Skilmálar fyrir Reiki í Evrópu

Eftirfarandi reglur gilda um notkun á farsíma- eða gagnaflutningsþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins frá og með 15. júlí 2017.

Áskrift

Viðskiptavinir með áskrift að farsímaþjónustu og/eða gagnaflutningsþjónustu um farsímanet hjá Símanum geta nýtt það gagnamagn sem er innifalið í viðkomandi áskriftarleið með þeim takmörkunum sem koma fram í verðskrá hverrar áskriftarleiðar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Sérstaklega er tekið fram hvort innifalið gagnamagn sé að öllu leyti innifalið innan EES eða eingöngu að hluta. Ef viðskiptavinur klárar allt innifalið gagnamagn, skv. innanlandsverðskrá, er gjaldfært fyrir umframnotkun á grundvelli innanlandsverðskrár.

Endalausar mínútur
Gagnamagn innifalið í áskrift Innifalið innan ES/EES
0 MB 0 MB
1 GB 1 GB
5 GB 5 GB
25 GB 10 GB
30 GB 11 GB
50 GB 15 GB
150 GB 20 GB
300 GB 30 GB

Engar takmarkanir eru settar á aðrar hefðbundnar farsímaáskriftarleiðir. Nýti viðskiptavinur meira gagnamagn en innifalið er í viðkomandi áskriftarleið, með þeim takmörkunum sem gilda um notkun innan EES, verður gjaldfært 0,75 kr. fyrir hvert MB viðskiptavinur notar innan EES.

Netáskrift
Gagnamagn innifalið í áskrift Innifalið innan ES/EES
1 GB 1 GB
5 GB 5 GB
10 GB 10 GB
50 GB 15 GB
100 GB 20 GB
300 GB 30 GB
500 GB 40 GB

Nýti viðskiptavinur meira gagnamagn en innifalið er í viðkomandi áskriftarleið, með þeim takmörkunum sem gilda um notkun innan EES, verður gjaldfært 0,75 kr. fyrir hvert MB viðskiptavinur notar innan EES.

Fyrirtækjaáskrift
Gagnamagn innifalið í áskrift Innifalið innan ES/EES
1 GB 1 GB
5,5 GB 5,5 GB
10 GB 7 GB
30 GB 10 GB
50 GB 15 GB
250 GB 20 GB

Nýti viðskiptavinur meira gagnamagn en innifalið er í viðkomandi áskriftarleið, með þeim takmörkunum sem gilda um notkun innan EES, verður gjaldfært 0,75 kr. fyrir hvert MB viðskiptavinur notar innan EES.

Gagnafata
Gagnamagn innifalið í áskrift Innifalið innan ES/EES
0 GB 0 GB
500 GB 80 GB
1 TB 130 GB
3 TB 320 GB
6 TB 580 GB
12 TB 1.100 GB
20 TB 1.700 GB

Sjósamband
Gagnamagn innifalið í áskrift Innifalið innan ES/EES
Sjósamband 1- 5 GB 5 GB
Sjósamband 2- 10 GB 10 GB
Sjósamband 3- 20 GB 20 GB
Sjósamband 4- 50 GB 50 GB
Sjósamband 5- 80 GB 80 GB
Sjósamband 6- 100 GB 100 GB
1 GB 1 GB
10 GB 10 GB
50 GB 15 GB
100 GB 20 GB
300 GB 30 GB
500 GB 40 GB

Nýti viðskiptavinur meira gagnamagn en innifalið er í viðkomandi áskriftarleið, með þeim takmörkunum sem gilda um notkun innan EES, verður gjaldfært 0,75 kr. fyrir hvert MB viðskiptavinur notar innan EES.

Frelsi

Lokað er fyrir notkun erlendis á fyrirframgreiddri þjónustu. Með því er átt við allt Frelsi eins og Netfrelsi, Þrennu og Krakkakort. Viðskiptavinir með slíka þjónustu geta þess í stað notað þjónusturnar Frelsi í útlöndum og Þrenna í útlöndum sem gerir viðskiptavini með fyrirframgreidda þjónustu kleift að nota farsíma- eða gagnaflutningsþjónustu erlendis.

Verðskrá þjónustunnar þegar ferðast er innan EES landa miðast við innanlandsverðskrá ella gildir hefðbundin verðskrá fyrir notkun erlendis.

Önnur reikiþjónusta

Viðskiptavinir geta keypt aðra pakka vegna reikiþjónustu. Sérstök reikiþjónusta líkt Reikipakkar eða Ferðapakkar gilda framar skilmálum þessum. Viðskiptavinir með sérstaka reikipakka greiða fyrir þjónustuna skv. skilmálum viðkomandi reikiþjónustu.