Skilmálar Ódýrari mínútur

Skilmálar þessir kveða á um réttindi og skyldur viðskiptavina Símans í áskriftarleiðinni Ódýrari mínútur.

1. Gildissvið

1.1

Skilmálar þessir kveða á um réttindi og skyldur viðskiptavina Símans í áskriftarleiðinni Ódýrari mínútur. Almennir skilmálar Símans um fjarskiptaþjónustu gilda þar sem ákvæðum þessara skilmála sleppir. Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála á, skulu ákvæði þessara skilmála ganga framar.

Skilmálar þessir gilda frá og með 10. júní 2010.

2. Innifalin notkun og afsláttarkjör

2.1

Tiltekið magn símanotkunar er innifalið í Ódýrari mínútum. Viðskiptavini er heimilt að hringja í eitt símanúmer að eigin vali innan GSM kerfis Símans í samtals 1.000 mínútur og senda 500 textaskeyti í hverjum almanaksmánuði án viðbótargjaldtöku. Upphafsgjald er ekki greitt fyrir símtöl í ofangreint símanúmer.

Ofangreind afsláttarkjör má nýta þegar hringt er eða textaskeyti send til ofangreinds símanúmers. Ekki er unnt að nýta þau þegar viðskiptavinur er staddur erlendis. Sé viðskiptavinur staddur erlendis gildir verðskrá Símans fyrir reikisímtöl. Afsláttarkjörin verða ekki nýtt til að framkvæma símtöl af öðru tagi en greinir að ofan.

Viðskiptavini er heimilt að breyta einu sinni á mánuði því símanúmeri sem unnt er að hringja í og senda textaskeyti til án viðbótargjaldtöku sbr. ofangreint.

Ef innifalin notkun er ekki fullnýtt í lok hvers mánaðar fyrnist hún og fellur þá niður réttur viðskiptavinar til að nýta hana. Öll notkun sem ekki er innifalin í Ódýrari mínútum er gjaldfærð í samræmi við verðskrá Símans.

3. Eitt mínútuverð

3.1

Vinanotkun. Í Ódýrari mínútur getur viðskiptavinur valið sér einn innankerfis GSM vin sem hann getur talað við í samtals 1.000 mínútur og sent 500 SMS á mánuði fyrir 0 kr. Ekki er greitt upphafsgjald fyrir símtöl í skráða vini. Vinanotkun telst ekki sem innifalin sé viðskiptavinur staddur erlendis. Sé viðskiptavinur staddur erlendis gildir reikiverðskrá.

Ef vinanotkun er ekki fullnýtt fyrnist hún í lok hvers mánaðar. Hægt er að skipta um vinanúmer einu sinni á mánuði og tekur vinurinn þá gildi frá og með þeim degi.

Eitt mínútuverð. Eitt mínútuverð gildir fyrir öll almenn símtöl hringd í heimasíma og farsíma á Íslandi. Símtöl til útlanda og í útlöndum fellur ekki undir þá notkun. Notkun sem fellur ekki undir innanlandsnotkun eru t.d. símtöl í 155, 1444, 1811, 1818, 1819, 800 nr, 900 nr og önnur þjónustunúmer frá þriðja aðila. Einnig símtöl í farsíma 09, IMS og gervihnattasímtöl

Skráning. Breyting á milli áskriftaleiða verður virk innan sólarhrings, aðeins er hægt að skipta um áskrift einu sinni á mánuði. Að öðru leyti er vísað í Almenna skilmála Símans um fjarskiptaþjónustu.