Reiki í Evrópu

Helstu spurningar og svör vegna Reiki í Evrópu (e. Roam Like Home).

Reiki í Evrópu (RE)

Hvaða lönd eru hluti af RE (innan EES) ?

Öll lönd sem eru hluti af EU/EES eru hluti af RE.
Austurríki
Belgía
Búlgaría
Króatía
Kýpur
Tékkland
Danmörk
Eistland
Finnland
Frakkland
Þýskaland
Gíbraltar
Grikkland
Ungverjaland
Írland
Ítalía
Lettland
Liechtenstein
Litháen
Lúxemburg
Malta
Holland
Noregur
Pólland
Portúgal
Rúmenía
Slóvakía
Slóvenía
Spánn
Svíþjóð
Bretland
Færeyjar (Eru hluti af RLH eingöngu hjá Símanum)
Gvadelúp
Saint Martin
Saint Barthélemy
Martiník
Franska Gvæjana
Réunion
Mayotte

Ég er í Frelsi/Krakkakort. Hvernig virkar RE?

Inneign í Frelsi virkar ekki í útlöndum. Síminn býður viðskiptavinum sínum að skrá sig í áskriftarleiðina Frelsi í Útlöndum til þess að nota símann erlendis og njóta allrar sömu þjónustu og viðskiptavinir í áskrift. Símnotkun erlendis er þá greidd eftir á. Ekkert er innifalið í áskriftinni og er eingöngu greitt samkvæmt notkun sem á sér stað erlendis. 

Öll inneign, mínútur, sms og gagnamagn, sem viðskiptavinur á í Frelsi geymist á Íslandi á meðan hann er erlendis.

Gjaldskrá í Reiki í Evrópu löndum er samkvæmt innanlandsverðskrá, sjá nánar hérna. 


 

Ég er með Ferðapakka. Hvernig virkar RE?

Ferðapakkinn tekur breytingum og mun frá 15 júní 2017 ekki gilda í Reiki í Evrópu löndum.
Sjá nánar hérna í hvaða löndum Ferðapakkinn gildir.

Ég er með áskrift að 500 mín til útlanda. Hefur RE áhrif á það?

Reiki í Evrópu gildir eingöngu fyrir símtöl sem eiga sér stað á meðan viðskiptavinir eru staddir erlendis.

Þjónustan „500 mínútur til útlanda“ gildir fyrir símtöl sem eiga sér stað á Íslandi og til útlanda. Innifaldar mínútur í pakkanum gilda Roam like home landa eins og áður.

Ég er í farsímaáskrift. Hvernig virkar RE?

Þú notar innifaldar mínútur og sms þegar þú ert í útlöndum og ert í RE landi hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan RE landa. Ef þú ert í áskriftarleið með engri innifaldri notkun er greitt samkvæmt verðskrá áskriftarleiðar.
 
Takmarkanir eru á hversu mikið gagnamagn má nota og fer það eftir áskriftarleið. Ef innifalið gagnamagn klárast þegar viðskiptavinur er staddur í erlendu neti er gjaldfært 0,75 kr fyrir hvert 1 MB. Það þýðir að 1024 MB kosta 768 kr. Innifalið gagnamagn getur klárast á tvo vegu, með því að klára erlent gagnamagn eða innifalið gagnamagn í áskriftinni.
 
Ef þú ert í áskriftarleið með engu inniföldu gagnamagni er greitt 0,75 kr fyrir hvert 1 MB sem notað er erlendis.

Dæmi:
Viðskiptavinur er í 10 GB áskrift. Þar af má nota að hámarki 7 GB erlendis.
Ef 7 GB eru kláruð er gjaldfært 0,75 kr fyrir hvert MB umfram það.

Viðskiptavinur er í 10 GB áskrift. Þar af má nota að hámarki 7 GB erlendis. Viðskiptavinur hefur notað 7 GB áður en hann fer erlendis. Ef 3 GB eru kláruð og þar með öll 10 GB í áskriftinni er gjaldfært 0,75 kr fyrir hvert MB umfram það.
 
Sjá lista yfir áskriftir og innifalið gagnamagn í spurningunni
"Hvað er sanngjörn notkun (e. Fair use policy) ?"
 
Ávallt er hægt að sjá hversu mikið má nota erlendis í Símaappinu eða með því að hafa samband í Netspjalli eða 8007000.


Ég er í Þrennu. Hvernig virkar RE?

Viðskiptavinir í Þrennu eru skráðir í erlendu þjónustuna Þrenna í útlöndum. Með þjónustunni getur þú notað endalausar mínútur og sms þegar þú ert í RE löndum hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan RE landa. Auk þess færðu 5 GB til að nota innan mánaðar í RE landi.

Ef innifalið gagnamagn klárast þegar viðskiptavinur er staddur í erlendu neti er gjaldfært 0,75 kr fyrir hvert 1 MB. Það þýðir að 1024 MB kosta 768 kr.

Öll inneign, gagnamagn, mínútur og sms sem er til staðar á frelsisnúmerinu þínu nýtist ekki á meðan þú ert erlendis heldur bíður eftir að þú komir aftur heim. Viðskiptavinir yngri en 18 ára þurfa að skrá sig sjálfir í þjónustuna.

Ég er að fara til útlanda. Þarf ég að gera eitthvað til þess að virkja RE?

Nei. Það verður sjálfkrafa virkt frá 15 júní 2017.  

Hvað kostar mig að hringja frá Íslandi í farsíma í RE löndum?
Hvað kostar mig að hringja í farsíma innan RE ef ég er í RE landi? (ekki á Íslandi)

Ef þú ert í áskriftarleið með engri innifaldri notkun er greitt samkvæmt verðskrá áskriftarleiðar. Ef þú ert í áskriftarleið með innifaldri notkun, notar þú innifaldar mínútur og sms þegar þú ert í RE löndum og hringir í númer innan RE landa.

Takmarkanir eru á notkun á inniföldu gagnamagni og fer það eftir áskriftarleið.

Sjá nánar í skilmálum hvað er innifalið í þinni áskrift

Ég er með 4G netáskrift, get ég tekið hana með mér til útlanda?

Já, 4G Netáskrift er hægt að taka með til Reiki í Evrópu landa og nota eins og innanlands.

Takmarkanir eru á notkun á inniföldu gagnamagni og fer það eftir áskriftarleið. Sjá nánar í skilmálum hvað er innifalið í þinni áskrift

 

Hvað er sanngjörn notkun (e. Fair use policy) ?

Takmarkanir á gagnamagni Reiki í Evrópu

Viðskiptavinir með áskrift að farsímaþjónustu og/eða gagnaflutningsþjónustu um farsímanet hjá Símanum geta nýtt það gagnamagn sem er innifalið í viðkomandi áskriftarleið með þeim takmörkunum sem koma fram í verðskrá hverrar áskriftarleiðar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Sérstaklega er tekið fram hvort innifalið gagnamagn sé að öllu leyti innifalið innan EES eða eingöngu að hluta.

Sjá nánar í skilmálum hvað er innifalið í þinni áskrift

Hversu mikið gagnamagn er innifalið í áskriftinni minni?

Þú getur skoðað hérna hversu mikið gagnamagn er innifalið í ES/EES í þinni áskrift. 

Einnig er hægt að sjá hversu mikið má nota erlendis í Símaappinu eða með því að hafa samband í gegnum Netspjalli eða 8007000.

Fást 10x fleiri gígabæt í Reiki í Evrópu (e. Roam like home)?

Nei. Tífalt fleiri gígabæt eru til afnota á Íslandi.