguna Þrenna eru skráðir í Þrennu í útlöndum.
Notkun sem fellur til innan EB/EES landa er gjaldfærð samkvæmt innanlandsverðskrá fyrir Þrennu. Því eru endalausar mínútur, endalaus sms og 5 GB innifalin í EB/EES löndum. Fyrir netnotkun erlendis umfram 5 GB er gjaldfært samkvæmt reglum EB hverju sinni, sem núna er 0,75 kr fyrir hvert MB.

Notkun sem fellur til í öðrum löndum er gjaldfærð samkvæmt almennri gjaldskrá Símans fyrir notkun í útlöndum.

2. Ábyrgðarmenn

Einstaklingar 18 ára og eldri (t.d. foreldar/forráðamenn) geta gengist í ábyrgð fyrir útlandanotkun Frelsisviðskiptavina sem eru ekki orðnir 18 ára.

Ábyrgðarmenn geta óskað eftir því að þjónustan verði aftengd fyrir það Frelsisnúmer sem þeir eru í ábyrgð fyrir, ýmist skriflega eða á Þjónustuvefnum á siminn.is.

3. SMS sendingar um notkun

Allir viðskiptavinir sem skráðir eru í Frelsi í útlöndum eða Þrennu í útlöndum fá sjálfkrafa sent SMS með upplýsingum um notkun í útlöndum innan hvers reikningstímabils.

Síminn getur ekki ábyrgt upplýsingar um notkun í rauntíma þar sem upplýsingaflæði er algjörlega háð erlendum farsímafyrirtækjum.

4. Ef síminn glatast í útlöndum

Ef sími týnist eða honum er stolið er mikilvægt að hringja inn og láta loka SIM kortinu. Annars er hægt að nota viðkomandi farsímanúmer í útlöndum á kostnað viðskiptavinar.

Vinsamlegast athugið að einstaklingar sem eru með gjaldfallna skuld við Símann geta ekki skráð sig í eða notað Frelsi í útlöndum né Þrennu í útlöndum fyrr en skuldin hefur verið gerð upp.